Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2018 17:48 Sessions (í bakgrunni) var einn nánasti bandamaður Trump þar til hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni. Nú talast þeir varla við utan ríkisstjórnarfunda. Vísir/Getty Eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndur í fyrra reyndi Donald Trump forseti að fá hann til að hætta við að stíga til hliðar í málinu. Sérstaki rannsakandinn sem stýrir Rússarannsókninni er sagður rannsaka þrýstingin sem Trump beytti Sessions. Það var í byrjun mars í fyrra sem Sessions lýsti því yfir að hann ætlaði að fara að eindregnum ráðum lögfræðinga ráðuneytisins og stíga til hliðar í málum sem tengdust rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016. Ástæðan var sú að hann starfaði fyrir framboð Trump. Trump brást ókvæða við ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar. Samband þeirra, sem hafði verið náið frá því að Sessions var einn fyrsti þingmaður repúblikana til að styðja framboð Trump, kulnaði verulega og hefur ekki verið samt síðan. Forsetinn hefur ítrekað ráðist harkalega að Sessions opinberlega og í einrúmi og reynt að fá hann til að segja af sér. Aðstoðarmenn hans segja að reiði hans vegna ákvörðun Sessions hafi kraumað í marga mánuði. Trump hafi lýst því yfir að hann þyrfi ráðherra sem væri honum hollur umfram allt til að hafa umsjón með Rússarannsókninni. Síðast í dag endurtók Trump fyrri yfirlýsingar sínar um að hann sæi eftir að hafa skipað Sessions dómsmálaráðherra. Eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí í fyrra og sagði ástæðuna hafa verið Rússarannsóknin var það Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda til að stýra Rússarannsókninni. Trump hefur einnig ítrekað gagnrýnt og ráðist að Rosenstein síðan.Óvenjuleg og mögulega óviðeigandi krafaNew York Times greinir nú frá því að Sessions hafi farið að hitta Trump í Mar-a-Lago, klúbbi forsetans á Flórída, nokkrum dögum eftir að hann dró sig í hlé í mars í fyrra til að reyna að bæta úr vanköntum á umdeildu ferðabanni Trump á nokkur múslimalönd. Trump hafði þá hunsað Sessions í tvo daga. Forsetinn vildi hins vegar ekki ræða ferðabannið við Sessions heldur ákvörðun hans um að stíga til hliðar í málum sem tengdust Rússarannsókninni. Krafðist hann þess að ráðherran drægi ákvörðunina til baka. Sessions hafnaði þeirri kröfu. Krafan er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn, rannsakar nú þessi samskipti Trump og Sessions en einnig árásir forsetans á ráðherra sinn á bak við luktar dyr. Saksóknarar Mueller eru sagðir hafa spurt fyrrverandi og núverandi starfsmenn Hvíta hússins út í meðferð Trump á Sessions og hvert þeir teldur að forsetinn hafi reynt að leggja stein í götu Rússarannsóknarinnar með því að setja þrýsting á hann. Sessions gæti verið lykilvitni í þeim hluta rannsóknar Mueller sem beinist að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar og þar með réttvísinnar. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segist ekki hafa rætt ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar frá rannsókninni við forsetann. Hann telur hins vegar að beiðni um að Sessions tæki aftur við umsjón Rússarannsóknarinnar væri innan valdsviðs forsetans. „Að hætta við að draga sig í hlé þýðir ekki „grafðu rannsóknina“. Það segir í raun: taktu ábyrgð á henni og meðhöndlaðu hana rétt,“ sagði Giuliani við bandaríska blaðið. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Sjá meira
Eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndur í fyrra reyndi Donald Trump forseti að fá hann til að hætta við að stíga til hliðar í málinu. Sérstaki rannsakandinn sem stýrir Rússarannsókninni er sagður rannsaka þrýstingin sem Trump beytti Sessions. Það var í byrjun mars í fyrra sem Sessions lýsti því yfir að hann ætlaði að fara að eindregnum ráðum lögfræðinga ráðuneytisins og stíga til hliðar í málum sem tengdust rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016. Ástæðan var sú að hann starfaði fyrir framboð Trump. Trump brást ókvæða við ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar. Samband þeirra, sem hafði verið náið frá því að Sessions var einn fyrsti þingmaður repúblikana til að styðja framboð Trump, kulnaði verulega og hefur ekki verið samt síðan. Forsetinn hefur ítrekað ráðist harkalega að Sessions opinberlega og í einrúmi og reynt að fá hann til að segja af sér. Aðstoðarmenn hans segja að reiði hans vegna ákvörðun Sessions hafi kraumað í marga mánuði. Trump hafi lýst því yfir að hann þyrfi ráðherra sem væri honum hollur umfram allt til að hafa umsjón með Rússarannsókninni. Síðast í dag endurtók Trump fyrri yfirlýsingar sínar um að hann sæi eftir að hafa skipað Sessions dómsmálaráðherra. Eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí í fyrra og sagði ástæðuna hafa verið Rússarannsóknin var það Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda til að stýra Rússarannsókninni. Trump hefur einnig ítrekað gagnrýnt og ráðist að Rosenstein síðan.Óvenjuleg og mögulega óviðeigandi krafaNew York Times greinir nú frá því að Sessions hafi farið að hitta Trump í Mar-a-Lago, klúbbi forsetans á Flórída, nokkrum dögum eftir að hann dró sig í hlé í mars í fyrra til að reyna að bæta úr vanköntum á umdeildu ferðabanni Trump á nokkur múslimalönd. Trump hafði þá hunsað Sessions í tvo daga. Forsetinn vildi hins vegar ekki ræða ferðabannið við Sessions heldur ákvörðun hans um að stíga til hliðar í málum sem tengdust Rússarannsókninni. Krafðist hann þess að ráðherran drægi ákvörðunina til baka. Sessions hafnaði þeirri kröfu. Krafan er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn, rannsakar nú þessi samskipti Trump og Sessions en einnig árásir forsetans á ráðherra sinn á bak við luktar dyr. Saksóknarar Mueller eru sagðir hafa spurt fyrrverandi og núverandi starfsmenn Hvíta hússins út í meðferð Trump á Sessions og hvert þeir teldur að forsetinn hafi reynt að leggja stein í götu Rússarannsóknarinnar með því að setja þrýsting á hann. Sessions gæti verið lykilvitni í þeim hluta rannsóknar Mueller sem beinist að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar og þar með réttvísinnar. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segist ekki hafa rætt ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar frá rannsókninni við forsetann. Hann telur hins vegar að beiðni um að Sessions tæki aftur við umsjón Rússarannsóknarinnar væri innan valdsviðs forsetans. „Að hætta við að draga sig í hlé þýðir ekki „grafðu rannsóknina“. Það segir í raun: taktu ábyrgð á henni og meðhöndlaðu hana rétt,“ sagði Giuliani við bandaríska blaðið.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Sjá meira
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12
Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45