Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 12:45 Comey hefur meðal annars borið um að Trump hafi beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans, falla niður í fyrra. Vísir/AFP Hörð gagnrýni James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, á Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist ekki leggjast vel í þann síðarnefnd. Trump kallar Comey „óþokka“, lekara og lygara í heiftúðlegum tístum nú í morgun. Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta kafla úr nýrri bók frá Comey sem er væntanleg á þriðjudag. Þar segir Comey að forsetinn sé „ósiðlegur“ og „óbundinn sannleikanum“. Trump rak Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu í maí í fyrra. Repúblikanar hafa þegar dregið upp áætlun til að mæta Comey í fjölmiðlum, meðal annars með því að brennimerkja hann sem lygara. Leiða má líkum að því að fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið kveikjan að tveimur tístum Trump um Comey í morgun sem eru sérstaklega harðorð, jafnvel á hans mælikvarða. „James Comey er staðfestur LEKARI og LYGARI. Svo gott sem allir í Washington töldu að hann ætti að vera rekinn fyrir ömurlegt starf þangað til hann var í reynd rekinn. Hann lak TRÚNAÐAR upplýsingum sem ætti að vera sóttur til saka fyrir. Hann laug eiðsvarinn að þinginu,“ básúnaði Trump í fyrra tístinu. Hann fylgdi því eftir skömmu síðar og lét gaminn áfram geisa um Comey. „Hann var veikur og ósannsögull óþokki [e. slime ball] sem var eins og tíminn hefur leitt í ljós hræðilegur forstjóri FBI,“ tísti Trump og sagði að meðhöndlun Comey á rannsókninni á Hillary Clinton, sem Trump kallar sem fyrr „spillta“, hafi verið eitt mesta klúður sögunnar. „Það var mér mikill heiður að reka James Comey!“ segir Trump.Skjáskot/TwitterEkkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Comey hafi gerst sekur um að leka trúnaðarupplýsingum sem honum var treyst fyrir í starfi eins og Trump staðhæfir. Hins vegar sagði Comey sjálfur þegar hann sat fyrir svörum hjá þingnefnd að hann hafi leyft vini sínum að segja fjölmiðlum frá efni samtala hans við Trump í fyrra. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur farið með fleipur í tengslum við samskipti sín við Comey. Í fyrra gaf forsetinn sterklega í skyn að til væru upptökur af samtölum þeirra í Hvíta húsinu og því ætti Comey að gæta orða sinna. Einhverju síðar neyddist Trump þó til að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til. Donald Trump Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Hörð gagnrýni James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, á Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist ekki leggjast vel í þann síðarnefnd. Trump kallar Comey „óþokka“, lekara og lygara í heiftúðlegum tístum nú í morgun. Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta kafla úr nýrri bók frá Comey sem er væntanleg á þriðjudag. Þar segir Comey að forsetinn sé „ósiðlegur“ og „óbundinn sannleikanum“. Trump rak Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu í maí í fyrra. Repúblikanar hafa þegar dregið upp áætlun til að mæta Comey í fjölmiðlum, meðal annars með því að brennimerkja hann sem lygara. Leiða má líkum að því að fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið kveikjan að tveimur tístum Trump um Comey í morgun sem eru sérstaklega harðorð, jafnvel á hans mælikvarða. „James Comey er staðfestur LEKARI og LYGARI. Svo gott sem allir í Washington töldu að hann ætti að vera rekinn fyrir ömurlegt starf þangað til hann var í reynd rekinn. Hann lak TRÚNAÐAR upplýsingum sem ætti að vera sóttur til saka fyrir. Hann laug eiðsvarinn að þinginu,“ básúnaði Trump í fyrra tístinu. Hann fylgdi því eftir skömmu síðar og lét gaminn áfram geisa um Comey. „Hann var veikur og ósannsögull óþokki [e. slime ball] sem var eins og tíminn hefur leitt í ljós hræðilegur forstjóri FBI,“ tísti Trump og sagði að meðhöndlun Comey á rannsókninni á Hillary Clinton, sem Trump kallar sem fyrr „spillta“, hafi verið eitt mesta klúður sögunnar. „Það var mér mikill heiður að reka James Comey!“ segir Trump.Skjáskot/TwitterEkkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Comey hafi gerst sekur um að leka trúnaðarupplýsingum sem honum var treyst fyrir í starfi eins og Trump staðhæfir. Hins vegar sagði Comey sjálfur þegar hann sat fyrir svörum hjá þingnefnd að hann hafi leyft vini sínum að segja fjölmiðlum frá efni samtala hans við Trump í fyrra. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur farið með fleipur í tengslum við samskipti sín við Comey. Í fyrra gaf forsetinn sterklega í skyn að til væru upptökur af samtölum þeirra í Hvíta húsinu og því ætti Comey að gæta orða sinna. Einhverju síðar neyddist Trump þó til að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til.
Donald Trump Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35