Frelsisstefnan á áttavitanum Katrín Atladóttir skrifar 11. maí 2018 09:37 Enginn getur sest niður og skýrt frá öllu hann hyggst gera í nýju starfi næstu fjögur árin. Því er mikilvægt að í starfsviðtali komi fram fyrir hvað viðkomandi stendur og fyrir hvað hann brennur. Að sama skapi er nauðsynlegt að kjósendur viti fyrir hvað frambjóðendur standa, svo þeir geti borið traust til ákvarðana þeirra þegar á hólminn kemur. Að frambjóðendur hafi lífsviðhorf sem þeir munu alltaf leita í til að lýsa sér veginn við ákvarðanir, jafnt stórar sem smáar. Ég brenn fyrir frelsi. Frelsi til að allir njóti jafnra tækifæra. Mannréttindum og jafnræði. Að borgarbúar fái notið sín og borgin veiti þeim rými til að finna frumkvæði og framkvæmdaþrótti farveg. Jafnt í sínum störfum og frítíma. Að ungt fólk hafi frelsi til að mennta sig, óháð aðstæðum. Að allir foreldrar hafi frelsi til að taka jafnan þátt á vinnumarkaði og hafi jafnan aðgang að dagvistun. Án þess að lenda í vandræðum með að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Grundvöllur jafnréttis er fjárhagslegt sjálfstæði. Því er ógnað þegar annað foreldri þarf að minnka þátttöku á vinnumarkaði. Að grípa samborgara okkar ef eitthvað bjátar á og veita þeim hjálp við að verða aftur virkir þátttakendur í samfélaginu. Að veita borgarbúum frelsi til að velja samgöngukosti sem henta þeim og blanda þeim saman að vild. Að skipuleggja borgina þannig að allir íbúar hennar finni sér búsetukosti við hæfi, hvort sem það er út frá staðsetningu, stærð eða öðrum háttum. Við erum nefnilega öll ólík, höfum ólíkan smekk og ólíkar þarfir. Að setja ekki of miklar skorður á íbúa og fyrirtæki, að setja ekki reglur um að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft. Að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og leggja ekki óhóflegar álögur á borgarbúa. Að berjast fyrir atvinnufrelsi og frelsi einstaklingsins, afnámi hafta, samvinnu og framfaramálum. Ég er í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að þau lífsviðhorf frelsis og ábyrgðar eru líka grundvöllur sjálfstæðisstefnunnar. Og ég er í framboði til borgarstjórnar vegna þess að þau eiga sérstakt erindi í Reykjavík, það er kominn tími á breytingar í borginni okkar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2018 Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Enginn getur sest niður og skýrt frá öllu hann hyggst gera í nýju starfi næstu fjögur árin. Því er mikilvægt að í starfsviðtali komi fram fyrir hvað viðkomandi stendur og fyrir hvað hann brennur. Að sama skapi er nauðsynlegt að kjósendur viti fyrir hvað frambjóðendur standa, svo þeir geti borið traust til ákvarðana þeirra þegar á hólminn kemur. Að frambjóðendur hafi lífsviðhorf sem þeir munu alltaf leita í til að lýsa sér veginn við ákvarðanir, jafnt stórar sem smáar. Ég brenn fyrir frelsi. Frelsi til að allir njóti jafnra tækifæra. Mannréttindum og jafnræði. Að borgarbúar fái notið sín og borgin veiti þeim rými til að finna frumkvæði og framkvæmdaþrótti farveg. Jafnt í sínum störfum og frítíma. Að ungt fólk hafi frelsi til að mennta sig, óháð aðstæðum. Að allir foreldrar hafi frelsi til að taka jafnan þátt á vinnumarkaði og hafi jafnan aðgang að dagvistun. Án þess að lenda í vandræðum með að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Grundvöllur jafnréttis er fjárhagslegt sjálfstæði. Því er ógnað þegar annað foreldri þarf að minnka þátttöku á vinnumarkaði. Að grípa samborgara okkar ef eitthvað bjátar á og veita þeim hjálp við að verða aftur virkir þátttakendur í samfélaginu. Að veita borgarbúum frelsi til að velja samgöngukosti sem henta þeim og blanda þeim saman að vild. Að skipuleggja borgina þannig að allir íbúar hennar finni sér búsetukosti við hæfi, hvort sem það er út frá staðsetningu, stærð eða öðrum háttum. Við erum nefnilega öll ólík, höfum ólíkan smekk og ólíkar þarfir. Að setja ekki of miklar skorður á íbúa og fyrirtæki, að setja ekki reglur um að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft. Að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og leggja ekki óhóflegar álögur á borgarbúa. Að berjast fyrir atvinnufrelsi og frelsi einstaklingsins, afnámi hafta, samvinnu og framfaramálum. Ég er í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að þau lífsviðhorf frelsis og ábyrgðar eru líka grundvöllur sjálfstæðisstefnunnar. Og ég er í framboði til borgarstjórnar vegna þess að þau eiga sérstakt erindi í Reykjavík, það er kominn tími á breytingar í borginni okkar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar