Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.
Í þriðja sæti listans yfir tekjuhæstu listamennina er Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi, með 1,801 milljónir í mánaðarlaun og í fjórða sæti er rithöfundur Sigurjón B. Sigurðsson, sem er betur þekktur undir listamannsnafni sínu Sjón, með 1,648 milljónir á mánuði í laun.
Leikarinn og leikstjórinn Siggi Sigurjóns vermir svo fimmta sæti listans yfir tekjuhæstu listamennina með 1,573 milljónir króna í mánaðarlaun og í sjötta sæti er leikstjórinn Baltasar Kormákur 1,483 milljónir króna á mánuði.
Sigga Beinteins tekjuhæsta listakonan
Pétur Jóhann Sigfússon, leikari, er í sjöunda sæti listans með 1,393 milljónir króna í mánaðarlaun en fast á hæla hans kemur rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson með 1,361 milljónir króna á mánuði.Hilmir Snær Guðnason, leikari, vermir níunda sæti listans yfir tekjuhæstu listamennina með ,1324 milljónir króna í mánaðarlaun og í tíunda sæti er Huldar Freyr Arnarson, kvikmyndagerðarmaður, með 1,316 milljónir króna á mánuði.
Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, er tekjuhæsta listakonan ef marka má lista Frjálsrar verslunar en hún er í tólfta sæti með 1,112 milljónir króna á mánuði.
Ef tekin eru svo nokkur nöfn af handahófi af listanum má sjá að Jón Þór Birgisson, Jónsi, söngvari Sigur Rósar er með 825 þúsund krónur í mánaðarlaun Illugi Jökulsson, rithöfundur, er með 790 þúsund krónur í laun á mánuði, Arnaldur Indriðason, rithöfundur , með 765 þúsund krónur, Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur með 699 þúsund og Sigríður Thorlacius, söngkona, með 555 þúsund krónur.
Í neðsta sæti lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu listamennina er svo rithöfundurinn Hallgrímur Helgason með 161 þúsund krónur í mánaðarlaun.
Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2017 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.