Bilic fer yfir Króatíu: Bestu leikmennirnir, stjórinn og hverjir geta sprungið út Anton Ingi Leifsson skrifar 31. maí 2018 22:30 Króatar fagna marki í undankeppninni. vísir/getty Það eru tuttugu ár síðan að Króatía tryggði sig inn á sitt fyrsta Heimsmeistaramót. Hlutirnir hafa ekki farið eins og þeir vildu á síðustu mótum en nú fá þeir enn eitt tækifærið, HM í Rússlandi. Króatía er í riðli með okkur Íslendingum ásamt Argentínu og Króatíu. Sky fréttastofan fékk fyrrum stjóra Króatíu, frá 2006-2012, til þess að fara yfir liðið, stjórann og ungu leikmennina. „Fólk ætlast til þess að þú komast á stórmót eins og Þýskaland, Spánn, Ítalía og England. Svo þegar þú ert kominn þangað vill það að þú farir upp úr riðlinum,” sagði Bilic. „Við höfum einungis misst af nokkrum stórmótum. Við höfum alltaf haft góða leikmenn og gott lið. Ég var stjórinn í sex ár og í um sextíu leikjum var ekki einn leikur þar sem við sögðum að annað liðið væri betra og við myndum sætta okkur við stig.” „Þú þarft að fá alla leikmenn liðsins til að eiga gott stórmót og svo þarftu einhverja sem koma með eitthvað aukalega sem skilar sér til liðsins. Einhverjir þurfa að spila leiki lífsins og komi það allt saman getur eitthvað sérstakt gerst eins og 1998.”Lykilmennirnir „Við erum með frábært lið á pappírunum ef þú lítur á leikmennina og hvar þeir eru að spila. 1998 þegar við lentum í þriðja sætinu þá vorum við ekki þetta sterkir og með svo mikla reynslu.” „Luka Modric er lykilmaður hjá Real, Rakitic er mikilvægur hjá Barcelona, Kovavic er yngri en einnig hjá Madrid. Svo höfum við Ivan Perisic og Marcelo Brozovic hjá Inter, Mandzukiz hjá Juve, Kalinic hjá Milan og Vsraljko hjá Atl. Madrid. Allir að spila hjá stórum félögum.” „Þú þarft ekki að vera fótboltasérfræðingur til þess að sjá það að Modric er lykilmaður. Innan og utan vallar hefur hann þroskast og er orðinn leiðtogi. Hann er fyrirliðinn. Hann er aðal maðurinn á vellinum.” „Ég fékk þann heiður að vinna með góðum leikmönnum hjá Króatíu, Besiktas og West Ham en ef ég þyrfti að velja þann besta sem ég hef unnið með þá myndi ég velja Modric.”Stjórinn, Zlatko Dalic „Þegar ég var í unglingaliði Hajduk Split þá var hann einnig hjá félaginu. Hann hefur búið til sitt nafn í Mið-Austurlöndunum. Hann gerði vel í Sádi-Arabíu og svo í Abu-Dhabi þar sem hann fór með Al-Ain í úrslitaleik asísku Meistaradeildarinnar.” „Hann hefur lagt hart að sér og hann er góður, hreinskilinn maður á sínum blóma. Hann tók við liðinu á slæmum tímapunkti og byrjaði mjög vel svo hann á skilið tækifærið. Allt landið mun flykkja sér á bakvið hann.”Nikola Vlasic.vísir/gettyHverjir slá í gegn af þeim yngri? „Nikola Vlasic er fri mínum heimabæ, Split. Hann kemur frá íþróttafjölskyldu og systir hans, Blanka, er ein stærsta íþróttastjarnan í Króatíu. Hún var hástökkvari og vann íþróttakona ársins fimm eða sex ár í röð. Hún vann silfur á Ólympíuleikunum í Beijing og var heimsmeistari.” „Vlasic æfði einnig með syni mínum og ég vildi taka hann til West Ham en ég var of seinn. Hann er að verða mjög góður leikmaður og byrjaði vel hjá Everton en því miður þá skiptu þeir um stjóra. Núna er hann ekki að spila en þegar hann fékk tækifæri gerði hann vel. Hann er ungur en vel undirbúinn og hefur þroskast.” „Einnig eru Pjaca hjá Juventus og Rog hjá Napoli. Væntingarnar voru miklar til Halilovic en hann fór of ungur til Barcelona og það er erfitt að spila þar. Ferill hans hefur ekki farið eins og hann vildi, frá Hamburg tli Las Palmas, en hann er enn ungur og getur náð langt. Hann er að spila í La Liga og hefur alla möguleika á að ná langt.” HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Sjá meira
Það eru tuttugu ár síðan að Króatía tryggði sig inn á sitt fyrsta Heimsmeistaramót. Hlutirnir hafa ekki farið eins og þeir vildu á síðustu mótum en nú fá þeir enn eitt tækifærið, HM í Rússlandi. Króatía er í riðli með okkur Íslendingum ásamt Argentínu og Króatíu. Sky fréttastofan fékk fyrrum stjóra Króatíu, frá 2006-2012, til þess að fara yfir liðið, stjórann og ungu leikmennina. „Fólk ætlast til þess að þú komast á stórmót eins og Þýskaland, Spánn, Ítalía og England. Svo þegar þú ert kominn þangað vill það að þú farir upp úr riðlinum,” sagði Bilic. „Við höfum einungis misst af nokkrum stórmótum. Við höfum alltaf haft góða leikmenn og gott lið. Ég var stjórinn í sex ár og í um sextíu leikjum var ekki einn leikur þar sem við sögðum að annað liðið væri betra og við myndum sætta okkur við stig.” „Þú þarft að fá alla leikmenn liðsins til að eiga gott stórmót og svo þarftu einhverja sem koma með eitthvað aukalega sem skilar sér til liðsins. Einhverjir þurfa að spila leiki lífsins og komi það allt saman getur eitthvað sérstakt gerst eins og 1998.”Lykilmennirnir „Við erum með frábært lið á pappírunum ef þú lítur á leikmennina og hvar þeir eru að spila. 1998 þegar við lentum í þriðja sætinu þá vorum við ekki þetta sterkir og með svo mikla reynslu.” „Luka Modric er lykilmaður hjá Real, Rakitic er mikilvægur hjá Barcelona, Kovavic er yngri en einnig hjá Madrid. Svo höfum við Ivan Perisic og Marcelo Brozovic hjá Inter, Mandzukiz hjá Juve, Kalinic hjá Milan og Vsraljko hjá Atl. Madrid. Allir að spila hjá stórum félögum.” „Þú þarft ekki að vera fótboltasérfræðingur til þess að sjá það að Modric er lykilmaður. Innan og utan vallar hefur hann þroskast og er orðinn leiðtogi. Hann er fyrirliðinn. Hann er aðal maðurinn á vellinum.” „Ég fékk þann heiður að vinna með góðum leikmönnum hjá Króatíu, Besiktas og West Ham en ef ég þyrfti að velja þann besta sem ég hef unnið með þá myndi ég velja Modric.”Stjórinn, Zlatko Dalic „Þegar ég var í unglingaliði Hajduk Split þá var hann einnig hjá félaginu. Hann hefur búið til sitt nafn í Mið-Austurlöndunum. Hann gerði vel í Sádi-Arabíu og svo í Abu-Dhabi þar sem hann fór með Al-Ain í úrslitaleik asísku Meistaradeildarinnar.” „Hann hefur lagt hart að sér og hann er góður, hreinskilinn maður á sínum blóma. Hann tók við liðinu á slæmum tímapunkti og byrjaði mjög vel svo hann á skilið tækifærið. Allt landið mun flykkja sér á bakvið hann.”Nikola Vlasic.vísir/gettyHverjir slá í gegn af þeim yngri? „Nikola Vlasic er fri mínum heimabæ, Split. Hann kemur frá íþróttafjölskyldu og systir hans, Blanka, er ein stærsta íþróttastjarnan í Króatíu. Hún var hástökkvari og vann íþróttakona ársins fimm eða sex ár í röð. Hún vann silfur á Ólympíuleikunum í Beijing og var heimsmeistari.” „Vlasic æfði einnig með syni mínum og ég vildi taka hann til West Ham en ég var of seinn. Hann er að verða mjög góður leikmaður og byrjaði vel hjá Everton en því miður þá skiptu þeir um stjóra. Núna er hann ekki að spila en þegar hann fékk tækifæri gerði hann vel. Hann er ungur en vel undirbúinn og hefur þroskast.” „Einnig eru Pjaca hjá Juventus og Rog hjá Napoli. Væntingarnar voru miklar til Halilovic en hann fór of ungur til Barcelona og það er erfitt að spila þar. Ferill hans hefur ekki farið eins og hann vildi, frá Hamburg tli Las Palmas, en hann er enn ungur og getur náð langt. Hann er að spila í La Liga og hefur alla möguleika á að ná langt.”
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Sjá meira