Bubbi og Gylfi takast á um Séra Davíð Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2018 11:03 Meðan Gylfi finnur Séra Davíð flest til foráttu vill Bubbi koma presti til varnar. Kveðskapur Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, sem væntanlegur er á plötu austfirsku pönkhljómsveitarinnar Austurvígstöðvarnar, ætla heldur betur að draga dilk á eftir sér. En, einkum er það kvæðið „Arnþrúður er full“ þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur og Útvarpi Sögu, sem ýfir öldur.Kæra á borði biskupsFyrir liggur að á annan tug kvartana vegna kvæðisins hafa borist Biskupsstofu auk kæru, að sögn Þorvaldar Víðissonar biskupsritara. „Biskup er þessa dagana að uppfylla rannsóknarskyldu sína samkvæmt stjórnsýslulögum, varðandi innkomið erindi er varðar séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju og Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra. Í því ljósi verður síðan metið hvert framhald málsins verður,“ segir Þorvaldur. Víst er að kirkjunni er nokkur vandi á höndum.Frumstæð skrumskæld mynd af Séra DavíðDeilurnar hafa teygt anga sína inn í hið íslenska tónlistarlíf og takast þeir á um séra Davíð þeir Gylfi Ægisson og Bubbi Morthens.Hin frumstæða mynd Gylfa Ægissonar. Séra Satan Satan.Víst er að Gylfi, sem er mikill aðdáandi Útvarps Sögu og þeirra sjónarmiða sem þar hafa verið viðruð, sjónarmiða sem eru einmitt eitur í beinum Séra Davíðs Þórs og snúa að málefnum innflytjenda, er enginn aðdáandi prests nema síður sé. Hann, eða einhver vinur hans, hefur dundað sér við að skrumskæla mynd Vísis af Davíð á fremur frumstæðan hátt. Búið er að teikna tungu snáks í andlit Séra Davíðs, eiga við augu hans og setja á hann vígtennur. Auk þess er búið að skrifa inná myndina: „Séra Satan Satan“. Þessa mynd birtir Gylfi og segir: „Séra Satan í stuði plata á leiðinni“.Bubbi til varnarVinir Gylfi úthúða Séra Davíð með athugasemdum sem vart er hafandi eftir. Og bent á að bloggsíða Séra Davíðs heiti Silfurgeitin, en geitin sé einmitt merki Kölska. Nema, Bubbi Morthens hættir sér inná þennan vígvöll og reynir að verja Davíð með orðunum: „Davíð Þór Jónson er kjarkaður með hjartað á réttum stað og flottur Prestur“. Þessi orð Bubba hitta menn misvel fyrir, eftir því hvar þeir standa í þessari sérkennilegu deilu. Þannig er víst að hvergi nærri er fyrir endann á þessari deilu séð. Hins vegar hefur hún vakið athygli á fyrirhugaðri plötu Austurvígstöðvarinnar, en tekist hefur að safna fyrir upptökukostnaði á Karlolina Fund. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Kveðskapur Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, sem væntanlegur er á plötu austfirsku pönkhljómsveitarinnar Austurvígstöðvarnar, ætla heldur betur að draga dilk á eftir sér. En, einkum er það kvæðið „Arnþrúður er full“ þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur og Útvarpi Sögu, sem ýfir öldur.Kæra á borði biskupsFyrir liggur að á annan tug kvartana vegna kvæðisins hafa borist Biskupsstofu auk kæru, að sögn Þorvaldar Víðissonar biskupsritara. „Biskup er þessa dagana að uppfylla rannsóknarskyldu sína samkvæmt stjórnsýslulögum, varðandi innkomið erindi er varðar séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju og Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra. Í því ljósi verður síðan metið hvert framhald málsins verður,“ segir Þorvaldur. Víst er að kirkjunni er nokkur vandi á höndum.Frumstæð skrumskæld mynd af Séra DavíðDeilurnar hafa teygt anga sína inn í hið íslenska tónlistarlíf og takast þeir á um séra Davíð þeir Gylfi Ægisson og Bubbi Morthens.Hin frumstæða mynd Gylfa Ægissonar. Séra Satan Satan.Víst er að Gylfi, sem er mikill aðdáandi Útvarps Sögu og þeirra sjónarmiða sem þar hafa verið viðruð, sjónarmiða sem eru einmitt eitur í beinum Séra Davíðs Þórs og snúa að málefnum innflytjenda, er enginn aðdáandi prests nema síður sé. Hann, eða einhver vinur hans, hefur dundað sér við að skrumskæla mynd Vísis af Davíð á fremur frumstæðan hátt. Búið er að teikna tungu snáks í andlit Séra Davíðs, eiga við augu hans og setja á hann vígtennur. Auk þess er búið að skrifa inná myndina: „Séra Satan Satan“. Þessa mynd birtir Gylfi og segir: „Séra Satan í stuði plata á leiðinni“.Bubbi til varnarVinir Gylfi úthúða Séra Davíð með athugasemdum sem vart er hafandi eftir. Og bent á að bloggsíða Séra Davíðs heiti Silfurgeitin, en geitin sé einmitt merki Kölska. Nema, Bubbi Morthens hættir sér inná þennan vígvöll og reynir að verja Davíð með orðunum: „Davíð Þór Jónson er kjarkaður með hjartað á réttum stað og flottur Prestur“. Þessi orð Bubba hitta menn misvel fyrir, eftir því hvar þeir standa í þessari sérkennilegu deilu. Þannig er víst að hvergi nærri er fyrir endann á þessari deilu séð. Hins vegar hefur hún vakið athygli á fyrirhugaðri plötu Austurvígstöðvarinnar, en tekist hefur að safna fyrir upptökukostnaði á Karlolina Fund.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09