Rússar vilja fund með Boris Johnson Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. apríl 2018 14:45 Árásin á Skrípal feðginin er rannsökuð sem morðtilraun. Vísir/EPA Rússneska sendiráðið í London hefur óskað eftir fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands, vegna Skrípal rannsóknarinnar. Er nú beðið eftir viðbrögðum við þeirri beiðni, samkvæmt frétt BBC. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er málið rannsakað sem morðtilraun. Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi. „Við teljum að það sé kominn tími á að sendiherrann Alexander Yakovenko fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra.“ Þar kemur einnig fram að sendiherran hafi nú þegar sent skilaboð til Johnson. Bindur sendiráðið miklar vonir við að vel verði tekið í þessa beiðni og að komið verði á fundi sem fyrst. Bretar hafa ekki tjáð sig um beiðnina. Julia Skíipal hefur verið vakandi í rúma viku og í gær var sagt frá því að Sergei Skrípal væri einnig á batavegi eftir að hafa verið í lífshættu í nokkrar vikur. Christine Blanshard, yfirlæknir við spítalann í Salisbury, staðfesti þetta í gær í samtali við fjölmiðla. Skrípal hafði verið rússneskur leyniþjónustumaður sem var hnepptur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Taugaeitursárásin hefur hleypt mikilli spennu í samskipti Breta og vestrænna ríkja annars vegar og Rússa hins vegar. Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina. Vladimir Pútín þvertekur aftur á móti fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Rússar óskuðu eftir því á fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni, að Bretar skyldu rannsaka taugaeitursárásina á Skripal feðginin í Salisbury á dögunum í samstarfi við Rússa. Öryggisráðið hafnaði þeiri kröfu. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41 Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Rússneska sendiráðið í London hefur óskað eftir fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands, vegna Skrípal rannsóknarinnar. Er nú beðið eftir viðbrögðum við þeirri beiðni, samkvæmt frétt BBC. Taugaeitri var beitt gegn feðginunum Sergei og Júlíu Skripal þann 4. mars síðastliðinn og er málið rannsakað sem morðtilraun. Í nýrri yfirlýsingu frá rússneska sendiráðinu segir meðal annars að samskiptin við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins hafi verið algjörlega óviðunandi. „Við teljum að það sé kominn tími á að sendiherrann Alexander Yakovenko fundi með Boris Johnson utanríkisráðherra.“ Þar kemur einnig fram að sendiherran hafi nú þegar sent skilaboð til Johnson. Bindur sendiráðið miklar vonir við að vel verði tekið í þessa beiðni og að komið verði á fundi sem fyrst. Bretar hafa ekki tjáð sig um beiðnina. Julia Skíipal hefur verið vakandi í rúma viku og í gær var sagt frá því að Sergei Skrípal væri einnig á batavegi eftir að hafa verið í lífshættu í nokkrar vikur. Christine Blanshard, yfirlæknir við spítalann í Salisbury, staðfesti þetta í gær í samtali við fjölmiðla. Skrípal hafði verið rússneskur leyniþjónustumaður sem var hnepptur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Taugaeitursárásin hefur hleypt mikilli spennu í samskipti Breta og vestrænna ríkja annars vegar og Rússa hins vegar. Um tuttugu ríki hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að rússnesk yfirvöld standi á bak við árásina. Vladimir Pútín þvertekur aftur á móti fyrir að hafa haft eitthvað með árásina að gera. Rússar óskuðu eftir því á fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni, að Bretar skyldu rannsaka taugaeitursárásina á Skripal feðginin í Salisbury á dögunum í samstarfi við Rússa. Öryggisráðið hafnaði þeiri kröfu.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41 Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41
Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Rússar sigri hrósandi eftir ummæli framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins um eitrið sem Sergei Skrípal var byrlað. Fóru fram á neyðarfund Efnavopnastofnunarinnar. Bretar standa þó enn fast á sínu og bandamennirnir standa við bakið á þeim. 5. apríl 2018 06:00
Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53
Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21