Mislingafaraldur í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 17:33 Tuttugu ár eru síðan fölsuð rannsókn tengdi MMR-bóluefnið við einhverfu. Ýmis konar kuklarar og sölumenn hjálækninga halda þeim fullyrðingum enn á lofti þrátt fyrir að þær hafi verið hraktar fyrir löngu. Vísir/AFP Fleiri en tuttugu þúsund manns smituðust af mislingum og 35 létust af völdum þeirra í Evrópu í fyrra samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilfellunum fjölgaði fjórfalt á milli ára en sérfræðingar segja að fólk sem hafnar bólusetningum sé hluti orsakarinnar. Stórir faraldrar komu upp í fimmtán Evrópulöndum árið 2017. Flest tilfellin voru í Rúmeníu, Ítalíu og Úkraínu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgunin frá árinu áður sé harmleikur. Árið 2016 greindust 5.273 tilfelli og höfðu þau aldrei verið færri. Meginástæðan fyrir fjölgun tilfella í fyrra er lágt hlutfall bólusettra. Stofnunin segir að hlutfall bólusettra hafi dregist saman almennt auk þess sem ákveðnir jaðarhópar í samfélaginu séu stöðugt illa varðir. „Hver einasta manneskja sem greinist með mislinga í Evrópu minnir okkur á að óbólusett börn og fullorðnir, hvar sem þeir búa, eru áfram í hættu á að fá sjúkdóminn og að dreifa honum til fleira fólks sem getur kannski ekki verið bólusett,“ segir Zsuzanna Jakab frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í Rúmeníu þar sem ástandið var verst í fyrra var ástæðan skortur á bóluefni og léleg heilsugæsla. Þá er rómafólka talið í sérstakri hættu á að smitast af sjúkdóminum og dreifa honum en það er fjölmennt í landinu. Þá hefur ekki hjálpað að hópar fólks hafa haldið uppi fölskum áróðri gegn bólusetningum. Sá áróður byggir meðal annars á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis um að tengsl væru á milli MMR-bóluefnisins, sem veitir vernd gegn mislingum, og einhverfu. Heilbrigðismál Rúmenía Tengdar fréttir Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Þrátt fyrir versta mislingafaraldur í áratugi hafa andstæðingar bólusetninga í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum aðeins gerst meira áberandi í sumar. 22. ágúst 2017 11:41 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Fleiri en tuttugu þúsund manns smituðust af mislingum og 35 létust af völdum þeirra í Evrópu í fyrra samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilfellunum fjölgaði fjórfalt á milli ára en sérfræðingar segja að fólk sem hafnar bólusetningum sé hluti orsakarinnar. Stórir faraldrar komu upp í fimmtán Evrópulöndum árið 2017. Flest tilfellin voru í Rúmeníu, Ítalíu og Úkraínu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgunin frá árinu áður sé harmleikur. Árið 2016 greindust 5.273 tilfelli og höfðu þau aldrei verið færri. Meginástæðan fyrir fjölgun tilfella í fyrra er lágt hlutfall bólusettra. Stofnunin segir að hlutfall bólusettra hafi dregist saman almennt auk þess sem ákveðnir jaðarhópar í samfélaginu séu stöðugt illa varðir. „Hver einasta manneskja sem greinist með mislinga í Evrópu minnir okkur á að óbólusett börn og fullorðnir, hvar sem þeir búa, eru áfram í hættu á að fá sjúkdóminn og að dreifa honum til fleira fólks sem getur kannski ekki verið bólusett,“ segir Zsuzanna Jakab frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Í Rúmeníu þar sem ástandið var verst í fyrra var ástæðan skortur á bóluefni og léleg heilsugæsla. Þá er rómafólka talið í sérstakri hættu á að smitast af sjúkdóminum og dreifa honum en það er fjölmennt í landinu. Þá hefur ekki hjálpað að hópar fólks hafa haldið uppi fölskum áróðri gegn bólusetningum. Sá áróður byggir meðal annars á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis um að tengsl væru á milli MMR-bóluefnisins, sem veitir vernd gegn mislingum, og einhverfu.
Heilbrigðismál Rúmenía Tengdar fréttir Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Þrátt fyrir versta mislingafaraldur í áratugi hafa andstæðingar bólusetninga í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum aðeins gerst meira áberandi í sumar. 22. ágúst 2017 11:41 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Þrátt fyrir versta mislingafaraldur í áratugi hafa andstæðingar bólusetninga í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum aðeins gerst meira áberandi í sumar. 22. ágúst 2017 11:41
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00
Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30