Snjallborgin Reykjavík Dagur B. Eggertsson skrifar 3. maí 2018 07:00 Í dag stendur Reykjavíkurborg fyrir ráðstefnu um snjallborgina Reykjavík í Hörpu. Á undanförnum árum höfum við lagt mikla áherslu á að nýta tækni í þjónustu við íbúa borgarinnar. Við fengum framsæknar tillögur úr starfshópi um snjallborgina Reykjavík, höfum starfað mikið með Cisco um að Reykjavík verði tilraunasvæði snjallborgar, Vodafone er samstarfsaðili okkar um snjallvæðingu Klambratúns og við höfum gert samninga við fyrirtæki í velferðarmálum sem mun bæta þjónustu við eldri borgara með nýrri velferðartækni. Allt er þetta hluti af snjallborginni Reykjavík sem er nokkurs konar samheiti yfir nýjar hugmyndir á viðfangsefni í borgarrekstri.Aukin lífsgæði, betri þjónusta og tæknibreytingar Reykjavík starfar í nýstárlegu landslagi sífellt örari tækniframfara og samfélagsbreytinga sem umbylta viðteknum venjum og gömlum gildum. Þar er mikilvægt að muna að Reykjavík er líka staðsett í samkeppnisumhverfi norrænna og evrópskra borga sem keppast um að laða til sín fólk. Nýleg úttekt Norrænu ráðherranefndarinnar leiddi í ljós að Reykjavík er að hækka verulega í samkeppnishæfni og lífsgæðum samanborið við helstu svæði á Norðurlöndum. Ljósleiðaravæðingin Það sem gerir Reykjavík að einstökum stað til snjallborgarvæðingar er að nú þegar höfum við ljósleiðaravætt allt höfuðborgarsvæðið sem hefur skilað okkur í fremstu röð snjallborga. Við búum við græna orku, tæknilæsi hér er mikið og fólkið okkar er vel menntað. Reykjavík hefur náð árangri sem hefur vakið mikla athygli erlendis við þróun þátttökulýðræðis og Reykjavík hefur alla burði til að gera hið sama sem snjallborg. Fólk frekar en tæki Á ráðstefnunni í Hörpu í dag gefst okkur tækifæri til að fá innsýn í snjallborgina Reykjavík og á hvaða leið við erum – en um leið heyra um það sem er efst á baugi í lausnum og framtíðarsýn á þau verkefni sem allar nútímaborgir eru að kljást við í dag.Höfundur er borgarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Kosningar 2018 Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag stendur Reykjavíkurborg fyrir ráðstefnu um snjallborgina Reykjavík í Hörpu. Á undanförnum árum höfum við lagt mikla áherslu á að nýta tækni í þjónustu við íbúa borgarinnar. Við fengum framsæknar tillögur úr starfshópi um snjallborgina Reykjavík, höfum starfað mikið með Cisco um að Reykjavík verði tilraunasvæði snjallborgar, Vodafone er samstarfsaðili okkar um snjallvæðingu Klambratúns og við höfum gert samninga við fyrirtæki í velferðarmálum sem mun bæta þjónustu við eldri borgara með nýrri velferðartækni. Allt er þetta hluti af snjallborginni Reykjavík sem er nokkurs konar samheiti yfir nýjar hugmyndir á viðfangsefni í borgarrekstri.Aukin lífsgæði, betri þjónusta og tæknibreytingar Reykjavík starfar í nýstárlegu landslagi sífellt örari tækniframfara og samfélagsbreytinga sem umbylta viðteknum venjum og gömlum gildum. Þar er mikilvægt að muna að Reykjavík er líka staðsett í samkeppnisumhverfi norrænna og evrópskra borga sem keppast um að laða til sín fólk. Nýleg úttekt Norrænu ráðherranefndarinnar leiddi í ljós að Reykjavík er að hækka verulega í samkeppnishæfni og lífsgæðum samanborið við helstu svæði á Norðurlöndum. Ljósleiðaravæðingin Það sem gerir Reykjavík að einstökum stað til snjallborgarvæðingar er að nú þegar höfum við ljósleiðaravætt allt höfuðborgarsvæðið sem hefur skilað okkur í fremstu röð snjallborga. Við búum við græna orku, tæknilæsi hér er mikið og fólkið okkar er vel menntað. Reykjavík hefur náð árangri sem hefur vakið mikla athygli erlendis við þróun þátttökulýðræðis og Reykjavík hefur alla burði til að gera hið sama sem snjallborg. Fólk frekar en tæki Á ráðstefnunni í Hörpu í dag gefst okkur tækifæri til að fá innsýn í snjallborgina Reykjavík og á hvaða leið við erum – en um leið heyra um það sem er efst á baugi í lausnum og framtíðarsýn á þau verkefni sem allar nútímaborgir eru að kljást við í dag.Höfundur er borgarstjóri
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar