Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. mars 2018 07:15 Sergei Skripal í dómssal árið 2006 þegar hann var fangelsaður fyrir njósnir. Vísir/EPA Engin ástæða er til að efast um það mat breskra yfirvalda að Rússar hafi eitrað fyrir Sergei og Júlíu Skrípal með taugaeitri í Salisbury þann 4. mars síðastliðinn. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í gær. Sagði hann jafnframt að Bretar stæðu ekki einir í málinu heldur myndu ríki Atlantshafsbandalagsins fylkja sér að baki ríkisstjórn Theresu May. Sergei Skrípal var rússneskur gagnnjósnari fyrir Breta. Hann var fangelsaður í heimalandinu árið 2006 en fékk hæli í Bretlandi 2010 við njósnaraskipti og hefur búið þar síðan. „Það er mikilvægt að Rússar skilji hverju þeir tapa á því að haga sér á þann hátt sem þeir hafa gert,“ sagði Stoltenberg enn fremur og bætti við að Rússar hefðu með þessu ekki verið að haga sér á óábyrgan hátt í fyrsta skipti enda hafi Bandaríkjamenn ítrekað sakað Rússa um tölvuárásir og ólögleg afskipti af forsetakosningum ársins 2016. Eins og Stoltenberg sagði þá standa Bretar vissulega ekki einir í málinu. Bandaríkjamenn, Frakkar, Þjóðverjar, Ástralar og yfirvöld í Eystrasaltsríkjunum hafa fylkt sér að baki Breta, þrátt fyrir að Rússar hafi ítrekað neitað sök í málinu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, endurtók ásakanirnar í gær. Sagði hann yfirgnæfandi líkur á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefði fyrirskipað árásina. „Við höfum ekkert gegn Rússum. Þetta er engin Rússafælni. Deilan er bara á milli okkar og stjórnar Pútíns. Hún snýst um ákvörðun hans um að beita taugaeitri á götum Bretlands, á götum evrópskrar borgar í fyrsta skipti frá seinna stríði.“ Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi og þar með stjórnarandstöðunnar, er hins vegar ekki jafnviss. Í grein sem hann skrifaði í Guardian í gær varaði hann við því að draga ályktanir of fljótt, áður en nægileg sönnunargögn hefðu fundist. Fordæmdi hann árásina sjálfa og sagðist ekki útiloka að rússneska mafían hefði staðið að henni í stað yfirvalda. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki allir sammála formanni sínum. Þrjátíu þingmenn flokksins eru á meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu um að breska þingið lýsi því yfir að Rússar hafi borið fulla ábyrgð á árásinni. Rússar héldu áfram að neita því í gær að hafa staðið að árásinni. Sögðu Sergei Lavrov utanríkisráðherra og Dmítrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, jafnframt að von væri á tilkynningu um brottvísun breskra erindreka hvað úr hverju. „Fyrr eða síðar munu Bretar þurfa að sýna svokölluðum bandamönnum sínum sönnunargögnin í málinu. Fyrr eða síðar þurfa þeir að rökstyðja ásakanir sínar,“ sagði Peskov. Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af stuðningi við Breta og ítrekaði beiðni Rússa um sýni af eitrinu sem notað var í árásinni svo Rússar gætu rannsakað það sjálfir. Lögreglan í Wiltshire sagði í gær frá því að þeir einstaklingar, 131 að tölu, sem talið var að gætu hafa komist í tæri við eitrið hafi ekki sýnt nein einkenni eitrunar. Þá sagði sjúkrahúsið í Salisbury að 46 hafi leitað til læknis vegna áhyggja af eitrun en að engan hafi þurft að leggja inn. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Engin ástæða er til að efast um það mat breskra yfirvalda að Rússar hafi eitrað fyrir Sergei og Júlíu Skrípal með taugaeitri í Salisbury þann 4. mars síðastliðinn. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í gær. Sagði hann jafnframt að Bretar stæðu ekki einir í málinu heldur myndu ríki Atlantshafsbandalagsins fylkja sér að baki ríkisstjórn Theresu May. Sergei Skrípal var rússneskur gagnnjósnari fyrir Breta. Hann var fangelsaður í heimalandinu árið 2006 en fékk hæli í Bretlandi 2010 við njósnaraskipti og hefur búið þar síðan. „Það er mikilvægt að Rússar skilji hverju þeir tapa á því að haga sér á þann hátt sem þeir hafa gert,“ sagði Stoltenberg enn fremur og bætti við að Rússar hefðu með þessu ekki verið að haga sér á óábyrgan hátt í fyrsta skipti enda hafi Bandaríkjamenn ítrekað sakað Rússa um tölvuárásir og ólögleg afskipti af forsetakosningum ársins 2016. Eins og Stoltenberg sagði þá standa Bretar vissulega ekki einir í málinu. Bandaríkjamenn, Frakkar, Þjóðverjar, Ástralar og yfirvöld í Eystrasaltsríkjunum hafa fylkt sér að baki Breta, þrátt fyrir að Rússar hafi ítrekað neitað sök í málinu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, endurtók ásakanirnar í gær. Sagði hann yfirgnæfandi líkur á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefði fyrirskipað árásina. „Við höfum ekkert gegn Rússum. Þetta er engin Rússafælni. Deilan er bara á milli okkar og stjórnar Pútíns. Hún snýst um ákvörðun hans um að beita taugaeitri á götum Bretlands, á götum evrópskrar borgar í fyrsta skipti frá seinna stríði.“ Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi og þar með stjórnarandstöðunnar, er hins vegar ekki jafnviss. Í grein sem hann skrifaði í Guardian í gær varaði hann við því að draga ályktanir of fljótt, áður en nægileg sönnunargögn hefðu fundist. Fordæmdi hann árásina sjálfa og sagðist ekki útiloka að rússneska mafían hefði staðið að henni í stað yfirvalda. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki allir sammála formanni sínum. Þrjátíu þingmenn flokksins eru á meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu um að breska þingið lýsi því yfir að Rússar hafi borið fulla ábyrgð á árásinni. Rússar héldu áfram að neita því í gær að hafa staðið að árásinni. Sögðu Sergei Lavrov utanríkisráðherra og Dmítrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, jafnframt að von væri á tilkynningu um brottvísun breskra erindreka hvað úr hverju. „Fyrr eða síðar munu Bretar þurfa að sýna svokölluðum bandamönnum sínum sönnunargögnin í málinu. Fyrr eða síðar þurfa þeir að rökstyðja ásakanir sínar,“ sagði Peskov. Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af stuðningi við Breta og ítrekaði beiðni Rússa um sýni af eitrinu sem notað var í árásinni svo Rússar gætu rannsakað það sjálfir. Lögreglan í Wiltshire sagði í gær frá því að þeir einstaklingar, 131 að tölu, sem talið var að gætu hafa komist í tæri við eitrið hafi ekki sýnt nein einkenni eitrunar. Þá sagði sjúkrahúsið í Salisbury að 46 hafi leitað til læknis vegna áhyggja af eitrun en að engan hafi þurft að leggja inn.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30
Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent