Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 09:15 Íslendingarnar stóðu sig afar vel í stúkunni í gær, þrátt fyrir að vera í minnihluta. Vísir/Vilhelm Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, telur líklegt að reynsla Argentínumanna af heimsmeistarakeppninni geti skýrt af hverju umtalsvert fleiri Argentínumenn voru á Spartak-vellinum í Moskvu í gær á leik Íslands og Argentínu í gær. Hún segir ólíklegt að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót.Athygli vakti í gær á meðan leiknum stóð að margfalt fleiri virtust styðja Argentínu á vellinum og svo virðist því sem að stuðningsmönnum Argentínu hafi tekist að tryggja sér umtalsvert fleiri miða á leikinn en stóð stuðningsmönnum Íslenska landsliðisins til boða, líkt og Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður Vísis og Stöðvar 2, sem fylgir landsliðinu á HM, vakti athygli á í gær.Ekki nóg með að Argentínumenn hafi fengið 80% miða á völlinn en ekki 8% þá eru einnig Argentínumenn að selja Argentínumönnum fleiri miða fyrir utan völlinn. Ekki furða að FIFA svaraði engum póstum um miðamál.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 16, 2018 Þá óskaði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir því að fá skýringar á því hvernig hafi staðið á þessu, á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Í samtali við Vísi segir Klara Bjartmarz að innan sambandsins hafi ekki verið rætt hvort að óska eigi eftir skýringum frá FIFA, ekki síst í ljósi þess hversu illa gekk að fá svör frá FIFA í aðdraganda mótsins. KSÍ reyndi ítrekað að fá upplýsingar frá FIFA um framboð á miðum á mótið, án teljandi árangurs. „Við höfum ekki rætt þetta frekar en reynsla okkar er sú að við fáum takmarkaðar upplýsingar um miðasöluna þannig að ég veit ekki hvort við munum eyða einhverri orku í það núna,“ segir Klara sem var að hoppa á milli apóteka fyrir leikmenn og starfslið KSÍ þegar Vísir náði tali af henni. Segir hún að mikilvægt sé að hafa einbeitinguna á leiknum gegn Nígeríu sem fram fer á föstudaginn. Safna þurfi mikilli orku á skömmum tíma.Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.Sautjánda HM Argentínumanna, frumraun Íslands Þá segir Klara einnig að mögulega sé að finna eðlilegar skýringar á þessu og þá helst að líklegt sé að reynsla Argentínu af heimsmeistaramótinu hafi skilað sér þegar kom að því að næla sér í miða á mótið. Argentínumenn eru að taka þátt á sínu 17. heimsmeistaramóti á meðan Strákarnir okkar eru að þreyta frumraun sína. „Ef maður skoðar miðaferlið getur vel verið að reynsla Argentínumanna skýri eitthvað af þessu,“ segir Klara sem bætir þó við að auðvitað hafi starfslið KSÍ tekið eftir muninum á fjölda stuðningsmanna á leiknum. Mikilvægt sé þó að feta bilið á milli þess að vera ekki of tortryggin án þess þó að láta ganga á rétt KSÍ og stuðningsmanna landsliðsins. „Það var miðasöluferli ári fyrir mótið. Kannski keyptu þér sér miða þá öruggir um að þeir myndu fara áfram á meðan við kannski biðum aðeins átekta enda ekki gert þetta áður. Það var miðasöluferli sem hófst áður en okkar ferli fór af stað,“ segir Klara.Argentínumenn stórtækir í miðakaupum í fyrsta söluferlinu Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur undir höndum var Íslendingum úthlutað 1.365 miðum í miðasöluferlinu sem Klara vísar til. Það ferli hófst 14. september á síðasta ári. Í frétt á vef FIFA sem birt var eftir að því ferli lauk í nóvember á síðasta ári segir að alls hafi 742.760 miðum verið úthlutað og að þar hafi Argentínumenn verið sérstaklega stórtækir þegar kom að miðakaupum, ásamt þjóðum á borð við Englandi og Þýskalandi. Flestir Íslendingar sóttu um miða í söluferli tvö sem hófst eftir að dregið var í riðla og ljóst var hvaða lið myndu mætast, hvar og hvenær. Í því söluferli fékk Ísland úthlutað átta prósent af miðunum sem voru í boði fyrir leikinn en svo virðist sem að flestir Íslendingar hafi horft til þess ferlis til þess að reyna að ná í miða. Líkt og KSÍ, bjuggust Íslendingar, við að í því ferli yrðu fleiri miðar í boði, en sú var ekki raunin. Líkt og fyrr segir reyndi KSÍ, ásamt öðrum evrópskum knattspyrnusamböndum að fá skýringar á því, án árangurs. Segir Klara því að eftir allt þetta sé knattspyrnusambandið reynslunni ríkari í samskiptum sínum við FIFA, og því verði líklega ekki óskað eftir skýringum fyrr en eftir mót, verði það gert. „Hvort við förum að líta í baksýnisspegilinn og kryfja þetta mál eitthvað þá gerum við það kannski eftir mót þegar við fáum skýrari mynd af þessu öllu en núna er fókusinn á deginum í dag sem er endurheimtardagur og svo næsta leik.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Leikurinn með augum Villa: Svona var stórleikurinn í Moskvu Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson náði frábærum myndum úr leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi í dag. 16. júní 2018 20:00 Messi skaut oftar á markið en okkar menn til samans en skoraði ekki Opinber tölfræði leiksins liggur fyrir og kennir ýmissa grasa. 16. júní 2018 15:19 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, telur líklegt að reynsla Argentínumanna af heimsmeistarakeppninni geti skýrt af hverju umtalsvert fleiri Argentínumenn voru á Spartak-vellinum í Moskvu í gær á leik Íslands og Argentínu í gær. Hún segir ólíklegt að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót.Athygli vakti í gær á meðan leiknum stóð að margfalt fleiri virtust styðja Argentínu á vellinum og svo virðist því sem að stuðningsmönnum Argentínu hafi tekist að tryggja sér umtalsvert fleiri miða á leikinn en stóð stuðningsmönnum Íslenska landsliðisins til boða, líkt og Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður Vísis og Stöðvar 2, sem fylgir landsliðinu á HM, vakti athygli á í gær.Ekki nóg með að Argentínumenn hafi fengið 80% miða á völlinn en ekki 8% þá eru einnig Argentínumenn að selja Argentínumönnum fleiri miða fyrir utan völlinn. Ekki furða að FIFA svaraði engum póstum um miðamál.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 16, 2018 Þá óskaði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir því að fá skýringar á því hvernig hafi staðið á þessu, á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Í samtali við Vísi segir Klara Bjartmarz að innan sambandsins hafi ekki verið rætt hvort að óska eigi eftir skýringum frá FIFA, ekki síst í ljósi þess hversu illa gekk að fá svör frá FIFA í aðdraganda mótsins. KSÍ reyndi ítrekað að fá upplýsingar frá FIFA um framboð á miðum á mótið, án teljandi árangurs. „Við höfum ekki rætt þetta frekar en reynsla okkar er sú að við fáum takmarkaðar upplýsingar um miðasöluna þannig að ég veit ekki hvort við munum eyða einhverri orku í það núna,“ segir Klara sem var að hoppa á milli apóteka fyrir leikmenn og starfslið KSÍ þegar Vísir náði tali af henni. Segir hún að mikilvægt sé að hafa einbeitinguna á leiknum gegn Nígeríu sem fram fer á föstudaginn. Safna þurfi mikilli orku á skömmum tíma.Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ.Sautjánda HM Argentínumanna, frumraun Íslands Þá segir Klara einnig að mögulega sé að finna eðlilegar skýringar á þessu og þá helst að líklegt sé að reynsla Argentínu af heimsmeistaramótinu hafi skilað sér þegar kom að því að næla sér í miða á mótið. Argentínumenn eru að taka þátt á sínu 17. heimsmeistaramóti á meðan Strákarnir okkar eru að þreyta frumraun sína. „Ef maður skoðar miðaferlið getur vel verið að reynsla Argentínumanna skýri eitthvað af þessu,“ segir Klara sem bætir þó við að auðvitað hafi starfslið KSÍ tekið eftir muninum á fjölda stuðningsmanna á leiknum. Mikilvægt sé þó að feta bilið á milli þess að vera ekki of tortryggin án þess þó að láta ganga á rétt KSÍ og stuðningsmanna landsliðsins. „Það var miðasöluferli ári fyrir mótið. Kannski keyptu þér sér miða þá öruggir um að þeir myndu fara áfram á meðan við kannski biðum aðeins átekta enda ekki gert þetta áður. Það var miðasöluferli sem hófst áður en okkar ferli fór af stað,“ segir Klara.Argentínumenn stórtækir í miðakaupum í fyrsta söluferlinu Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur undir höndum var Íslendingum úthlutað 1.365 miðum í miðasöluferlinu sem Klara vísar til. Það ferli hófst 14. september á síðasta ári. Í frétt á vef FIFA sem birt var eftir að því ferli lauk í nóvember á síðasta ári segir að alls hafi 742.760 miðum verið úthlutað og að þar hafi Argentínumenn verið sérstaklega stórtækir þegar kom að miðakaupum, ásamt þjóðum á borð við Englandi og Þýskalandi. Flestir Íslendingar sóttu um miða í söluferli tvö sem hófst eftir að dregið var í riðla og ljóst var hvaða lið myndu mætast, hvar og hvenær. Í því söluferli fékk Ísland úthlutað átta prósent af miðunum sem voru í boði fyrir leikinn en svo virðist sem að flestir Íslendingar hafi horft til þess ferlis til þess að reyna að ná í miða. Líkt og KSÍ, bjuggust Íslendingar, við að í því ferli yrðu fleiri miðar í boði, en sú var ekki raunin. Líkt og fyrr segir reyndi KSÍ, ásamt öðrum evrópskum knattspyrnusamböndum að fá skýringar á því, án árangurs. Segir Klara því að eftir allt þetta sé knattspyrnusambandið reynslunni ríkari í samskiptum sínum við FIFA, og því verði líklega ekki óskað eftir skýringum fyrr en eftir mót, verði það gert. „Hvort við förum að líta í baksýnisspegilinn og kryfja þetta mál eitthvað þá gerum við það kannski eftir mót þegar við fáum skýrari mynd af þessu öllu en núna er fókusinn á deginum í dag sem er endurheimtardagur og svo næsta leik.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Leikurinn með augum Villa: Svona var stórleikurinn í Moskvu Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson náði frábærum myndum úr leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi í dag. 16. júní 2018 20:00 Messi skaut oftar á markið en okkar menn til samans en skoraði ekki Opinber tölfræði leiksins liggur fyrir og kennir ýmissa grasa. 16. júní 2018 15:19 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Leikurinn með augum Villa: Svona var stórleikurinn í Moskvu Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson náði frábærum myndum úr leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi í dag. 16. júní 2018 20:00
Messi skaut oftar á markið en okkar menn til samans en skoraði ekki Opinber tölfræði leiksins liggur fyrir og kennir ýmissa grasa. 16. júní 2018 15:19
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00