Heitasta flíkin um þessar mundir er leðurkápan. Þetta er flík sem mun endast þér í mörg ár og verður hún bara flottari með árunum. Hvít prjónapeysa og gallabuxur í stíl er síðan gríðarlega skothelt, og er þá dress komið sem hentar fyrir margar árstíðir.
Kate Moss hefur átt margar leðurkápur í gegnum tíðina, og endast þær allar jafn vel. Svartur og brúnn eru auðvitað klassískustu litirnir, en þó eru margar skemmtilegar til í öðrum litum.







