Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins 2. júní 2018 22:13 Rúrik í leiknum í kvöld. Vísir/Andri Marinó Rúrik Gíslason var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland tapaði í kvöld fyrir Noregi á Laugardalsvelli í næstsíðasta leik sínum fyrir HM. Rúrik fékk tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld og var greinilega ákveðinn í að sýna að hann ætti skilið að fá mínútur í Rússlandi en hann var ekki í EM-hópi Íslands fyrir tveimur árum síðan. Íslenska liðið lék heilt yfir ekki vel í kvöld en hér fyrir neðan má sjá einkunnir okkar manna. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Noregur Byrjunarlið:Frederik Schram, markvörður 3 Mátti mögulega gera betur í fyrra marki Norðmanna þó það hafi verið ágætlega skotið. Gerði skelfileg mistök og gaf Norðmönnum annað markið. Ófyrirgefanlegt á stóra sviðinu. Martraðaleikur fyrir Frederik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Lenti stundum í vandræðum með sinn mann og var eins og aðrir varnarmenn Íslands stundum úr stöðu. En harður af sér og gerði margt ágætlega.Kári Árnason, miðvörður 6 Besti varnarmaðurinn í annars slakri íslenskri vörn í dag. Eins og oft áður ótrúlega drjúgur í að skalla fyrirgjafir úr teignum. Átti sendinguna á Frederik í öðru marki Norðmanna sem gerði markverðinum enga greiða.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Leit ekki vel út í marki Norðmanna í fyrri hálfleik. Gerði samt sitt eftir það og við það skánaði varnarleikur Íslands.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Gerði fá mistök í sókninni en það var lítill kraftur í honum þegar hann var beðinn um að sækja.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Mikil gæði í þessum dreng og þegar hann náði að sýna þau var hann frábær. Dró af honum eftir því sem leið á leikinn.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 7 Stóð vaktina ágætlega í mikilvægu hlutverki á miðjunni. Fékk fáein skotfæri sem hann nýtti illa.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Orkumikill á miðjunni og hefði verið gaman að sjá meira koma úr hans aðgerðum. Sýnir að hann getur leyst þetta hlutverk vel af hólmi.Rúrik Gíslason, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og nýtti það vel til að minna á sig. Var manna sprækastur þegar okkar menn voru heldur daufir í upphafi leiks og vítið sem hann fékk breytti leiknum fyrir Ísland.Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Ávallt duglegur og gerði margt ágætlega þegar langir boltar komu fram. En það kom lítið úr hans aðgerðum og hann komst einhvern veginn aldrei i takt við leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Skoraði fyrsta mark Íslands úr vítaspyrnu af miklu öryggi en fékk annars úr litlu að moða. Öflugur þegar hann fékk þó boltann. Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) 5 Gerði ágætlega í aðdraganda mark Gylfa Þórs en hann breytti annars litlu í leik Íslands.Sverri Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Ragnar á 46. mínútu) 5 Náði því miður ekki að bæta varnarleik Íslands.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Rúrik á 63. mínútu) 6 Kom inn af krafti. Vinnusamur að vana.Gylfi Þór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 63. mínútu) 7 Mark og stangarskot hjá Gylfa. Óhætt að hann gerði mikið fyrir sóknarleik Íslands eftir að hann kom inn á.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Emil á 82. mínútu) - Spilaði of lítði til að fá einkunn.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Sjá meira
Rúrik Gíslason var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland tapaði í kvöld fyrir Noregi á Laugardalsvelli í næstsíðasta leik sínum fyrir HM. Rúrik fékk tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld og var greinilega ákveðinn í að sýna að hann ætti skilið að fá mínútur í Rússlandi en hann var ekki í EM-hópi Íslands fyrir tveimur árum síðan. Íslenska liðið lék heilt yfir ekki vel í kvöld en hér fyrir neðan má sjá einkunnir okkar manna. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Noregur Byrjunarlið:Frederik Schram, markvörður 3 Mátti mögulega gera betur í fyrra marki Norðmanna þó það hafi verið ágætlega skotið. Gerði skelfileg mistök og gaf Norðmönnum annað markið. Ófyrirgefanlegt á stóra sviðinu. Martraðaleikur fyrir Frederik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Lenti stundum í vandræðum með sinn mann og var eins og aðrir varnarmenn Íslands stundum úr stöðu. En harður af sér og gerði margt ágætlega.Kári Árnason, miðvörður 6 Besti varnarmaðurinn í annars slakri íslenskri vörn í dag. Eins og oft áður ótrúlega drjúgur í að skalla fyrirgjafir úr teignum. Átti sendinguna á Frederik í öðru marki Norðmanna sem gerði markverðinum enga greiða.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Leit ekki vel út í marki Norðmanna í fyrri hálfleik. Gerði samt sitt eftir það og við það skánaði varnarleikur Íslands.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Gerði fá mistök í sókninni en það var lítill kraftur í honum þegar hann var beðinn um að sækja.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Mikil gæði í þessum dreng og þegar hann náði að sýna þau var hann frábær. Dró af honum eftir því sem leið á leikinn.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 7 Stóð vaktina ágætlega í mikilvægu hlutverki á miðjunni. Fékk fáein skotfæri sem hann nýtti illa.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Orkumikill á miðjunni og hefði verið gaman að sjá meira koma úr hans aðgerðum. Sýnir að hann getur leyst þetta hlutverk vel af hólmi.Rúrik Gíslason, vinstri kantmaður 8 - maður leiksins Fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og nýtti það vel til að minna á sig. Var manna sprækastur þegar okkar menn voru heldur daufir í upphafi leiks og vítið sem hann fékk breytti leiknum fyrir Ísland.Jón Daði Böðvarsson, framherji 5 Ávallt duglegur og gerði margt ágætlega þegar langir boltar komu fram. En það kom lítið úr hans aðgerðum og hann komst einhvern veginn aldrei i takt við leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Skoraði fyrsta mark Íslands úr vítaspyrnu af miklu öryggi en fékk annars úr litlu að moða. Öflugur þegar hann fékk þó boltann. Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) 5 Gerði ágætlega í aðdraganda mark Gylfa Þórs en hann breytti annars litlu í leik Íslands.Sverri Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Ragnar á 46. mínútu) 5 Náði því miður ekki að bæta varnarleik Íslands.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Rúrik á 63. mínútu) 6 Kom inn af krafti. Vinnusamur að vana.Gylfi Þór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 63. mínútu) 7 Mark og stangarskot hjá Gylfa. Óhætt að hann gerði mikið fyrir sóknarleik Íslands eftir að hann kom inn á.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Emil á 82. mínútu) - Spilaði of lítði til að fá einkunn.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Sjá meira