Hólmar: Þægilegt að spila bakvörð í þessu liði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. júní 2018 23:00 Hólmar Örn í baráttunni í kvöld. vísir/vilhelm Það kom mörgum á óvart að sjá Hólmar Örn Eyjólfsson byrja í stöðu hægri bakvarðar í liði Íslands í vináttulandsleiknum gegn Gana í kvöld. Hólmar sjálfur vissi þó af áætlunum landsliðsþjálfarans. „Ég vissi að hann væri að gæla við þetta svo þetta kom mér ekki mikið á óvart. Tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera það eins vel og ég get,“ sagði Hólmar eftir leikinn í kvöld. Eftir að Ísland var 2-0 yfir í hálfleik var staðan 2-2 í leikslok. „Ég held þeir hafi viljað sjá mig og prófa mig þarna. Ég hef spilað þetta áður þó það séu þó nokkur ár síðan en ég held þeir þurfi að hafa „cover“ fyrir Birki og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það.“ En hvenær var það sem Hólmar spilaði síðast í hægri bakverðinum? „Ég held ég hafi spilað þarna einu sinni með Rosenborg, það var fyrir tveimur, þremur árum síðan.“ „Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liði. Þú færð mikla hjálp frá Jóa og Kára, og Emma og Gylfa á miðjunni, og þér líður vel á vellinum.“ Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. Hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik? „Við duttum allt of djúpt og leyfðum þeim að vera með boltann allt of mikið. Hefðum átt að stíga fyrr í þá og það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn, þá var erfitt að verjast pressunni.“ „Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,“ sagði Hólmar aðspurður hvort liðið hafi ætlað að verja forskotið. „Ég veit ekki hvort þreyta eða eitthvað slíkt hafi spilað þar inn í.“ Íslenska liðið flýgur út til Rússlands á laugardaginn og mætir í stærsta verkefni íslenskrar fótboltasögu, HM í Rússlandi. Voru menn með það í huga í kvöld og hlífðu sér kannski meira en þeir hefðu gert í keppnisleik? „Við lögðum ekki upp með það. Það situr kannski í undirmeðvitundinni hjá mönnum að passa sig aðeins meira, ég veit það ekki. En það var ekki lagt upp með það, við ætluðum að gera þetta almennilega í dag. Við náum að gera það í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á í seinni hálfleik.“ Hólmar Örn er ekki einn af þeim sem hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu síðustu ár. Gerir hann sér vonir um spilatíma í Rússlandi eftir að hafa spilað allan leikinn í kvöld? „Ég reyni bara að vera jákvæður og gera mitt besta og vera tilbúinn ef kallið kemur, en ég tek bara því hlutverki sem mér verður úthlutað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að sjá Hólmar Örn Eyjólfsson byrja í stöðu hægri bakvarðar í liði Íslands í vináttulandsleiknum gegn Gana í kvöld. Hólmar sjálfur vissi þó af áætlunum landsliðsþjálfarans. „Ég vissi að hann væri að gæla við þetta svo þetta kom mér ekki mikið á óvart. Tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera það eins vel og ég get,“ sagði Hólmar eftir leikinn í kvöld. Eftir að Ísland var 2-0 yfir í hálfleik var staðan 2-2 í leikslok. „Ég held þeir hafi viljað sjá mig og prófa mig þarna. Ég hef spilað þetta áður þó það séu þó nokkur ár síðan en ég held þeir þurfi að hafa „cover“ fyrir Birki og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það.“ En hvenær var það sem Hólmar spilaði síðast í hægri bakverðinum? „Ég held ég hafi spilað þarna einu sinni með Rosenborg, það var fyrir tveimur, þremur árum síðan.“ „Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liði. Þú færð mikla hjálp frá Jóa og Kára, og Emma og Gylfa á miðjunni, og þér líður vel á vellinum.“ Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. Hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik? „Við duttum allt of djúpt og leyfðum þeim að vera með boltann allt of mikið. Hefðum átt að stíga fyrr í þá og það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn, þá var erfitt að verjast pressunni.“ „Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,“ sagði Hólmar aðspurður hvort liðið hafi ætlað að verja forskotið. „Ég veit ekki hvort þreyta eða eitthvað slíkt hafi spilað þar inn í.“ Íslenska liðið flýgur út til Rússlands á laugardaginn og mætir í stærsta verkefni íslenskrar fótboltasögu, HM í Rússlandi. Voru menn með það í huga í kvöld og hlífðu sér kannski meira en þeir hefðu gert í keppnisleik? „Við lögðum ekki upp með það. Það situr kannski í undirmeðvitundinni hjá mönnum að passa sig aðeins meira, ég veit það ekki. En það var ekki lagt upp með það, við ætluðum að gera þetta almennilega í dag. Við náum að gera það í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á í seinni hálfleik.“ Hólmar Örn er ekki einn af þeim sem hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu síðustu ár. Gerir hann sér vonir um spilatíma í Rússlandi eftir að hafa spilað allan leikinn í kvöld? „Ég reyni bara að vera jákvæður og gera mitt besta og vera tilbúinn ef kallið kemur, en ég tek bara því hlutverki sem mér verður úthlutað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18