Talsverðar skemmdir urðu þó á glugganum og rammanum í kring en lítilsháttar skemmdir urðu einnig á húsgögnum.
Ökumaður bílsins hafði ruglast á bremsu og bensíngjöf með fyrrgreindum afleiðingum.
Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrárstjóri FM957, var staddur inni á staðnum þegar atvikið átti sér stað og líkir hljóðinu sem hann heyrði við sprengingu. Rikki G. sagði söguna í Brennslunni á FM957 í morgun.
„Ég er að fara út með með pizzuna þegar ég sé bara Nissan Micra koma inn í gegnum staðinn. Ég er ekki að djóka, ég hélt fyrst að sprengju hefði verið kastað inn á staðinn,“ segir Ríkharð um þessa lífsreynslu.
„Bíllinn kemur bara inn á milljón, hann var alveg í botni. Þegar bíllinn var kominn inn var hann fastur, en maður heyrði enn að bensíngjöfin væri í botni hjá ökumanninum. Í bílstjórasætinu var eldri kona sem eðlilega er í sjokki. Hún ætlaði væntanlega að bremsa en botnar bensíngjöfina. Hún greinilega frýs og er ennþá með bensíngjöfina í botni.“
Hér að neðan má hlusta á lýsingu Rikka G.