Nokkrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri nýttu tækifærið í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum og strikuðu yfir frambjóðendur. Af öllum framboðum á Akureyri var oftast strikað yfir nafn Gunnars Gíslasonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins, alls 58 kjósendur.
Alls nýtti 121 kjósandi Sjálfstæðisflokksins tækifærið og strikaði yfir nafn á lista. Kjósendur strikuðu yfir öll nöfn á lista flokksins fyrir utan nafn eins frambjóðanda, Björns Ómars Sigurðssonar, sem skipar 13. sæti listans.
Helga Eymundsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar á Akureyri, sagði í samtali við Vísi að yfirstjórn hafi lokið yfirferð sinni á breyttum listum á kjörseðlum strax á sunnudag.
Næstflestir strikuðu yfir nafn Hildu Jönu Gísladóttur, oddvita Samfylkingarinnar á Akureyri, og Þórhalls Jónssonar sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur strikuðu 26 sinnum yfir nöfn þeirra.
Alls strikuðu 70 kjósendur yfir Samfylkingarinnar yfir frambjóðendur á lista, 41 kjósandi L-lista fólksins strikaði yfir frambjóðendur á lista, 26 kjósendur strikuðu yfir frambjóðendur á lista Framsóknarflokksins, 10 kjósendur strikuðu yfir nafn á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og þá strikuðu sex kjósendur yfir frambjóðendur á listum Pírata og Miðflokksins.
Flestir strikuðu yfir Gunnar Gíslason

Tengdar fréttir

Vilja mynda nýjan meirihluta fyrir helgi
Viðræður um meirihlutamyndun fara misjafnlega vel af stað. Oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg segir möguleika á að klára myndun þriggja flokka meirihluta fyrir helgi.

Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“
Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar.

Vill ræða fyrst við núverandi meirihluta
Guðmundur Baldvin, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við Samfylkingu og L-listann um meirihlutasamstarf.