MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Sveinn Arnarsson skrifar 20. febrúar 2018 08:00 Arnarlax á Bíldudal er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Vísir/Pjetur Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi mánudaginn 12. febrúar um tvö aðskilin óhöpp hjá fyrirtækinu. Annars vegar var um að ræða skemmd á sjókví Arnarlax í Tálknafirði og hins vegar tilkynnti fyrirtækið að gat hefði komið á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði í kjölfar óveðurs í firðinum. Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar, staðfestir að fyrirtækið hafi enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir, viku eftir að stofnuninni var tilkynnt um óhöppin. „Matvælastofnun var í reglulegum samskiptum við Arnarlax eftir að tjónið kom í ljós vegna úrbóta og bíður nú skýrslu fyrirtækisins um atvikin. Matvælastofnun hefur eftirlit með búnaði fiskeldisfyrirtækja. Sjókvíarnar verða teknar út af stofnuninni eins fljótt og unnt er,“ segir Hjalti. Arnarlax rataði í fréttir í gær þar sem sjókví er sögð hafa sokkið í Tálknafirði. Starfsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt að hafa siglt á kvína með fyrrgreindum afleiðingum. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir þetta alrangt í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. Einn af flothringjum kvíarinnar hafi brotnað, en engin net rofnað. Enginn vafi leiki á því að fiskur hafi ekki sloppið úr kvínni. Hætta er á, þegar gat kemur á sjókvíar, að eldislax sleppi úr kvíunum, en slíkt er flokkað sem mengunarslys. Þá getur eldislax auðveldlega blandast við villtan náttúrulegan laxastofn sem gengur í ár í nágrenni kvíanna. Umhverfisstofnun hafði ekki heyrt af þessum óhöppum hjá Arnarlaxi fyrr en í fjölmiðlum í gær. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að ef grunur leiki á mengunarslysi verði tafarlaust að láta vita af slíku. „Skylt er að tilkynna um mengunaróhöpp samkvæmt starfsleyfi. Ef það er ekki gert telst það frávik,“ segir Björn. Ekki náðist að spyrja Víking Gunnarsson um óhappið sem olli gati á sjókví í Arnarfirði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.Uppfært klukkan 12:59 þar sem Víkingur var rangfeðraður í fyrri útgáfu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00 Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. 9. nóvember 2017 07:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi mánudaginn 12. febrúar um tvö aðskilin óhöpp hjá fyrirtækinu. Annars vegar var um að ræða skemmd á sjókví Arnarlax í Tálknafirði og hins vegar tilkynnti fyrirtækið að gat hefði komið á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði í kjölfar óveðurs í firðinum. Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar, staðfestir að fyrirtækið hafi enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir, viku eftir að stofnuninni var tilkynnt um óhöppin. „Matvælastofnun var í reglulegum samskiptum við Arnarlax eftir að tjónið kom í ljós vegna úrbóta og bíður nú skýrslu fyrirtækisins um atvikin. Matvælastofnun hefur eftirlit með búnaði fiskeldisfyrirtækja. Sjókvíarnar verða teknar út af stofnuninni eins fljótt og unnt er,“ segir Hjalti. Arnarlax rataði í fréttir í gær þar sem sjókví er sögð hafa sokkið í Tálknafirði. Starfsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt að hafa siglt á kvína með fyrrgreindum afleiðingum. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir þetta alrangt í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. Einn af flothringjum kvíarinnar hafi brotnað, en engin net rofnað. Enginn vafi leiki á því að fiskur hafi ekki sloppið úr kvínni. Hætta er á, þegar gat kemur á sjókvíar, að eldislax sleppi úr kvíunum, en slíkt er flokkað sem mengunarslys. Þá getur eldislax auðveldlega blandast við villtan náttúrulegan laxastofn sem gengur í ár í nágrenni kvíanna. Umhverfisstofnun hafði ekki heyrt af þessum óhöppum hjá Arnarlaxi fyrr en í fjölmiðlum í gær. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að ef grunur leiki á mengunarslysi verði tafarlaust að láta vita af slíku. „Skylt er að tilkynna um mengunaróhöpp samkvæmt starfsleyfi. Ef það er ekki gert telst það frávik,“ segir Björn. Ekki náðist að spyrja Víking Gunnarsson um óhappið sem olli gati á sjókví í Arnarfirði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.Uppfært klukkan 12:59 þar sem Víkingur var rangfeðraður í fyrri útgáfu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00 Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. 9. nóvember 2017 07:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00
Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. 9. nóvember 2017 07:00
Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00