Bíllaus byggð Hildur Björnsdóttir skrifar 12. maí 2018 11:04 Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill reisa blómlega byggð í Örfirisey. Á svæðinu þrífst nú verslun og þjónusta en íbúabyggð er ekki leyfð. Þessu viljum við breyta. Við viljum myndarlega þróun byggðar með fjölbreyttum búsetukostum og sérstakri áherslu á lausnir fyrir fyrstu kaupendur. Við leggjum til að Örfirisey verði bíllaus byggð með áherslu á mannvænt borgarumhverfi. Við viljum skapa fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Borg sem mætir alls kyns þörfum. Borg sem býður borgarbúum frelsi og val um búsetukosti. Aukinn fjöldi fólks sýnir bíllausum lífsstíl áhuga. Bíllaus Örfirisey væri heillandi valkostur fyrir marga. Vistvænt hverfi með grænum áherslum. Meirihluti borgarlands fer í dag undir bílaumferð og bílastæði. Minnihluti undir byggð og almannarými. Án bílaumferðar skapast rými fyrir aukið mannlíf, meiri byggð og fleiri græn svæði – meira andrými. Vel mætti hugsa sér 4.000 íbúða bíllaust hverfi. Áhersla væri á mannvænt umhverfi, lágreista byggð og vistvæna samgöngumáta. Umhverfi þar sem fólki líður vel. Vissulega yrði ráðist í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins en við leggjum fram tillögu svo fólk fái mynd af því hvernig svæðið gæti litið út. Örfirisey mætti stækka með bogadreginni landfyllingu þar sem síki myndu skapa fallega stemningu. Fjólublár ás sýnir fjölbreyttar hjóla- og gönguleiðir um hverfið og rafmagnsstrætó gengur hringsælis um hverfið eftir rauðum ás. Enn væri opið fyrir bílaumferð á bláum ás fyrir sjávarútveginn á svæðinu. Fjólubláir reitir marka lifandi torg þar sem fólk mætist og á samskipti. Við jaðar hverfisins væri bílastæðahús á gráum reit. Íbúum hverfisins yrði þannig gert kleift að eiga bíl en mesta áherslan yrði á svokallaða deilibíla. Bílar færu þannig ekki inn í hverfið og gert væri ráð fyrir meirihluta íbúa í bíllausum lífstíl. Örfirisey yrði tengd við miðbæinn með göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu. Brúin yrði opnanleg svo hafnsækin starfsemi á svæðinu yrði ekki fyrir raski. Í Örfirisey viljum við fjölbreyttar og spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum í Örfirisey til byggingar lítilla og hagkvæmra eininga fyrir fyrstu kaupendur. Vel mætti hugsa sér búsetukosti með litlu sérrými en stærri sameiginlegri aðstöðu sem ýtir undir samskipti íbúanna. Slíkt búsetuform á sér fjölmargar erlendar fyrirmyndir. Við viljum sniðugar og hagkvæmar lausnir. Við ætlum að styðja betur við ungt fólk og aðstoða það við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við viljum vistvæna og græna Örfirisey – bíllausa byggð með áherslu á mannvænt umhverfi og mannleg samskipti. Við viljum hverfi sem er sjálfbært um verslun og þjónustu - með blómlegu mannlífi. Umhverfisvæna byggð þar sem fólki líður vel.Hildur Björnsdóttir skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill reisa blómlega byggð í Örfirisey. Á svæðinu þrífst nú verslun og þjónusta en íbúabyggð er ekki leyfð. Þessu viljum við breyta. Við viljum myndarlega þróun byggðar með fjölbreyttum búsetukostum og sérstakri áherslu á lausnir fyrir fyrstu kaupendur. Við leggjum til að Örfirisey verði bíllaus byggð með áherslu á mannvænt borgarumhverfi. Við viljum skapa fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Borg sem mætir alls kyns þörfum. Borg sem býður borgarbúum frelsi og val um búsetukosti. Aukinn fjöldi fólks sýnir bíllausum lífsstíl áhuga. Bíllaus Örfirisey væri heillandi valkostur fyrir marga. Vistvænt hverfi með grænum áherslum. Meirihluti borgarlands fer í dag undir bílaumferð og bílastæði. Minnihluti undir byggð og almannarými. Án bílaumferðar skapast rými fyrir aukið mannlíf, meiri byggð og fleiri græn svæði – meira andrými. Vel mætti hugsa sér 4.000 íbúða bíllaust hverfi. Áhersla væri á mannvænt umhverfi, lágreista byggð og vistvæna samgöngumáta. Umhverfi þar sem fólki líður vel. Vissulega yrði ráðist í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins en við leggjum fram tillögu svo fólk fái mynd af því hvernig svæðið gæti litið út. Örfirisey mætti stækka með bogadreginni landfyllingu þar sem síki myndu skapa fallega stemningu. Fjólublár ás sýnir fjölbreyttar hjóla- og gönguleiðir um hverfið og rafmagnsstrætó gengur hringsælis um hverfið eftir rauðum ás. Enn væri opið fyrir bílaumferð á bláum ás fyrir sjávarútveginn á svæðinu. Fjólubláir reitir marka lifandi torg þar sem fólk mætist og á samskipti. Við jaðar hverfisins væri bílastæðahús á gráum reit. Íbúum hverfisins yrði þannig gert kleift að eiga bíl en mesta áherslan yrði á svokallaða deilibíla. Bílar færu þannig ekki inn í hverfið og gert væri ráð fyrir meirihluta íbúa í bíllausum lífstíl. Örfirisey yrði tengd við miðbæinn með göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu. Brúin yrði opnanleg svo hafnsækin starfsemi á svæðinu yrði ekki fyrir raski. Í Örfirisey viljum við fjölbreyttar og spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum í Örfirisey til byggingar lítilla og hagkvæmra eininga fyrir fyrstu kaupendur. Vel mætti hugsa sér búsetukosti með litlu sérrými en stærri sameiginlegri aðstöðu sem ýtir undir samskipti íbúanna. Slíkt búsetuform á sér fjölmargar erlendar fyrirmyndir. Við viljum sniðugar og hagkvæmar lausnir. Við ætlum að styðja betur við ungt fólk og aðstoða það við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við viljum vistvæna og græna Örfirisey – bíllausa byggð með áherslu á mannvænt umhverfi og mannleg samskipti. Við viljum hverfi sem er sjálfbært um verslun og þjónustu - með blómlegu mannlífi. Umhverfisvæna byggð þar sem fólki líður vel.Hildur Björnsdóttir skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt Skoðun