Lars Lagerbäck: Ég er pirraður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2018 12:30 Lars Lagerbäck. Vísir/Getty Lars Lagerbäck er kominn til Tirana í Albaníu þar sem hann stýrði íslenska landsliðinu til sigurs í undankeppni HM 2014 fyrir rúmum fimm árum. Að þessu sinni er hann mættur með norska landsliðið sitt í vináttulandsleik. Íslenska landsliðið vann 2-1 sigur á Albaníu í umræddum leik þar sem Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin. Í þessum leik var líka eini „skandallinn“ í þjálfaratíð Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið en hann ákvað þá að taka ekki fyrirliðabandið af Aroni Einari Gunnarssyni þrátt fyrir ljót orð hans um albönsku þjóðina. Norska landsliðið vann 4-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik á dögunum en er nú komin á útivöll þar sem lítið hefur gengið síðan að Lars Lagerbäck tók við norska liðinu. Norðmenn hafa aðeins unnið einn af fimm útileikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck og sá sigur kom á móti San Marinó sem telst seint til mikilla afreka. Leikirnir á móti Norður-Írlandi, Þýskalandi, Makedóníu og Slóvakíu hafa allir tapast. „Ég vil aldrei tala um heppni eða óheppni. Við höfum ekki náð góðum úrslitum í þessum útileikjum af því að við höfum ekki spilað nægilega vel,“ sagði Lars Lagerbäck. „Ég held að þetta sé að stórum hluta andlegt. Við erum með tölfræðina og hún segir sína sögu. Ég hef sagt það í mörg ár að ég er orðinn pirraður á því að vera að spila verr á útivelli en á heimavelli. Eina ástæðan sem ég finn er að þetta sé bara í hausnum á mönnum,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet segir frá. Noregur og Albanía eru hlið við hlið á FIFA-listanum en Norðmenn eru sæti ofar. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig þessi leikur gengur hjá strákunum hans Lagerbäck. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Lars Lagerbäck er kominn til Tirana í Albaníu þar sem hann stýrði íslenska landsliðinu til sigurs í undankeppni HM 2014 fyrir rúmum fimm árum. Að þessu sinni er hann mættur með norska landsliðið sitt í vináttulandsleik. Íslenska landsliðið vann 2-1 sigur á Albaníu í umræddum leik þar sem Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörkin. Í þessum leik var líka eini „skandallinn“ í þjálfaratíð Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið en hann ákvað þá að taka ekki fyrirliðabandið af Aroni Einari Gunnarssyni þrátt fyrir ljót orð hans um albönsku þjóðina. Norska landsliðið vann 4-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik á dögunum en er nú komin á útivöll þar sem lítið hefur gengið síðan að Lars Lagerbäck tók við norska liðinu. Norðmenn hafa aðeins unnið einn af fimm útileikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck og sá sigur kom á móti San Marinó sem telst seint til mikilla afreka. Leikirnir á móti Norður-Írlandi, Þýskalandi, Makedóníu og Slóvakíu hafa allir tapast. „Ég vil aldrei tala um heppni eða óheppni. Við höfum ekki náð góðum úrslitum í þessum útileikjum af því að við höfum ekki spilað nægilega vel,“ sagði Lars Lagerbäck. „Ég held að þetta sé að stórum hluta andlegt. Við erum með tölfræðina og hún segir sína sögu. Ég hef sagt það í mörg ár að ég er orðinn pirraður á því að vera að spila verr á útivelli en á heimavelli. Eina ástæðan sem ég finn er að þetta sé bara í hausnum á mönnum,“ sagði Lagerbäck. Dagbladet segir frá. Noregur og Albanía eru hlið við hlið á FIFA-listanum en Norðmenn eru sæti ofar. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig þessi leikur gengur hjá strákunum hans Lagerbäck.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira