MAST stöðvar hvolpaframleiðslu Dalsmynnisræktunar - með réttu Árni Stefán Árnason skrifar 17. apríl 2018 15:20 Samkvæmt frétt á vef MAST hefur stofnunin stöðvað endanlega hvolpaframleiðslu á Dalsmynni. Ég fagna því. Í upphafi fréttarinnar segir: „Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra“. Í kjölfarið útskýrir MAST nánar röksemdir sínar, sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Tengil á frétt MAST má finna neðst í þessari skoðun. Ég gagnrýndi þessa hvolpaframleiðslu fyrir nokkrum misserum talsvert opinberlega. Því undi hvolpaframleiðandinn fyrrverandi á Dalsmynni, Ásta SIgurðardóttir ei og krafðist í dómsmáli ómerkingar 9 ummæla minna (hér f neðan) sem endaði með dómi Hæstaréttar Íslands. Niðurstaða Hæstaréttar var kærð til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hvar málsmeðferðin og dómurinn er til meðferðar. Ég uni því ekki að þau tvö ummæli. sem dæmd voru dauð og ómerk séu það, nema MDE komist að annari niðurstöðu. En hið mikilvæga er þetta. Af 9 ummælum, sem krafist var ómerkingar á voru 7 látin standa af æðsta dómstól landsins og eiga því við um hvolpaframleiðsluna sem nú hefur verið lokað. Miskabótakrafa var dæmd, þó Ásta hafi aldrei geta sýnt fram á neitt tjón. Þvert á móti fullyrti hún að allt neikvætt umtal um hvolpaframleiðsluna rifi upp sölu hjá henni. Ummælin eru þessi og hin feitletruðu þau, sem standa þ.e. eru ekki dæmd dauð og ómerk af Hæstarétti Íslands, hann gerir engar athugasemdir við þau og því áttu þau við um starfsemi Dalsmynnis á þeim tíma þegar dómur féll 17. desember 2015. Nú tveimur og hálfu ári síðar, útrýmir MAST Dalsmynnisvandamálinu. a) „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ b) „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ c) Svofelld ummæli er birtust í fyrirsögn greinar á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Dýraníð að Dalsmynni“ d) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar (sic) allt að tveggja ára fangelsi.“ e) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ f) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ g) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ h) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Tengill á frétt MAST Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt frétt á vef MAST hefur stofnunin stöðvað endanlega hvolpaframleiðslu á Dalsmynni. Ég fagna því. Í upphafi fréttarinnar segir: „Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra“. Í kjölfarið útskýrir MAST nánar röksemdir sínar, sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Tengil á frétt MAST má finna neðst í þessari skoðun. Ég gagnrýndi þessa hvolpaframleiðslu fyrir nokkrum misserum talsvert opinberlega. Því undi hvolpaframleiðandinn fyrrverandi á Dalsmynni, Ásta SIgurðardóttir ei og krafðist í dómsmáli ómerkingar 9 ummæla minna (hér f neðan) sem endaði með dómi Hæstaréttar Íslands. Niðurstaða Hæstaréttar var kærð til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hvar málsmeðferðin og dómurinn er til meðferðar. Ég uni því ekki að þau tvö ummæli. sem dæmd voru dauð og ómerk séu það, nema MDE komist að annari niðurstöðu. En hið mikilvæga er þetta. Af 9 ummælum, sem krafist var ómerkingar á voru 7 látin standa af æðsta dómstól landsins og eiga því við um hvolpaframleiðsluna sem nú hefur verið lokað. Miskabótakrafa var dæmd, þó Ásta hafi aldrei geta sýnt fram á neitt tjón. Þvert á móti fullyrti hún að allt neikvætt umtal um hvolpaframleiðsluna rifi upp sölu hjá henni. Ummælin eru þessi og hin feitletruðu þau, sem standa þ.e. eru ekki dæmd dauð og ómerk af Hæstarétti Íslands, hann gerir engar athugasemdir við þau og því áttu þau við um starfsemi Dalsmynnis á þeim tíma þegar dómur féll 17. desember 2015. Nú tveimur og hálfu ári síðar, útrýmir MAST Dalsmynnisvandamálinu. a) „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ b) „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ c) Svofelld ummæli er birtust í fyrirsögn greinar á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Dýraníð að Dalsmynni“ d) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar (sic) allt að tveggja ára fangelsi.“ e) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ f) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ g) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ h) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Tengill á frétt MAST
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar