Allir geta dansað fer í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars en um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars.
„Ég get alveg hreyft mig en ég mun þurfa mikla þjálfun fyrir þetta verkefni,“ segir Jóhanna um danshæfileika sína.
Fimm karlmenn og fimm konur taka þátt í þáttunum. Þessir aðilar eru paraðir við fimm atvinnudanskonur og fimm atvinnudansarar.
Hún segist vera nokkuð stressuð fyrir þáttunum.
„Ég er svo mikil keppnismanneskja þannig að ég er alltaf hrædd við tap. Þarna er ég ekki fagmaður þannig að ég þarf að læra að taka þetta bara á gleðinni, sem er góður lærdómur fyrir mig. Gamla hefur gott af þessu.“
Fylgstu með Stöð 2 á Instagram.