Heillaður af Íslandi og spáir íslenska liðinu sæti í sextán liða úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2018 09:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íþróttafjölmiðlamenn heimsins keppast nú við að skrifa um og spá fyrir um gengi þjóða á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Rússlandi í næstu viku en þar er Ísland með í fyrsta sinn. Mennirnir á bandaríska íþróttablaðinu Sports Illustrated hafa allir birt sína spá en í henni má sjá hvaða liðum þeir spá inn í sextán liða úrslitin og hvernig útsláttarkeppnin spilast. Blaðamennirnir sem spáðu hjá Sports Illustrated eru þeir Avi Creditor, Luis Miguel Echegaray, Brian Straus, Grant Wahl og Jonathan Wilson. Þeir Avi, Luis, Brian og Jonathan hafa enga trú á íslenska landsliðinu og spá því að Argentína og Króatía eða Nígería komist upp úr íslenska riðlinum. Avi og Brian spá meira að segja Króatíu sigri í riðlinum en Luis er sá eini sem telur að Nígería komist áfram.Exploring Planet Fútbol: Iceland—by far the most ambitious SI Video project I've ever been involved in. Half-hour documentary is available now on https://t.co/FaPitGl62P. Do the 7-day free trial. We're doing really cool stuff. https://t.co/ny7NBZpoE7pic.twitter.com/iW3QYTEtXD — Grant Wahl (@GrantWahl) June 5, 2018 Íslandsvinurinn Grant Wahl er aftur á móti sér á báti þegar kemur að gengi íslensku strákanna. Hann hefur skrifað mikið um íslenska landsliðið í aðdraganda keppninnar og er höfundur umfjöllunnar um íslenska liðið sem endaði á forsíðu Sports Illustrated á dögunum. Grant Wahl er algjörlega heillaður af Íslandi og spáir því að Ísland slái Argentínu út og að Króatía fari með strákunum okkar inn í sextán liða úrslitin.My picks: Spain over Belgium in the final. Germany over Uruguay for 3rd place. Argentina out in group stage. Mexico over Brazil in Round of 16. Advancing to R16: URU, POR, FRA, ISL, BRA, MEX, BEL, SEN, ESP, RUS, CRO, DEN, GER, SUI, COL, ENG. https://t.co/WRLGPCubfd — Grant Wahl (@GrantWahl) June 4, 2018 Ef þessi spá hjá Grant á að ganga eftir þá verður íslenska landsliðið að ná frábærum úrslitum í fyrsta leik á móti Argentínu. Pressan er öll á Lionel Messi og félögum og samkvæmt spá aðalfótboltasérfræðings Sports Illustrated þá verður hún greinilega of mikil. Grant Wahl spáir því að Spánverjar fari alla leið og tryggi sér heimsmeistaratitilinn með sigri á Belgíu í úrslitaleiknum. Auk þess að hafa trú á íslenska landsliðinu þá telur hann að Úrúgvæ slái út Frakka og komist í undanúrslitin. Hann spáir einnig að Króatar komist í átta liða úrslitin en tapi þar á móti Spáni. Avi Creditor spáir því að Brasilíumenn verði heimsmeistarar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum. Hann er á því að Argentínumenn slái Frakka út í 16 liða úrslitunum og að Brasilía og Argentína mætist í undanúrslitum. Luis Miguel Echegaray er einnig á því að Brasilía vinni en hann telur að þeir vinni heimsmeistara Þjóðverja í úrslitaleiknum og hefni fyrir 7-1 stórtapið í undanúrslitum á HM 2014. Brian Straus spáir aftur á móti Frökkum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Brian er á þvío að Belgar slái úr Brasilíumenn en detti síðan út á móti Frökkum. Jonathan Wilson spáir Spánverjum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Frakkar og Þjóðverjar munu að hans mati tapa í undanúrslitunum. Það má nálgast spá þeirra félaga með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Sjá meira
Íþróttafjölmiðlamenn heimsins keppast nú við að skrifa um og spá fyrir um gengi þjóða á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Rússlandi í næstu viku en þar er Ísland með í fyrsta sinn. Mennirnir á bandaríska íþróttablaðinu Sports Illustrated hafa allir birt sína spá en í henni má sjá hvaða liðum þeir spá inn í sextán liða úrslitin og hvernig útsláttarkeppnin spilast. Blaðamennirnir sem spáðu hjá Sports Illustrated eru þeir Avi Creditor, Luis Miguel Echegaray, Brian Straus, Grant Wahl og Jonathan Wilson. Þeir Avi, Luis, Brian og Jonathan hafa enga trú á íslenska landsliðinu og spá því að Argentína og Króatía eða Nígería komist upp úr íslenska riðlinum. Avi og Brian spá meira að segja Króatíu sigri í riðlinum en Luis er sá eini sem telur að Nígería komist áfram.Exploring Planet Fútbol: Iceland—by far the most ambitious SI Video project I've ever been involved in. Half-hour documentary is available now on https://t.co/FaPitGl62P. Do the 7-day free trial. We're doing really cool stuff. https://t.co/ny7NBZpoE7pic.twitter.com/iW3QYTEtXD — Grant Wahl (@GrantWahl) June 5, 2018 Íslandsvinurinn Grant Wahl er aftur á móti sér á báti þegar kemur að gengi íslensku strákanna. Hann hefur skrifað mikið um íslenska landsliðið í aðdraganda keppninnar og er höfundur umfjöllunnar um íslenska liðið sem endaði á forsíðu Sports Illustrated á dögunum. Grant Wahl er algjörlega heillaður af Íslandi og spáir því að Ísland slái Argentínu út og að Króatía fari með strákunum okkar inn í sextán liða úrslitin.My picks: Spain over Belgium in the final. Germany over Uruguay for 3rd place. Argentina out in group stage. Mexico over Brazil in Round of 16. Advancing to R16: URU, POR, FRA, ISL, BRA, MEX, BEL, SEN, ESP, RUS, CRO, DEN, GER, SUI, COL, ENG. https://t.co/WRLGPCubfd — Grant Wahl (@GrantWahl) June 4, 2018 Ef þessi spá hjá Grant á að ganga eftir þá verður íslenska landsliðið að ná frábærum úrslitum í fyrsta leik á móti Argentínu. Pressan er öll á Lionel Messi og félögum og samkvæmt spá aðalfótboltasérfræðings Sports Illustrated þá verður hún greinilega of mikil. Grant Wahl spáir því að Spánverjar fari alla leið og tryggi sér heimsmeistaratitilinn með sigri á Belgíu í úrslitaleiknum. Auk þess að hafa trú á íslenska landsliðinu þá telur hann að Úrúgvæ slái út Frakka og komist í undanúrslitin. Hann spáir einnig að Króatar komist í átta liða úrslitin en tapi þar á móti Spáni. Avi Creditor spáir því að Brasilíumenn verði heimsmeistarar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum. Hann er á því að Argentínumenn slái Frakka út í 16 liða úrslitunum og að Brasilía og Argentína mætist í undanúrslitum. Luis Miguel Echegaray er einnig á því að Brasilía vinni en hann telur að þeir vinni heimsmeistara Þjóðverja í úrslitaleiknum og hefni fyrir 7-1 stórtapið í undanúrslitum á HM 2014. Brian Straus spáir aftur á móti Frökkum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Brian er á þvío að Belgar slái úr Brasilíumenn en detti síðan út á móti Frökkum. Jonathan Wilson spáir Spánverjum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Frakkar og Þjóðverjar munu að hans mati tapa í undanúrslitunum. Það má nálgast spá þeirra félaga með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Sjá meira