Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Sylvía Hall skrifar 24. mars 2018 10:45 Jordi Turull, forsetaefni katalónskra sjálfstæðissinna, var handtekinn. Til stóð að greiða atkvæði um skipan hans sem forseta héraðsstjórnarinnar. Vísir/AFP Til óeirða kom í Katanlóníu í gærkvöldi eftir að spænskir dómstólar úrskurðuðu fimm leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna í varðhald, þar á meðal Jordi Turull, forsetaefni þeirra, og ákváðu að réttað skyldi yfir tuttugu og fimm öðrum í tengslum við umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í fyrra. Leiðtogarnir eru ákærðir fyrir uppreisn, fjárdrátt og að hafa óhlýðnast fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við þjóðaatkvæðagreiðsluna. Þetta setur fyrirhugaða atkvæðagreiðslu katalónska þingsins í uppnám, en þar stóð til að tilnefna Turull sem forseta sjálfstjórnarhéraðsins í dag. Auk Turull voru forseti katalónska héraðsþingsins, þróunar-, atvinnumála- og utanríkismálaráðherrar héraðsstjórnarinnar handteknir. Tíðindin um handtökurnar og ákærurnar hleyptu kappi í mótmæli sem höfðu þegar verið boðuð í Katalóníu í gærkvöldi. Kom til átaka á milli mótmælenda og óeirðarlögreglu sem vörðu spænskar stjórnarbyggingar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælendurnir hafi meðal annars brennt myndir af hæstaréttardómara og af Filippusi konungi. Tveir leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar eru enn eftirlýstir og hafa þeir hafa flúið land til Belgíu og Sviss, þar á meðal Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar. Reuters-fréttastofan segir að Puigdemont gæti verið handtekinn í Finnlandi eftir að spænsk stjórnvöld gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Finnsk stjórnvöld eru sögð hafa óskað frekari gagna frá spænsku ríkisstjórninni áður en hún ákveður næstu skref. Lögmaður Puigdemont segir að hann muni gefa sig fram við finnsku lögregluna. Hann kom til landsins á fimmtudag til þess að hitta þingmenn og vera viðstaddur ráðstefnu. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um handtökuskipun Puigdemont. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 30. janúar 2018 15:16 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Sjá meira
Til óeirða kom í Katanlóníu í gærkvöldi eftir að spænskir dómstólar úrskurðuðu fimm leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna í varðhald, þar á meðal Jordi Turull, forsetaefni þeirra, og ákváðu að réttað skyldi yfir tuttugu og fimm öðrum í tengslum við umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í fyrra. Leiðtogarnir eru ákærðir fyrir uppreisn, fjárdrátt og að hafa óhlýðnast fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við þjóðaatkvæðagreiðsluna. Þetta setur fyrirhugaða atkvæðagreiðslu katalónska þingsins í uppnám, en þar stóð til að tilnefna Turull sem forseta sjálfstjórnarhéraðsins í dag. Auk Turull voru forseti katalónska héraðsþingsins, þróunar-, atvinnumála- og utanríkismálaráðherrar héraðsstjórnarinnar handteknir. Tíðindin um handtökurnar og ákærurnar hleyptu kappi í mótmæli sem höfðu þegar verið boðuð í Katalóníu í gærkvöldi. Kom til átaka á milli mótmælenda og óeirðarlögreglu sem vörðu spænskar stjórnarbyggingar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælendurnir hafi meðal annars brennt myndir af hæstaréttardómara og af Filippusi konungi. Tveir leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar eru enn eftirlýstir og hafa þeir hafa flúið land til Belgíu og Sviss, þar á meðal Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar. Reuters-fréttastofan segir að Puigdemont gæti verið handtekinn í Finnlandi eftir að spænsk stjórnvöld gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Finnsk stjórnvöld eru sögð hafa óskað frekari gagna frá spænsku ríkisstjórninni áður en hún ákveður næstu skref. Lögmaður Puigdemont segir að hann muni gefa sig fram við finnsku lögregluna. Hann kom til landsins á fimmtudag til þess að hitta þingmenn og vera viðstaddur ráðstefnu. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um handtökuskipun Puigdemont.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 30. janúar 2018 15:16 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Sjá meira
Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59
Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 30. janúar 2018 15:16
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent