Arnór fær mikið hrós: Kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2018 15:00 Arnór Sigurðsson. Twitter/@ifknorrkoping Arnór Sigurðsson átti flotta innkomu hjá IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og eftir leikinn fékk íslenski unglingalandsliðsmaðurinn mikið hrós frá liðsfélaga sínum. IFK Norrköping vann þarna 2-1 sigur á Brommapojkarna í fyrstu umferð tímabilsins en okkar maður átti mikinn þátt í því að lið hans náði að landa sigrinum. Arnór kom inná sem varamaður á 75. mínútu leiksins en þá var staðan 1-1 eftir að gamli Stjörnumaðurinn Martin Rauschenberg hafði jafnað metin á 57. mínútu leiksins. Það tók Arnór aðeins þrjár mínútur að gera út um leikinn en hann fiskaði þá vítaspyrnu sem Kalle Holmberg skoraði úr sigurmarkið. „Hann er kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með,“ sagði miðjumaðurinn Simon Thern sem er 25 ára og hefur spilað með Malmö FF, Heerenveen og AIK á síðustu árum.Thern hyllar Sigurdsson: ”Kanske den största talangen jag spelat med” https://t.co/4CLBwL6n9i — SportExpressen (@SportExpressen) April 2, 2018 „Ég hef sagt þetta áður og ég hef líka spilað með mörgum góðum leikmönnum. Ef ég á að líkja honum við einhvern þá myndi ég líkja honum við Sam Larsson,“ sagði Simon Thern og hann leyndi ekki hrifningu sinni á Arnóri. Sam Larsson er 24 ára sænskur vængmaður sem spilar í dag með Feyenoord í Hollandi. Thern hélt áfram að hrósa Arnóri en Arnór er fæddur árið 1999 og hefur þegar unnið sér sæti í íslenska 21 árs landsliðinu. „Það er rosalega erfitt að ná af honum boltanum og hann er kraftmikill. Arnór hefur frábært auga fyrir leiknum og góða tilfinningu fyrir boltanum. Ég er algjörlega sannfærður um að hann verði aðalmaðurinn í IFK Norrköping í næstu framtíð,“ sagði Thern. „Ég vissi ekkert hver þessi strákur var þegar ég kom. Hann spilar fótbolta með hausnum og veit alveg hvað hann ætlar að gera næst,“ sagði Simon Thern. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Arnór Sigurðsson átti flotta innkomu hjá IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og eftir leikinn fékk íslenski unglingalandsliðsmaðurinn mikið hrós frá liðsfélaga sínum. IFK Norrköping vann þarna 2-1 sigur á Brommapojkarna í fyrstu umferð tímabilsins en okkar maður átti mikinn þátt í því að lið hans náði að landa sigrinum. Arnór kom inná sem varamaður á 75. mínútu leiksins en þá var staðan 1-1 eftir að gamli Stjörnumaðurinn Martin Rauschenberg hafði jafnað metin á 57. mínútu leiksins. Það tók Arnór aðeins þrjár mínútur að gera út um leikinn en hann fiskaði þá vítaspyrnu sem Kalle Holmberg skoraði úr sigurmarkið. „Hann er kannski hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með,“ sagði miðjumaðurinn Simon Thern sem er 25 ára og hefur spilað með Malmö FF, Heerenveen og AIK á síðustu árum.Thern hyllar Sigurdsson: ”Kanske den största talangen jag spelat med” https://t.co/4CLBwL6n9i — SportExpressen (@SportExpressen) April 2, 2018 „Ég hef sagt þetta áður og ég hef líka spilað með mörgum góðum leikmönnum. Ef ég á að líkja honum við einhvern þá myndi ég líkja honum við Sam Larsson,“ sagði Simon Thern og hann leyndi ekki hrifningu sinni á Arnóri. Sam Larsson er 24 ára sænskur vængmaður sem spilar í dag með Feyenoord í Hollandi. Thern hélt áfram að hrósa Arnóri en Arnór er fæddur árið 1999 og hefur þegar unnið sér sæti í íslenska 21 árs landsliðinu. „Það er rosalega erfitt að ná af honum boltanum og hann er kraftmikill. Arnór hefur frábært auga fyrir leiknum og góða tilfinningu fyrir boltanum. Ég er algjörlega sannfærður um að hann verði aðalmaðurinn í IFK Norrköping í næstu framtíð,“ sagði Thern. „Ég vissi ekkert hver þessi strákur var þegar ég kom. Hann spilar fótbolta með hausnum og veit alveg hvað hann ætlar að gera næst,“ sagði Simon Thern.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira