Bandaríski rithöfundurinn Philip Roth er látinn, áttatíu og fimm ára að aldri.
Roth var einn merkasti núlifandi höfundur Bandaríkjanna og hlaut á sínum ferli fjölmörg verðlaun á borð við Pulitzer, Man Booker verðlaunin og National Book Award. Viðfangsefni bóka hans voru oft lífið í bandarískum fjölskyldum af gyðingaættum, kynlíf og bandarísk gildi.
Á meðal frægustu verka hans má nefna American Pastoral, I Married a Communist og Portnoy's Complaint. New York Times hefur eftir nánum vini hans að Roth hafi dáið af völdum hjartabilunar.
Rúnar Helgi Vignisson þýddi tvær bækur Roth; Hin feiga skepna og Vertu sæll, Kólumbus og Helgi Már Barðason þýddi Samsærið gegn Bandaríkjunum árið 2006 en þar kemur Ísland aðeins við sögu.

