Surviving Mars: Elon Musk veit ekkert hvað hann er að fara út í Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2018 20:30 Surviving Mars er framleiddur af Paradox Interactive, sömu aðilum og gera Tropico leikina og ber hann það með sér. Það er ekki auðvelt að koma upp byggð manna á Mars ef marka má Surviving Mars. Ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef gefist upp og byrjað upp á nýtt þrátt fyrir að vera á auðveldu erfiðleikastigi, það á allavega að vera það. Guð einn veit hvernig Elon Musk ætlar að fara að þessu. Surviving Mars er framleiddur af Haemimont Games, sömu aðilum og gera Tropico leikina og ber hann það með sér. Mikill tími fer í að safna steypu, málmum og öðru drasli til að framleiða annað drasl sem spilarar geta notað til að halda hlutunum við, byggja nýja hluti eða jafnvel selja til jarðarinnar í staðinn fyrir betra drasl eða jafnvel mat. Allt gengur kannski fínt. Fyrsta fólkið er komið til Mars og býr í kúlunni sinni þar sem þau rækta mat, læra, versla og margt fleira. Þau eru þó alls ekki örugg. Fólk þarf víst líka súrefni og vatn til þess að lifa af. Það getur komið gat á eina leiðslu og allir kafna, rafmagnslína getur slitnað og allir drepast. Loftsteinn getur jafnvel hrapað af himnum ofan og drepið alla í kúlunni.Mér hefur aðeins einu sinni tekist að byggja upp góða og sjálfbæra nýlendu og leit allt vel út, þar til á fimmtudagskvöldið. Þá lenti loftsteinadrífa á stærstu hvelfingunni minni. Haugur af fólki dó og allt fór til andskotans. Margra klukkustunda vinna virtist fyrir ónýt. Ég fór í fýlu og hætti. Ég fékk hins vegar hugljómun þegar ég var að fara að sofa það kvöld og ætla að reyna aftur í stað þess að byrja upp á nýtt. Þá er þeirri sögu lokið, í bili. Þessi leikur er algjör tímaþjófur og skemmtilegur í þokkabót sem er mikill plús. Ég er hins vegar gæddur þeim galla að auk þess að fara í fýlu og hætta á ég til að byrja upp á nýtt því mér finnst ég hafa klúðrað einhverju eða gert eitthvað asnalega. Þannig kem ég ótrúlega litlu í verk til lengri tíma. Lykilatriðið er að fara sér hægt og skipuleggja sig fram í tímann. Það eru ótal hlutir sem spilarar þurfa að fylgjast með. Það er enga þjálfun að finna á Mars og lítið um upplýsingar. Hins vegar fékk Paradox YouTube-ara til þess að fara yfir helstu atriðin og hjálpa spilurum.Í byrjun fá spilarar peninga frá jörðinni til að koma upp nýlendu á Mars. Nýlendan þarf þó að vera orðin sjálfbær áður en peningarnir klárast. Þar að auki þarf að rannsaka nýja tækni, framleiða ýmislegt og margt fleira. Leikurinn snýst þó ekki eingöngu um það að byggja borgir á Mars heldur einnig að uppgötva leyndardóma og leysa ýmis verkefni. Það er aðeins til að hrista upp í hlutunum og getur verið skemmtilegt. Það sem mér þykir hvað ótrúverðugast við SM er fólkið sem kýs að flytjast til Mars. Þetta eru eintómir drullusokkar og það er nánast ómögulegt að halda þeim ánægðum. Hvar fer til Mars og byrjar strax á því að hafa ekki aðgang að spilavíti eða tölvuleikjum? Að vissu leyti var ég ánægður þegar loftsteinadrífan lenti á hvelfingunni minni, en það er ljótt að segja það. Spilarar þurfa að stunda mikið af svokölluðu „micro-managment“ í leiknum og færa hina ýmsu hluti til og frá af handafli. Það getur verið pirrandi og þá sérstaklega þegar nýlendurnar eru orðnar tvær eða jafnvel þrjár. Það er þó hægt að þróa nýja tækni sem gerir það mun auðveldara. Sömuleiðis er eitthvað glatað við það hve erfitt það er að flytja fólk á milli hvelfinga, jafnvel þó þær standi hlið við hlið. Því er erfitt, sérstaklega í byrjun, að sérhæfa hvelfingarnar. Hafa eina fyrir íbúðarhúsnæði, aðra fyrir landbúnað og svo koll af kolli. Einhvern veginn þurfa spilarar að troða öllu sem þeir geta í hverja hvelfingu. Það eru ýmis svona smáatriði sem stuða mig en á heildina litið hef ég skemmt mér vel. Þó ég hafi farið í fýlu hef ég alltaf snúið aftur til Mars. Ef þið hafið gaman af Tropico og öðrum uppbyggingarleikjum ættuð þið ekki að verða fyrir vonbrigðum með Surviving Mars.Surviving Mars er fáanlegur á PC, Mac, PS4 og Xbox. Ég spilaði á PC. Leikjadómar Leikjavísir Mars Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Það er ekki auðvelt að koma upp byggð manna á Mars ef marka má Surviving Mars. Ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef gefist upp og byrjað upp á nýtt þrátt fyrir að vera á auðveldu erfiðleikastigi, það á allavega að vera það. Guð einn veit hvernig Elon Musk ætlar að fara að þessu. Surviving Mars er framleiddur af Haemimont Games, sömu aðilum og gera Tropico leikina og ber hann það með sér. Mikill tími fer í að safna steypu, málmum og öðru drasli til að framleiða annað drasl sem spilarar geta notað til að halda hlutunum við, byggja nýja hluti eða jafnvel selja til jarðarinnar í staðinn fyrir betra drasl eða jafnvel mat. Allt gengur kannski fínt. Fyrsta fólkið er komið til Mars og býr í kúlunni sinni þar sem þau rækta mat, læra, versla og margt fleira. Þau eru þó alls ekki örugg. Fólk þarf víst líka súrefni og vatn til þess að lifa af. Það getur komið gat á eina leiðslu og allir kafna, rafmagnslína getur slitnað og allir drepast. Loftsteinn getur jafnvel hrapað af himnum ofan og drepið alla í kúlunni.Mér hefur aðeins einu sinni tekist að byggja upp góða og sjálfbæra nýlendu og leit allt vel út, þar til á fimmtudagskvöldið. Þá lenti loftsteinadrífa á stærstu hvelfingunni minni. Haugur af fólki dó og allt fór til andskotans. Margra klukkustunda vinna virtist fyrir ónýt. Ég fór í fýlu og hætti. Ég fékk hins vegar hugljómun þegar ég var að fara að sofa það kvöld og ætla að reyna aftur í stað þess að byrja upp á nýtt. Þá er þeirri sögu lokið, í bili. Þessi leikur er algjör tímaþjófur og skemmtilegur í þokkabót sem er mikill plús. Ég er hins vegar gæddur þeim galla að auk þess að fara í fýlu og hætta á ég til að byrja upp á nýtt því mér finnst ég hafa klúðrað einhverju eða gert eitthvað asnalega. Þannig kem ég ótrúlega litlu í verk til lengri tíma. Lykilatriðið er að fara sér hægt og skipuleggja sig fram í tímann. Það eru ótal hlutir sem spilarar þurfa að fylgjast með. Það er enga þjálfun að finna á Mars og lítið um upplýsingar. Hins vegar fékk Paradox YouTube-ara til þess að fara yfir helstu atriðin og hjálpa spilurum.Í byrjun fá spilarar peninga frá jörðinni til að koma upp nýlendu á Mars. Nýlendan þarf þó að vera orðin sjálfbær áður en peningarnir klárast. Þar að auki þarf að rannsaka nýja tækni, framleiða ýmislegt og margt fleira. Leikurinn snýst þó ekki eingöngu um það að byggja borgir á Mars heldur einnig að uppgötva leyndardóma og leysa ýmis verkefni. Það er aðeins til að hrista upp í hlutunum og getur verið skemmtilegt. Það sem mér þykir hvað ótrúverðugast við SM er fólkið sem kýs að flytjast til Mars. Þetta eru eintómir drullusokkar og það er nánast ómögulegt að halda þeim ánægðum. Hvar fer til Mars og byrjar strax á því að hafa ekki aðgang að spilavíti eða tölvuleikjum? Að vissu leyti var ég ánægður þegar loftsteinadrífan lenti á hvelfingunni minni, en það er ljótt að segja það. Spilarar þurfa að stunda mikið af svokölluðu „micro-managment“ í leiknum og færa hina ýmsu hluti til og frá af handafli. Það getur verið pirrandi og þá sérstaklega þegar nýlendurnar eru orðnar tvær eða jafnvel þrjár. Það er þó hægt að þróa nýja tækni sem gerir það mun auðveldara. Sömuleiðis er eitthvað glatað við það hve erfitt það er að flytja fólk á milli hvelfinga, jafnvel þó þær standi hlið við hlið. Því er erfitt, sérstaklega í byrjun, að sérhæfa hvelfingarnar. Hafa eina fyrir íbúðarhúsnæði, aðra fyrir landbúnað og svo koll af kolli. Einhvern veginn þurfa spilarar að troða öllu sem þeir geta í hverja hvelfingu. Það eru ýmis svona smáatriði sem stuða mig en á heildina litið hef ég skemmt mér vel. Þó ég hafi farið í fýlu hef ég alltaf snúið aftur til Mars. Ef þið hafið gaman af Tropico og öðrum uppbyggingarleikjum ættuð þið ekki að verða fyrir vonbrigðum með Surviving Mars.Surviving Mars er fáanlegur á PC, Mac, PS4 og Xbox. Ég spilaði á PC.
Leikjadómar Leikjavísir Mars Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira