Óla Þórðar er alveg hjartanlega sama hvað fólki finnst Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2018 12:57 Óli fylgist ekki með á samfélagsmiðlum og honum er í raun alveg sama hvað fólki finnst, hann er ekki í neinni vinsældakeppni. visir/vilhelm „Það veitir ekkert af því að hrista aðeins uppí þessu. Það er bara svoleiðis,“ segir Ólafur Þórðarson, hinn knái Skagamaður; þjálfari og vörubílsstjóri í samtali við Vísi. Ummæli Óla Þórðar, sem hann lét falla í viðtali í hlaðvarpsþætti sem finna má á fótbolti.net, hafa valdið verulegu uppnámi meðal þeirra sem vilja koma böndum á íslenskuna með það fyrir augum að ef möguleiki er á því að einhver orð móðgi hugsanlega einhvern, þá séu þau gerð útlæg úr tungumálinu.Svívirðingum hellt yfir Óla í nafni umburðarlyndis Og, þannig voru orð Óla vaxin: „Það er verið að kellingavæða allt saman. Það má ekki segja neitt. Femínisminn er orðinn allsráðandi. Ég hef ekkert á móti femínistum en karlmenn eru bara karlmenn. Út á vellinum eru þetta bara dýrin í skóginum,“ sagði Óli í viðtalinu. Ekki var að sökum að spyrja, allt fór á hvolf á samfélagsmiðlunum og tók Vísir saman nokkur dæmi um slíkt, þar sem Óla eru ekki vandaðar kveðjurnar, allt í nafni umburðalyndis. Óli er kallaður hellisbúi og vitleysingur sem þurfi að leita sér aðstoðar. Svo dæmi sé tekið af fullkomnu handahófi, og þá af þeim sem eru tiltölulega hófstillt, þá segir tónlistarmaðurinn Hannes Friðbjarnarson: „Finnst eins og Óli Þórðar þurfi að stíga inn í nútímann. Skreppa svo til sálfræðings og losa um alla þessa reiði.“Er ekki í neinni vinsældakeppni En, Óli segist ekkert fylgjast með samfélagsmiðlum og hefur sannast sagna sáralitlar áhyggjur af því hvað menn hjala þar. „Nei. En, þeir sem ég hef hitt hafa verið ánægðir með þetta,“ segir Óli og er þá að tala um hin umdeildu ummæli. Og segir að þeir deili áhyggjum sínum sem snúa að því að menn þori orðið ekki að segja neitt, því þá verð allt vitlaust. „Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð. En, ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því hvaða viðbrögð ég fæ.Ég er ekki í neinni vinsældakeppni. Ég segi bara mína meiningu.“Þú sem sagt óttast ekki viðbrögðin? „Nei,“ segir Óli og það leynir sér hvergi að alvara fylgir þeim orðum. Slík er áherslan. Blaðamaður nánast heyrir Óla hrista höfuðið í gegnum símann, hvar hann stóð úti í rokinu og var að vinna. Það hnussar í honum.Þrúgandi ótti ríkjandi í samfélaginu „Menn eru hættir að þora að segja sína meiningu. Það er svolítið mikið þannig, almennt í þjóðfélaginu,“ segir Óli og telur þjóðfélagið beinlínis undirlagt í þessum ótta. Og þar í liggi meinsemdin.En, af hverju eru menn svona hræddir? „Ég veit það ekki. Hræddir að verða dæmdir af samfélaginu. Það hlýtur að vera eitthvað svoleiðis.“Og dæmdir þá ómaklega? Þeim gerðar upp skoðanir og meiningar? „Já, það getur verið. En, það hlýtur að fara eftir því hvað menn segja.“Nennir ekki að fjalla um fótbolta Óli er að keyra vörubíl og djöflast. Hann segir ekkert fyrirliggjandi, ekkert í pípunum með frekari þjálfun sem hann hefur þó alveg áhuga á að halda áfram með. Síðast þjálfaði hann Víkinga og þar áður Fylki. Með góðum árangri. Samkvæmt heimildum Vísis var hann dýrkaður í Árbænum.En, svo skoðanaríkur og afdráttarlaus einstaklingur hlýtur að vera eftirsóttur í það þá að fjalla um fótbolta? „Ég hef ekki viljað það. Þeir þarna á Stöð 2, Pepsímörkunum, hafa legið í mér frá því ég hætti að þjálfa. En, ég hef ekki haft neinn áhuga á því. Ég nenni ekki að sitja þarna í einhverju kjaftæði og hrauna yfir þessa stráka sem eru að spila fótbolta, ég nenni því ekki. Það er ekki sá vettvangur sem ég hef áhuga á að starfa á í fótbolta. Annað hvort er maður á vellinum eða sleppir því.“ Máni Pétursson og Frosti Logason fjölluðu í morgun um þessi læti á samfélagsmiðlum í tengslum við téð ummæli, sem hlusta má á hér neðar. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Óli Þórðar setti allt á hliðina: „Óverdósað af rítalíni og fengið heiftarlega túrverki“ Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson vakti heldur betur mikla athygli í íslensku samfélagi í gær. 11. apríl 2018 11:15 Óli Þórðar: Það er verið að kellingavæða allt saman Ólafur Þórðarson, knattspyrnugoðsögn með meiru, er ekki par hrifinn af þeim breytingum sem orðið hafa á knattspyrnusamfélaginu á síðustu árum. 10. apríl 2018 14:51 Óli Þórðar: Sé lítinn mun á fótboltanum hjá landsliðinu í dag og þegar ég spilaði Knattspyrnugoðsögnin Ólafur Þórðarson gefur lítið fyrir það tal um að íslenska landsliðið spili miklu betri fótbolta í dag en þegar hann var í landsliðinu á sínum tíma. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
„Það veitir ekkert af því að hrista aðeins uppí þessu. Það er bara svoleiðis,“ segir Ólafur Þórðarson, hinn knái Skagamaður; þjálfari og vörubílsstjóri í samtali við Vísi. Ummæli Óla Þórðar, sem hann lét falla í viðtali í hlaðvarpsþætti sem finna má á fótbolti.net, hafa valdið verulegu uppnámi meðal þeirra sem vilja koma böndum á íslenskuna með það fyrir augum að ef möguleiki er á því að einhver orð móðgi hugsanlega einhvern, þá séu þau gerð útlæg úr tungumálinu.Svívirðingum hellt yfir Óla í nafni umburðarlyndis Og, þannig voru orð Óla vaxin: „Það er verið að kellingavæða allt saman. Það má ekki segja neitt. Femínisminn er orðinn allsráðandi. Ég hef ekkert á móti femínistum en karlmenn eru bara karlmenn. Út á vellinum eru þetta bara dýrin í skóginum,“ sagði Óli í viðtalinu. Ekki var að sökum að spyrja, allt fór á hvolf á samfélagsmiðlunum og tók Vísir saman nokkur dæmi um slíkt, þar sem Óla eru ekki vandaðar kveðjurnar, allt í nafni umburðalyndis. Óli er kallaður hellisbúi og vitleysingur sem þurfi að leita sér aðstoðar. Svo dæmi sé tekið af fullkomnu handahófi, og þá af þeim sem eru tiltölulega hófstillt, þá segir tónlistarmaðurinn Hannes Friðbjarnarson: „Finnst eins og Óli Þórðar þurfi að stíga inn í nútímann. Skreppa svo til sálfræðings og losa um alla þessa reiði.“Er ekki í neinni vinsældakeppni En, Óli segist ekkert fylgjast með samfélagsmiðlum og hefur sannast sagna sáralitlar áhyggjur af því hvað menn hjala þar. „Nei. En, þeir sem ég hef hitt hafa verið ánægðir með þetta,“ segir Óli og er þá að tala um hin umdeildu ummæli. Og segir að þeir deili áhyggjum sínum sem snúa að því að menn þori orðið ekki að segja neitt, því þá verð allt vitlaust. „Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð. En, ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því hvaða viðbrögð ég fæ.Ég er ekki í neinni vinsældakeppni. Ég segi bara mína meiningu.“Þú sem sagt óttast ekki viðbrögðin? „Nei,“ segir Óli og það leynir sér hvergi að alvara fylgir þeim orðum. Slík er áherslan. Blaðamaður nánast heyrir Óla hrista höfuðið í gegnum símann, hvar hann stóð úti í rokinu og var að vinna. Það hnussar í honum.Þrúgandi ótti ríkjandi í samfélaginu „Menn eru hættir að þora að segja sína meiningu. Það er svolítið mikið þannig, almennt í þjóðfélaginu,“ segir Óli og telur þjóðfélagið beinlínis undirlagt í þessum ótta. Og þar í liggi meinsemdin.En, af hverju eru menn svona hræddir? „Ég veit það ekki. Hræddir að verða dæmdir af samfélaginu. Það hlýtur að vera eitthvað svoleiðis.“Og dæmdir þá ómaklega? Þeim gerðar upp skoðanir og meiningar? „Já, það getur verið. En, það hlýtur að fara eftir því hvað menn segja.“Nennir ekki að fjalla um fótbolta Óli er að keyra vörubíl og djöflast. Hann segir ekkert fyrirliggjandi, ekkert í pípunum með frekari þjálfun sem hann hefur þó alveg áhuga á að halda áfram með. Síðast þjálfaði hann Víkinga og þar áður Fylki. Með góðum árangri. Samkvæmt heimildum Vísis var hann dýrkaður í Árbænum.En, svo skoðanaríkur og afdráttarlaus einstaklingur hlýtur að vera eftirsóttur í það þá að fjalla um fótbolta? „Ég hef ekki viljað það. Þeir þarna á Stöð 2, Pepsímörkunum, hafa legið í mér frá því ég hætti að þjálfa. En, ég hef ekki haft neinn áhuga á því. Ég nenni ekki að sitja þarna í einhverju kjaftæði og hrauna yfir þessa stráka sem eru að spila fótbolta, ég nenni því ekki. Það er ekki sá vettvangur sem ég hef áhuga á að starfa á í fótbolta. Annað hvort er maður á vellinum eða sleppir því.“ Máni Pétursson og Frosti Logason fjölluðu í morgun um þessi læti á samfélagsmiðlum í tengslum við téð ummæli, sem hlusta má á hér neðar.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Óli Þórðar setti allt á hliðina: „Óverdósað af rítalíni og fengið heiftarlega túrverki“ Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson vakti heldur betur mikla athygli í íslensku samfélagi í gær. 11. apríl 2018 11:15 Óli Þórðar: Það er verið að kellingavæða allt saman Ólafur Þórðarson, knattspyrnugoðsögn með meiru, er ekki par hrifinn af þeim breytingum sem orðið hafa á knattspyrnusamfélaginu á síðustu árum. 10. apríl 2018 14:51 Óli Þórðar: Sé lítinn mun á fótboltanum hjá landsliðinu í dag og þegar ég spilaði Knattspyrnugoðsögnin Ólafur Þórðarson gefur lítið fyrir það tal um að íslenska landsliðið spili miklu betri fótbolta í dag en þegar hann var í landsliðinu á sínum tíma. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Óli Þórðar setti allt á hliðina: „Óverdósað af rítalíni og fengið heiftarlega túrverki“ Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson vakti heldur betur mikla athygli í íslensku samfélagi í gær. 11. apríl 2018 11:15
Óli Þórðar: Það er verið að kellingavæða allt saman Ólafur Þórðarson, knattspyrnugoðsögn með meiru, er ekki par hrifinn af þeim breytingum sem orðið hafa á knattspyrnusamfélaginu á síðustu árum. 10. apríl 2018 14:51
Óli Þórðar: Sé lítinn mun á fótboltanum hjá landsliðinu í dag og þegar ég spilaði Knattspyrnugoðsögnin Ólafur Þórðarson gefur lítið fyrir það tal um að íslenska landsliðið spili miklu betri fótbolta í dag en þegar hann var í landsliðinu á sínum tíma. 10. apríl 2018 13:00