Stjórinn leggur hann í einelti en liðsfélagi telur hann geta orðið einn sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 08:00 Luke Shaw. Vísir/Getty Framtíð Luke Shaw hjá Manchester United er í mikilli óvissu eftir harða meðferð frá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho sem hefur verið sakaður um að leggja leikmanninn hreinlega í einelti. Liðsfélagi Shaw hjá Manchester United hefur aftur á móti mikla trú á honum. Ashley Young hefur haldið Luke Shaw út úr liðinu stærsta hluta tímabilsins og vann sér sæti í enska landsliðinu á kostnað Shaw fyrir vináttuleikina við Holland og Ítalíu. „Hann er frábær leikmaður,“ sagði Ashley Young um Luke Shaw. Luke Shaw á sjö landsleiki en hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í mars 2017. „Ég vil að Luke gangi vel. Hann verður bara að koma hausnum í lag og vina vinnuna sína,“ sagði Young og það er ekki hægt að lesa annað út um þeim ummælum að fleirum en Mourinho finnist Shaw þurfa að gera meira á æfingunum. Mourinho hefur gagnrýnt sérstaklega hugarfarið hjá Luke Shaw og það að leikmaðurinn virðist ekki vera tilbúinn að leggja nógu mikið á sig á æfingavellinum. Shaw fékk að heyra það eftir síðasta leik, fyrst inn á vellinum, þá þegar hann var tekinn af velli í hálfleik og loks þegar Mourinho gagnrýndi hann eftir leikinn.Manchester United defender Luke Shaw can be "one of the best in the world" Here's why Ashley Young reckons there's a lot more to come from the out of favour left-backhttps://t.co/eOhZfqrP4I#MUFCpic.twitter.com/HA7YDUbW2X — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Luke Shaw kom til Manchester United frá Southampton árið 2014 og er með samning til ársins 2019. Hann gæti þó farið í sumar enda líklegt að Jose Mourinho reyni þá að selja hann. „Mér finnst sjálfum eins og hann geti orðið einn sá besti í heimi,“ sagði Ashley Young. Young er 32 ára og tíu árum eldri en Luke Shaw. Ashley Young talar annars vel um Jose Mourinho. „Stjórinn hefur náð árangri hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ég er viss um að það hefði ekki tekist hjá honum nema af því að hann kann að meðhöndla leikmennina sína,“ sagði Young. „Við vitum sem leikmenn að við þurfum að leggja okkur fram á æfingunum en stjórinn er alveg til í grín og smá léttleika inn á milli. Við fáum báðar hliðarnar á honum og það er besta leiðin fyrir stjóra að fara,“ sagði Young. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Framtíð Luke Shaw hjá Manchester United er í mikilli óvissu eftir harða meðferð frá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho sem hefur verið sakaður um að leggja leikmanninn hreinlega í einelti. Liðsfélagi Shaw hjá Manchester United hefur aftur á móti mikla trú á honum. Ashley Young hefur haldið Luke Shaw út úr liðinu stærsta hluta tímabilsins og vann sér sæti í enska landsliðinu á kostnað Shaw fyrir vináttuleikina við Holland og Ítalíu. „Hann er frábær leikmaður,“ sagði Ashley Young um Luke Shaw. Luke Shaw á sjö landsleiki en hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan í mars 2017. „Ég vil að Luke gangi vel. Hann verður bara að koma hausnum í lag og vina vinnuna sína,“ sagði Young og það er ekki hægt að lesa annað út um þeim ummælum að fleirum en Mourinho finnist Shaw þurfa að gera meira á æfingunum. Mourinho hefur gagnrýnt sérstaklega hugarfarið hjá Luke Shaw og það að leikmaðurinn virðist ekki vera tilbúinn að leggja nógu mikið á sig á æfingavellinum. Shaw fékk að heyra það eftir síðasta leik, fyrst inn á vellinum, þá þegar hann var tekinn af velli í hálfleik og loks þegar Mourinho gagnrýndi hann eftir leikinn.Manchester United defender Luke Shaw can be "one of the best in the world" Here's why Ashley Young reckons there's a lot more to come from the out of favour left-backhttps://t.co/eOhZfqrP4I#MUFCpic.twitter.com/HA7YDUbW2X — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2018 Luke Shaw kom til Manchester United frá Southampton árið 2014 og er með samning til ársins 2019. Hann gæti þó farið í sumar enda líklegt að Jose Mourinho reyni þá að selja hann. „Mér finnst sjálfum eins og hann geti orðið einn sá besti í heimi,“ sagði Ashley Young. Young er 32 ára og tíu árum eldri en Luke Shaw. Ashley Young talar annars vel um Jose Mourinho. „Stjórinn hefur náð árangri hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ég er viss um að það hefði ekki tekist hjá honum nema af því að hann kann að meðhöndla leikmennina sína,“ sagði Young. „Við vitum sem leikmenn að við þurfum að leggja okkur fram á æfingunum en stjórinn er alveg til í grín og smá léttleika inn á milli. Við fáum báðar hliðarnar á honum og það er besta leiðin fyrir stjóra að fara,“ sagði Young.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira