Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. maí 2018 20:00 Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. Samningarnir sem öðluðust gildi í dag eru raunar tveir, en annar þeirra snýr að svokölluðum viðbótarfríðindum í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Í honum felst m.a. að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Þannig falla niður tollar á flestar unnar landbúnaðarvörur, súkkulaði, pítsur, pasta, bökunarvörur o.fl. „Ég held að allir hagnist á þessu. Þetta bætir aðgang íslenskra bænda að evrópska markaðnum og bætir aðgang evrópskra bænda að íslenska markaðnum. Héðan í frá fer meira en helmingur íslenskra landbúnaðarvara tollfrjálst til ESB,“ segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi.Stórauknir kvótar í báðar áttir Þá hækka tollfrjálsir innflutningskvótar beggja aðila umtalsvert. Þannig stendur til að árlegur tollfrjáls útflutningur Íslendinga á kindakjöti geti aukist um 1200 tonn á næstu fjórum árum og útflutningur á skyri aukist um ríflega 3600 tonn, svo dæmi séu nefnd. Þá myndast heimildir til að flytja út bæði alifuglakjöt og ost, sem ekki hafa verið til staðar áður. „Ég held að opnað verði fyrir osta inn á Evrópumarkaðinn í fyrsta sinn svo það verða miklu fleiri tækifæri fyrir íslenska bændur og matvælaframleiðendur til að flytja út á markað sem samanstendur af 500 milljónum manna. Svo ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir Íslendinga,“ segir Michael. Feta-ostur og parmaskinka vernduð heiti Hinn samningurinn sem gildi tók í dag snýr að vernd landfræðilegra merkinga á afurðum. Þannig verður óheimilt að selja vörur undir heitum á borð við Parma-skinka og feta-ostur nema þær komi frá tilteknum svæðum og séu unnar með viðurkenndum hætti. Hingað til hefur mjólkursamsalan t.a.m. framleitt íslenskan ost og kallað hann feta – en það verður ekki mögulegt lengur. „Þetta skapar vonandi tækifæri fyrir báða aðila því Ísland getur í framtíðinni ráðið markaðnum með vörur sem njóta verndaðrar landfræðilegrarmerkingar í Evrópusambandinu og það mun vonandi efla þær á markaðnum því ef verið er að selja merkjavöru með landfræðilega merkingu er það merki um gæði og sérstöðu og það gefur bændum gott markaðstækifæri,“ segir Michael að lokum. Landbúnaður Neytendur Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. Samningarnir sem öðluðust gildi í dag eru raunar tveir, en annar þeirra snýr að svokölluðum viðbótarfríðindum í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Í honum felst m.a. að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Þannig falla niður tollar á flestar unnar landbúnaðarvörur, súkkulaði, pítsur, pasta, bökunarvörur o.fl. „Ég held að allir hagnist á þessu. Þetta bætir aðgang íslenskra bænda að evrópska markaðnum og bætir aðgang evrópskra bænda að íslenska markaðnum. Héðan í frá fer meira en helmingur íslenskra landbúnaðarvara tollfrjálst til ESB,“ segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi.Stórauknir kvótar í báðar áttir Þá hækka tollfrjálsir innflutningskvótar beggja aðila umtalsvert. Þannig stendur til að árlegur tollfrjáls útflutningur Íslendinga á kindakjöti geti aukist um 1200 tonn á næstu fjórum árum og útflutningur á skyri aukist um ríflega 3600 tonn, svo dæmi séu nefnd. Þá myndast heimildir til að flytja út bæði alifuglakjöt og ost, sem ekki hafa verið til staðar áður. „Ég held að opnað verði fyrir osta inn á Evrópumarkaðinn í fyrsta sinn svo það verða miklu fleiri tækifæri fyrir íslenska bændur og matvælaframleiðendur til að flytja út á markað sem samanstendur af 500 milljónum manna. Svo ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir Íslendinga,“ segir Michael. Feta-ostur og parmaskinka vernduð heiti Hinn samningurinn sem gildi tók í dag snýr að vernd landfræðilegra merkinga á afurðum. Þannig verður óheimilt að selja vörur undir heitum á borð við Parma-skinka og feta-ostur nema þær komi frá tilteknum svæðum og séu unnar með viðurkenndum hætti. Hingað til hefur mjólkursamsalan t.a.m. framleitt íslenskan ost og kallað hann feta – en það verður ekki mögulegt lengur. „Þetta skapar vonandi tækifæri fyrir báða aðila því Ísland getur í framtíðinni ráðið markaðnum með vörur sem njóta verndaðrar landfræðilegrarmerkingar í Evrópusambandinu og það mun vonandi efla þær á markaðnum því ef verið er að selja merkjavöru með landfræðilega merkingu er það merki um gæði og sérstöðu og það gefur bændum gott markaðstækifæri,“ segir Michael að lokum.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira