Gerum breytingar í Kópavogi Geir Þorsteinsson skrifar 21. maí 2018 22:46 Í komandi kosningum til bæjarstjórnar geta íbúar gert breytingar á skipan bæjarstjórnar með því að styðja framboð Miðflokksins. Breytingar eru nauðsynlegar til að leiða fram nýjar hugmyndir og framtíðarsýn sem skipar Kópavogsbæ í fremstu röð bæjarfélaga á Íslandi. Miðflokkurinn ætlar að lækka álögur á íbúa, þannig að skattar í Kópavogi verði þeir lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum að lækka útsvarið í 13,5%, fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði um 20% og atvinnuhúsnæði um 10%. Við ætlum að lækka enn frekar fasteignagjöld á tekjulága örorku- og ellilífeyrisþega eins og heimild er fyrir. Þetta mun leiða til þess að íbúar halda eftir meiri hluta sinna tekna. Þetta er hægt þar sem skatttekjur bæjarins hafa aukist mikið vegna hærri tekna bæjarbúa og hærra fasteignamats. Nú er rétti tíminn til þess að leyfa bæjarbúum að njóta erfiðis síns og létta á þeim álögur. Skattar eiga að vera hóflegir og í takt við þörf og þróun hagkerfisins. Bæjarfélagið á að reka með hagkvæmni og skynsemi í fyrirrúmi. Ekki mun verða veruleg breyting á skatttekjum bæjarins í krónum talið á milli ára við þessar breytingar. Kakan hefur stækkað og þarf bæjarsjóður minni sneið af henni til að afla nægra tekna til reksturs. Það er stefna Miðflokksins að reka bæjarsjóð með hagnaði en ekki hagnaði upp á marga milljarða króna - krónur bæjarbúar sem betur eiga heima í vösum þeirra. Miðflokkurinn ætlar að forgangsraða í þágu fjölskyldna með ung börn, gera átak í málefnum leikskóla og dagforeldra til að börn komist í dagvistun við 1 árs aldur, niðurgreiða að fullu næringarríkar skólamáltíðir 6-12 ára barna og hækka frístundatyrk upp í 75 þús. kr. Miðflokkurinn mun reka ábyrga fjármálastefnu og gerir sér grein fyrir að kostnaðurinn við þessar aðgerðir verður hátt í milljarður króna á ári en bæjarfélagið hefur borð fyrir báru og getur samhliða þessu greitt niður langtímaskuldir þrátt fyrir minni álögur á bæjarbúa.Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum til bæjarstjórnar geta íbúar gert breytingar á skipan bæjarstjórnar með því að styðja framboð Miðflokksins. Breytingar eru nauðsynlegar til að leiða fram nýjar hugmyndir og framtíðarsýn sem skipar Kópavogsbæ í fremstu röð bæjarfélaga á Íslandi. Miðflokkurinn ætlar að lækka álögur á íbúa, þannig að skattar í Kópavogi verði þeir lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum að lækka útsvarið í 13,5%, fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði um 20% og atvinnuhúsnæði um 10%. Við ætlum að lækka enn frekar fasteignagjöld á tekjulága örorku- og ellilífeyrisþega eins og heimild er fyrir. Þetta mun leiða til þess að íbúar halda eftir meiri hluta sinna tekna. Þetta er hægt þar sem skatttekjur bæjarins hafa aukist mikið vegna hærri tekna bæjarbúa og hærra fasteignamats. Nú er rétti tíminn til þess að leyfa bæjarbúum að njóta erfiðis síns og létta á þeim álögur. Skattar eiga að vera hóflegir og í takt við þörf og þróun hagkerfisins. Bæjarfélagið á að reka með hagkvæmni og skynsemi í fyrirrúmi. Ekki mun verða veruleg breyting á skatttekjum bæjarins í krónum talið á milli ára við þessar breytingar. Kakan hefur stækkað og þarf bæjarsjóður minni sneið af henni til að afla nægra tekna til reksturs. Það er stefna Miðflokksins að reka bæjarsjóð með hagnaði en ekki hagnaði upp á marga milljarða króna - krónur bæjarbúar sem betur eiga heima í vösum þeirra. Miðflokkurinn ætlar að forgangsraða í þágu fjölskyldna með ung börn, gera átak í málefnum leikskóla og dagforeldra til að börn komist í dagvistun við 1 árs aldur, niðurgreiða að fullu næringarríkar skólamáltíðir 6-12 ára barna og hækka frístundatyrk upp í 75 þús. kr. Miðflokkurinn mun reka ábyrga fjármálastefnu og gerir sér grein fyrir að kostnaðurinn við þessar aðgerðir verður hátt í milljarður króna á ári en bæjarfélagið hefur borð fyrir báru og getur samhliða þessu greitt niður langtímaskuldir þrátt fyrir minni álögur á bæjarbúa.Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Miðflokksins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar