Léttum byrðarnar hjá þeim eldri Eyþór Arnalds skrifar 18. apríl 2018 07:00 Sífellt fleiri ná því að komast á lífeyrisaldur. Eldri borgurum fjölgar. Margir hafa enn þá getu og vilja til að vinna, en fá á sig ýmsar tekjuskerðingar á móti. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt enda samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum að afnema beri slíkar skerðingar. Álögur á íbúa í Reykjavík hafa hækkað mikið á síðustu fjórum árum. Fasteignagjöld og gjaldskrár hafa hækkað um tugi prósenta. Við sem skipum framboðslista Sjálfstæðisflokksins viljum létta byrðar þeirra sem eldri eru og stuðla að því að þeir fái lifað sjálfstæðu lífi með reisn. Reykjavík getur lagt sitt af mörkum. Eitt af því sem við höfum lofað að beita okkur fyrir er að þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfi ekki lengur að greiða fasteignaskatt af lögheimili sínu. Slík niðurfelling hefur verið háð þröngum tekjumörkum og hefur þannig verið einn af þeim jaðarsköttum sem bitna illa á þeim sem komnir eru á efri ár. Það er skynsamlegt að draga úr refsisköttum og skerðingum. Borgin hefur misst tökin á húsnæðismálunum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Leiguverð og kaupverð hafa snarhækkað á síðustu fjórum árum með tilheyrandi hækkunum á gjöldum. Borgin hefur staðið í málaferlum við öryrkja og neitað að borga lögbundnar húsaleigubætur. Fulltrúar núverandi meirihluta hafa fellt tillögur okkar um lækkun fasteignaskatts í 0,16%. Þeir hafa gagnrýnt hugmyndir um að fella niður fasteignaskatt á eldri borgara og staðið gegn umræðu um lausnir í því efni. Í staðinn fyrir þessa neikvæðu stefnu á Reykjavík að vera leiðandi og stuðla að heilbrigðri þátttöku eldri borgara í starfi og leik. Styðja þá sem geta og vilja búa heima hjá sér og bæta jafnframt heimaþjónustuna. Höfuðborgin hefur upp á margt að bjóða í menningu og sem ferðamannaborg. Okkar skylda er að gera vel við íbúana. Ekki síst þau sem byggðu upp samfélagið sem við búum í og eru nú komin á efri ár. Léttum byrðar þeirra sem ruddu brautina og lækkum gjöldin á íbúana.Höfundur skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri ná því að komast á lífeyrisaldur. Eldri borgurum fjölgar. Margir hafa enn þá getu og vilja til að vinna, en fá á sig ýmsar tekjuskerðingar á móti. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt enda samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum að afnema beri slíkar skerðingar. Álögur á íbúa í Reykjavík hafa hækkað mikið á síðustu fjórum árum. Fasteignagjöld og gjaldskrár hafa hækkað um tugi prósenta. Við sem skipum framboðslista Sjálfstæðisflokksins viljum létta byrðar þeirra sem eldri eru og stuðla að því að þeir fái lifað sjálfstæðu lífi með reisn. Reykjavík getur lagt sitt af mörkum. Eitt af því sem við höfum lofað að beita okkur fyrir er að þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfi ekki lengur að greiða fasteignaskatt af lögheimili sínu. Slík niðurfelling hefur verið háð þröngum tekjumörkum og hefur þannig verið einn af þeim jaðarsköttum sem bitna illa á þeim sem komnir eru á efri ár. Það er skynsamlegt að draga úr refsisköttum og skerðingum. Borgin hefur misst tökin á húsnæðismálunum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Leiguverð og kaupverð hafa snarhækkað á síðustu fjórum árum með tilheyrandi hækkunum á gjöldum. Borgin hefur staðið í málaferlum við öryrkja og neitað að borga lögbundnar húsaleigubætur. Fulltrúar núverandi meirihluta hafa fellt tillögur okkar um lækkun fasteignaskatts í 0,16%. Þeir hafa gagnrýnt hugmyndir um að fella niður fasteignaskatt á eldri borgara og staðið gegn umræðu um lausnir í því efni. Í staðinn fyrir þessa neikvæðu stefnu á Reykjavík að vera leiðandi og stuðla að heilbrigðri þátttöku eldri borgara í starfi og leik. Styðja þá sem geta og vilja búa heima hjá sér og bæta jafnframt heimaþjónustuna. Höfuðborgin hefur upp á margt að bjóða í menningu og sem ferðamannaborg. Okkar skylda er að gera vel við íbúana. Ekki síst þau sem byggðu upp samfélagið sem við búum í og eru nú komin á efri ár. Léttum byrðar þeirra sem ruddu brautina og lækkum gjöldin á íbúana.Höfundur skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar