Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 13:48 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í dag staðinn í bænum Salisbury þar sem Skripal-feðginin urðu fyrir árásinni. vísir/getty Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. Í yfirlýsingunni er árásin sögð árás á fullveldi Bretlands en eitrað var fyrir Skripal með taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda. Skripal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi sem og dóttir hans, Yulia, sem einnig varð fyrir eitrinu. Ekki er algengt að leiðtogar þessara fjögurra ríkja, þau Theresa May, Donald Trump, Angela Merkel og Emmanuel Macron, sendi frá sameiginlegar yfirlýsingar. Yfirlýsingin nú kemur í kjölfar þess að bresk yfirvöld hafa unnið hörðum höndum að því að fá stuðning alþjóðasamfélagsins við viðbrögð sín við árásinni, að því er fram kemur í frétt Guardian.„Árásin er ógn við öryggi okkar allra“ „Notkun á hernaðarlegu taugaeitri, af þeirri tegund sem þróað er af rússneskum yfirvöldum, er fyrsta árás sinnar tegundar í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni,“ segir í yfirlýsingunni þar sem jafnframt er tekið fram að ríkin fjögur fordæmi árásina gegn Skripal-feðginunum. „Breskur lögreglumaður sem einnig varð fyrir árásinni er enn þungt haldinn og líf margra saklausra breskra borgara hefur verið ógnað. [...] Þetta er ógn við fullveldi Bretlands og öll sambærileg notkun af hálfu ríkis er augljóst brot á sáttmála um efnavopn sem og brot á alþjóðalögum. Árásin er ógn við öryggi okkar allra. Bretland hefur gert vinaþjóðum sínum grein fyrir því að það telji afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin kemur daginn eftir að May tilkynnti að hún muni vísa 23 rússneskum erindrekum frá Bretlandi á næstunni vegna árásarinnar. Rússnesk yfirvöld hafa alfarið neitað því að hafa eitthvað haft með árásina að gera og hyggjast vísa breskum erindrekum frá Rússlandi vegna aðgerða breskra yfirvalda gegn Rússum. Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. Í yfirlýsingunni er árásin sögð árás á fullveldi Bretlands en eitrað var fyrir Skripal með taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda. Skripal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi sem og dóttir hans, Yulia, sem einnig varð fyrir eitrinu. Ekki er algengt að leiðtogar þessara fjögurra ríkja, þau Theresa May, Donald Trump, Angela Merkel og Emmanuel Macron, sendi frá sameiginlegar yfirlýsingar. Yfirlýsingin nú kemur í kjölfar þess að bresk yfirvöld hafa unnið hörðum höndum að því að fá stuðning alþjóðasamfélagsins við viðbrögð sín við árásinni, að því er fram kemur í frétt Guardian.„Árásin er ógn við öryggi okkar allra“ „Notkun á hernaðarlegu taugaeitri, af þeirri tegund sem þróað er af rússneskum yfirvöldum, er fyrsta árás sinnar tegundar í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni,“ segir í yfirlýsingunni þar sem jafnframt er tekið fram að ríkin fjögur fordæmi árásina gegn Skripal-feðginunum. „Breskur lögreglumaður sem einnig varð fyrir árásinni er enn þungt haldinn og líf margra saklausra breskra borgara hefur verið ógnað. [...] Þetta er ógn við fullveldi Bretlands og öll sambærileg notkun af hálfu ríkis er augljóst brot á sáttmála um efnavopn sem og brot á alþjóðalögum. Árásin er ógn við öryggi okkar allra. Bretland hefur gert vinaþjóðum sínum grein fyrir því að það telji afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin kemur daginn eftir að May tilkynnti að hún muni vísa 23 rússneskum erindrekum frá Bretlandi á næstunni vegna árásarinnar. Rússnesk yfirvöld hafa alfarið neitað því að hafa eitthvað haft með árásina að gera og hyggjast vísa breskum erindrekum frá Rússlandi vegna aðgerða breskra yfirvalda gegn Rússum.
Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00