UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. febrúar 2018 08:00 Skelkuð börn á bráðabirgðasjúkrahúsi í Douma. Vísir/afp Sprengjum fylgismanna Bashar al-Assad Sýrlandsforseta rigndi áfram yfir Austur-Ghouta, skammt frá Damaskus í Sýrlandi í gær og fórust tugir almennra borgara í árásunum. Aðgerðasinnar á svæðinu héldu því fram í gær að Assad-liðar hefðu varpað sprengjum á að minnsta kosti tíu bæi og þorp í Austur-Ghouta í gærmorgun. Sýrlensku samtökin Hvítu hjálmarnir greindu frá því að 24 hafi farist í árás á Marj, þar af fimm konur og allnokkur börn. Tíu almennir borgarar til viðbótar hafi farist í árásum á Arbin og Misraba. Samtök aðgerðasinna sögðu alls 77 hafa farist en bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu töluna vera fimmtíu, þar af þrettán börn. Að minnsta kosti 127 fórust, þar á meðal tuttugu börn, í loftárásum mánudagsins sem var einn sá versti í þrjú ár. Alls hafa því að minnsta kosti 194 farist frá því Assad-liðar settu aukinn þunga í árásir sínar á sunnudag og um 850 særst, að því er Syrian Observatory for Human Rights greinir frá. Sýrlenskir ríkismiðlar greindu frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum í Austur-Ghouta og fellt tvo Assad-liða. Þá greindi líbanska sjónvarpsfréttastöðin al-Manar, sem tengist bandamönnum Assads í Hezbollah, frá því að sýrlenski herinn myndi senda sveitir sínar að Austur-Ghouta. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gær um þann mikla fjölda barna sem farist hefur í átökum undanfarinna daga á Damaskussvæðinu. Þar sagði að engin orð gætu lýst hryllingnum. Í kjölfarið fylgdu tíu auðar línur og svo stutt útskýring. „UNICEF gefur nú út þessa auðu yfirlýsingu. Við höfum engin orð til að lýsa þjáningu þessara barna. Eiga þeir sem eiga sök í málinu einhver orð til að réttlæta þessa villimennsku?“Sjá einnig: Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja AleppoStaffan de Mistura, erindreki SÞ í Sýrlandi, sagði stefna í að Austur-Ghouta yrði önnur Aleppo. „Ég vona að við höfum lært af þeim harmleik,“ sagði de Mistura en orrustan um borgina stóð yfir í um fjögur ár, kostaði tugi þúsunda lífið og lauk með sigri Assad-liða. Samkvæmt Reuters fara átök stjórnarhersins og uppreisnarmanna nú harðnandi víðs vegar um landið og er ástæðan sögð sú að nú hafi Assad gefið í í von um að binda enda á uppreisnina. Austur-Ghouta á að heita átakalaust svæði samkvæmt samningum hlutaðeigandi aðila. Slíkir samningar ná þó ekki til hreyfinga öfgamanna með tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Kaída. Samkvæmt Reuters eru ein slík samtök með fámennt lið í Austur-Ghouta og segja aðrir uppreisnarmenn á svæðinu að Assad-liðar noti viðveru öfgahreyfingarinnar sem afsökun til þess að halda áfram sprengjuárásum sínum.Rússar segja fréttir ýktar Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus en það er algjörlega umkringt svæðum þar sem stjórnarherinn er með yfirráð. Nærri 400.000 almennir borgarar eru innlyksa í Austur-Ghouta. Í desember greindu hjálparsamtök frá því að ástandið í Austur-Ghouta væri afar slæmt. Þar skorti íbúa mat, eldsneyti og lyf. Panos Moumtzis, einn sendiboða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, sagði í gær að nauðsynlegt og brýnt væri að binda enda á þjáningar íbúa Austur-Ghouta. „Fæstir íbúar eiga ekki annarra kosta völ en að skýla sér í kjöllurum eða sprengjubyrgjum með börnum sínum.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði hins vegar að fréttir af ástandinu í Austur-Ghouta væru ýktar. „Innan Sameinuðu þjóðanna eru vandamálin í bæði Austur-Ghouta og Idlib stórlega ýkt,“ höfðu rússneskir miðlar yfir ráðherranum en Rússar styðja ríkisstjórn Assads. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Sprengjum fylgismanna Bashar al-Assad Sýrlandsforseta rigndi áfram yfir Austur-Ghouta, skammt frá Damaskus í Sýrlandi í gær og fórust tugir almennra borgara í árásunum. Aðgerðasinnar á svæðinu héldu því fram í gær að Assad-liðar hefðu varpað sprengjum á að minnsta kosti tíu bæi og þorp í Austur-Ghouta í gærmorgun. Sýrlensku samtökin Hvítu hjálmarnir greindu frá því að 24 hafi farist í árás á Marj, þar af fimm konur og allnokkur börn. Tíu almennir borgarar til viðbótar hafi farist í árásum á Arbin og Misraba. Samtök aðgerðasinna sögðu alls 77 hafa farist en bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu töluna vera fimmtíu, þar af þrettán börn. Að minnsta kosti 127 fórust, þar á meðal tuttugu börn, í loftárásum mánudagsins sem var einn sá versti í þrjú ár. Alls hafa því að minnsta kosti 194 farist frá því Assad-liðar settu aukinn þunga í árásir sínar á sunnudag og um 850 særst, að því er Syrian Observatory for Human Rights greinir frá. Sýrlenskir ríkismiðlar greindu frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum í Austur-Ghouta og fellt tvo Assad-liða. Þá greindi líbanska sjónvarpsfréttastöðin al-Manar, sem tengist bandamönnum Assads í Hezbollah, frá því að sýrlenski herinn myndi senda sveitir sínar að Austur-Ghouta. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu í gær um þann mikla fjölda barna sem farist hefur í átökum undanfarinna daga á Damaskussvæðinu. Þar sagði að engin orð gætu lýst hryllingnum. Í kjölfarið fylgdu tíu auðar línur og svo stutt útskýring. „UNICEF gefur nú út þessa auðu yfirlýsingu. Við höfum engin orð til að lýsa þjáningu þessara barna. Eiga þeir sem eiga sök í málinu einhver orð til að réttlæta þessa villimennsku?“Sjá einnig: Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja AleppoStaffan de Mistura, erindreki SÞ í Sýrlandi, sagði stefna í að Austur-Ghouta yrði önnur Aleppo. „Ég vona að við höfum lært af þeim harmleik,“ sagði de Mistura en orrustan um borgina stóð yfir í um fjögur ár, kostaði tugi þúsunda lífið og lauk með sigri Assad-liða. Samkvæmt Reuters fara átök stjórnarhersins og uppreisnarmanna nú harðnandi víðs vegar um landið og er ástæðan sögð sú að nú hafi Assad gefið í í von um að binda enda á uppreisnina. Austur-Ghouta á að heita átakalaust svæði samkvæmt samningum hlutaðeigandi aðila. Slíkir samningar ná þó ekki til hreyfinga öfgamanna með tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Kaída. Samkvæmt Reuters eru ein slík samtök með fámennt lið í Austur-Ghouta og segja aðrir uppreisnarmenn á svæðinu að Assad-liðar noti viðveru öfgahreyfingarinnar sem afsökun til þess að halda áfram sprengjuárásum sínum.Rússar segja fréttir ýktar Svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus en það er algjörlega umkringt svæðum þar sem stjórnarherinn er með yfirráð. Nærri 400.000 almennir borgarar eru innlyksa í Austur-Ghouta. Í desember greindu hjálparsamtök frá því að ástandið í Austur-Ghouta væri afar slæmt. Þar skorti íbúa mat, eldsneyti og lyf. Panos Moumtzis, einn sendiboða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu, sagði í gær að nauðsynlegt og brýnt væri að binda enda á þjáningar íbúa Austur-Ghouta. „Fæstir íbúar eiga ekki annarra kosta völ en að skýla sér í kjöllurum eða sprengjubyrgjum með börnum sínum.“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði hins vegar að fréttir af ástandinu í Austur-Ghouta væru ýktar. „Innan Sameinuðu þjóðanna eru vandamálin í bæði Austur-Ghouta og Idlib stórlega ýkt,“ höfðu rússneskir miðlar yfir ráðherranum en Rússar styðja ríkisstjórn Assads.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29 Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. 20. febrúar 2018 06:29
Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent