Rannsóknarnefnd segir vafasamt að upphefja ofhleðslu báta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2018 06:00 Þa ðer ekki að sjá að þessir bátar á Húsavík sé ofhlaðnir. Vísir/getty Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðist vera allt of algeng. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hvetur fjölmiðla, samfélagsmiðla og aðra til að hætta því að upphefja slíka háttsemi sem hetjudáð eða afrek. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar í kjölfar athugunar á atviki sem varðar bátinn Vin SH34. Í febrúar 2016 landaði báturinn, sem hafði verið á línu, í Grundarfirði átta tonnum af afla og var „birt opinber frétt um það sem ákveðið afrek“. Á fundi nefndarinnar fyrir tveimur árum var rætt um ofhleðslu báta og tekin ákvörðun um að taka málið til skoðunar þar sem stöðugleikagögn um bátinn bentu til að um mjög varhugaverða ofhleðslu hefði verið að ræða. Samkvæmt tölum um löndun fyrir bátinn þennan dag reyndust átta tonn af afla vera um borð, sex tonn í lest bátsins og tvö tonn á þilfari hans. Umframþungi reyndist vera tæp fjögur tonn miðað við skráningu. Báturinn hafði hins vegar verið lengdur árið 2010 án þess að Siglingastofnun hefði krafist nýrra stöðugleikaútreikninga. Ný hallaprófun leiddi í ljós að yfirhleðsla í þetta skipti var 5.490 kíló. „RNSA telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð sem „sjóatvik“ eins og þau eru skilgreind í lögum […] Háttsemin stofnaði í hættu öryggi skipsins og áhafnar,“ segir í skýrslunni. „Nefndin hvetur skipstjórnendur til að kynna sér burðargetu og stöðugleika báta sinna, virða það og tryggja öryggi skipa og áhafnar sinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Grundarfjörður Sjávarútvegur Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðist vera allt of algeng. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hvetur fjölmiðla, samfélagsmiðla og aðra til að hætta því að upphefja slíka háttsemi sem hetjudáð eða afrek. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar í kjölfar athugunar á atviki sem varðar bátinn Vin SH34. Í febrúar 2016 landaði báturinn, sem hafði verið á línu, í Grundarfirði átta tonnum af afla og var „birt opinber frétt um það sem ákveðið afrek“. Á fundi nefndarinnar fyrir tveimur árum var rætt um ofhleðslu báta og tekin ákvörðun um að taka málið til skoðunar þar sem stöðugleikagögn um bátinn bentu til að um mjög varhugaverða ofhleðslu hefði verið að ræða. Samkvæmt tölum um löndun fyrir bátinn þennan dag reyndust átta tonn af afla vera um borð, sex tonn í lest bátsins og tvö tonn á þilfari hans. Umframþungi reyndist vera tæp fjögur tonn miðað við skráningu. Báturinn hafði hins vegar verið lengdur árið 2010 án þess að Siglingastofnun hefði krafist nýrra stöðugleikaútreikninga. Ný hallaprófun leiddi í ljós að yfirhleðsla í þetta skipti var 5.490 kíló. „RNSA telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð sem „sjóatvik“ eins og þau eru skilgreind í lögum […] Háttsemin stofnaði í hættu öryggi skipsins og áhafnar,“ segir í skýrslunni. „Nefndin hvetur skipstjórnendur til að kynna sér burðargetu og stöðugleika báta sinna, virða það og tryggja öryggi skipa og áhafnar sinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Grundarfjörður Sjávarútvegur Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira