Filippus undir skurðarhnífinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2018 05:48 Filippus fagnar 97 ára afmæli í sumar. Vísir/Getty Filippus prins, hertoginn af Edinborg, og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, mun fara í mjaðmaaðgerð á sjúkrahúsi í Lundúnum síðar í dag. Í tilkynningu frá Buckingham-höll kemur fram að prinsinn hafi verið fluttur á spítala Játvarðs VII í Marylebone, síðdegis í gær, þar sem hann hefur dvalið í aðdraganda aðgerðarinnar. Breskir fjölmiðlar segjast ekkert geta fullyrt nákvæmlega um heilsu Filippusar en hann hætti öllum opinberum erindagjörðum í maí á síðasta ári. Þó er talið að fjarvera hans á páskaathöfn sem fram fór í Windsor um helgina kunni að skýrast af mjaðmavandræðunum.Sjá einnig: Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðumÞá var hann jafnframt fjarverandi við tvær aðrar uppákomur í Windsor kastala, þann 22. mars og svo aftur viku síðar. Hvort mjaðmaheilsa prinsins skýri þetta allt skal þó ósagt látið en Buckingham-höll hefur heitið því að upplýsa almenning þegar konungsfjölskyldan telur það við hæfi. Það skyldi þó engan undra að Filippus vilji vera í toppstandi næstu vikurnar enda dagskrá prinsins nokkuð þétt. Vilhjálmur prins, barnabarn Filippusar, og eiginkona hans Katrín eiga von á sínu þriðja barni í apríl og Harry, sem einnig er barnabarn Filippusar, gengur að eiga Meghan Markle við hátíðlega athöfn í maí. Þá mun Fillipus jafnframt fagna 97 ára afmæli í sumar. Elísabet Bretadrottning virðist þó enn vera við hestaheilsu, 92 ára gömul.Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni. Kóngafólk Tengdar fréttir Elísabet og Filippus fagna platínubrúðkaupi Engin þjóðhöfðingi Bretlands hefur fagnað sjötíu ára brúðkaupsafmæli. 20. nóvember 2017 09:48 Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni Hertoginn af Edinborg mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. 31. júlí 2017 11:51 Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðum Filippus er 95 ára gamall 4. maí 2017 09:08 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Sjá meira
Filippus prins, hertoginn af Edinborg, og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, mun fara í mjaðmaaðgerð á sjúkrahúsi í Lundúnum síðar í dag. Í tilkynningu frá Buckingham-höll kemur fram að prinsinn hafi verið fluttur á spítala Játvarðs VII í Marylebone, síðdegis í gær, þar sem hann hefur dvalið í aðdraganda aðgerðarinnar. Breskir fjölmiðlar segjast ekkert geta fullyrt nákvæmlega um heilsu Filippusar en hann hætti öllum opinberum erindagjörðum í maí á síðasta ári. Þó er talið að fjarvera hans á páskaathöfn sem fram fór í Windsor um helgina kunni að skýrast af mjaðmavandræðunum.Sjá einnig: Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðumÞá var hann jafnframt fjarverandi við tvær aðrar uppákomur í Windsor kastala, þann 22. mars og svo aftur viku síðar. Hvort mjaðmaheilsa prinsins skýri þetta allt skal þó ósagt látið en Buckingham-höll hefur heitið því að upplýsa almenning þegar konungsfjölskyldan telur það við hæfi. Það skyldi þó engan undra að Filippus vilji vera í toppstandi næstu vikurnar enda dagskrá prinsins nokkuð þétt. Vilhjálmur prins, barnabarn Filippusar, og eiginkona hans Katrín eiga von á sínu þriðja barni í apríl og Harry, sem einnig er barnabarn Filippusar, gengur að eiga Meghan Markle við hátíðlega athöfn í maí. Þá mun Fillipus jafnframt fagna 97 ára afmæli í sumar. Elísabet Bretadrottning virðist þó enn vera við hestaheilsu, 92 ára gömul.Filippus heimsótti Ísland árið 1964 og í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skemmtliegt myndband frá heimsókninni.
Kóngafólk Tengdar fréttir Elísabet og Filippus fagna platínubrúðkaupi Engin þjóðhöfðingi Bretlands hefur fagnað sjötíu ára brúðkaupsafmæli. 20. nóvember 2017 09:48 Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni Hertoginn af Edinborg mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. 31. júlí 2017 11:51 Filippus prins hættir öllum opinberum erindagjörðum Filippus er 95 ára gamall 4. maí 2017 09:08 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Sjá meira
Elísabet og Filippus fagna platínubrúðkaupi Engin þjóðhöfðingi Bretlands hefur fagnað sjötíu ára brúðkaupsafmæli. 20. nóvember 2017 09:48
Filippus prins fer loks á eftirlaun í vikunni Hertoginn af Edinborg mun sinna sínum síðustu opinberu erindagjörðum síðar í vikunni. 31. júlí 2017 11:51