Lars Lagerbäck: Ég er pirraður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2018 12:30 Lars Lagerbäck. Vísir/Getty Lars Lagerbäck er kominn til Tirana í Albaníu þar sem hann stýrði íslenska landsliðinu til sigurs í undankeppni HM 2014 fyrir rúmum fimm árum. Að þessu sinni er hann mættur með norska landsliðið sitt í vináttulandsleik. Íslenska landsliðið vann 2-1 sigur á Albaníu í umræddum leik þar sem Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin. Í þessum leik var líka eini „skandallinn“ í þjálfaratíð Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið en hann ákvað þá að taka ekki fyrirliðabandið af Aroni Einari Gunnarssyni þrátt fyrir ljót orð hans um albönsku þjóðina. Norska landsliðið vann 4-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik á dögunum en er nú komin á útivöll þar sem lítið hefur gengið síðan að Lars Lagerbäck tók við norska liðinu. Norðmenn hafa aðeins unnið einn af fimm útileikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck og sá sigur kom á móti San Marinó sem telst seint til mikilla afreka. Leikirnir á móti Norður-Írlandi, Þýskalandi, Makedóníu og Slóvakíu hafa allir tapast. „Ég vil aldrei tala um heppni eða óheppni. Við höfum ekki náð góðum úrslitum í þessum útileikjum af því að við höfum ekki spilað nægilega vel,“ sagði Lars Lagerbäck. „Ég held að þetta sé að stórum hluta andlegt. Við erum með tölfræðina og hún segir sína sögu. Ég hef sagt það í mörg ár að ég er orðinn pirraður á því að vera að spila verr á útivelli en á heimavelli. Eina ástæðan sem ég finn er að þetta sé bara í hausnum á mönnum,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet segir frá. Noregur og Albanía eru hlið við hlið á FIFA-listanum en Norðmenn eru sæti ofar. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig þessi leikur gengur hjá strákunum hans Lagerbäck. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Lars Lagerbäck er kominn til Tirana í Albaníu þar sem hann stýrði íslenska landsliðinu til sigurs í undankeppni HM 2014 fyrir rúmum fimm árum. Að þessu sinni er hann mættur með norska landsliðið sitt í vináttulandsleik. Íslenska landsliðið vann 2-1 sigur á Albaníu í umræddum leik þar sem Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin. Í þessum leik var líka eini „skandallinn“ í þjálfaratíð Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið en hann ákvað þá að taka ekki fyrirliðabandið af Aroni Einari Gunnarssyni þrátt fyrir ljót orð hans um albönsku þjóðina. Norska landsliðið vann 4-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik á dögunum en er nú komin á útivöll þar sem lítið hefur gengið síðan að Lars Lagerbäck tók við norska liðinu. Norðmenn hafa aðeins unnið einn af fimm útileikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck og sá sigur kom á móti San Marinó sem telst seint til mikilla afreka. Leikirnir á móti Norður-Írlandi, Þýskalandi, Makedóníu og Slóvakíu hafa allir tapast. „Ég vil aldrei tala um heppni eða óheppni. Við höfum ekki náð góðum úrslitum í þessum útileikjum af því að við höfum ekki spilað nægilega vel,“ sagði Lars Lagerbäck. „Ég held að þetta sé að stórum hluta andlegt. Við erum með tölfræðina og hún segir sína sögu. Ég hef sagt það í mörg ár að ég er orðinn pirraður á því að vera að spila verr á útivelli en á heimavelli. Eina ástæðan sem ég finn er að þetta sé bara í hausnum á mönnum,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet segir frá. Noregur og Albanía eru hlið við hlið á FIFA-listanum en Norðmenn eru sæti ofar. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig þessi leikur gengur hjá strákunum hans Lagerbäck.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira