Líf og fjör á Þjóðhátíðardeginum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 07:30 Það er nóg að gera í dag. Vísir/Andri Marinó Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur í dag. Dagskráin er fjölbreytt og í boði verða fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt fleira.Dagskráin hefst kl. 10.00 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík og síðan hefst hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og Sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars en einsöngvari er Jón Svavar Jósefsson.Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.10. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir flytur hátíðarræðu.Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveit verkalýðsins leikur við athöfnina.Skrúðgöngur hefjast á slaginu eitt Skátar og hestamenn frá Fáki leiða skrúðgöngu kl. 13 frá Hlemmi niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur og hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn reka lestina á pallbíl. Skátar leiða á sama tíma skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur.Þegar skrúðgöngur koma í Hljómskálagarðinn hefjast stórtónleikar sem standa til kl. 18.00. Meðal þeirra sem koma fram eru Heimilistónar, Daði Freyr, hljómsveitin Ateria sem sigraði Músíktilraunir í ár, Ronja Ræningjadóttir, Floni og Aron Can lýkur tónlistarveislunni kl. 18.Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Keppnin Sterkasti maður Íslands hefst kl. 13.30 en keppnin er ein elsta og virtasta kraftakeppni heims og rekur sögu sína frá árinu 1985.Skátar sjá um náttúruþrautabraut, leiktæki og hoppukastala og er frítt í öll tæki. Sirkus Íslands verður með sýningar þar sem litríkir karakterar bregða á leik og börn og fullorðnir fá að spreyta sig í allskyns sirkuskúnstum. Víkingafélagið Víðförull sýnir lifnaðarhætti víkinganna og listhópar Hins hússins og Götuleikhússins troða upp. Brúðubílinn verður á sínum stað og skemmtir ungum sem öldnum. Ýmsar uppákomur verða á víð á dreif um garðinn. Má þar nefnda Blaðrarann, Diva Hollywood og Skeggjuðu konuna.Dagskrá dagsins í dag má nálgast á 17juni.iKort af hátíðarsvæðinu 17. júní Reykjavík Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur í dag. Dagskráin er fjölbreytt og í boði verða fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt fleira.Dagskráin hefst kl. 10.00 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík og síðan hefst hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og Sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars en einsöngvari er Jón Svavar Jósefsson.Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.10. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir flytur hátíðarræðu.Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveit verkalýðsins leikur við athöfnina.Skrúðgöngur hefjast á slaginu eitt Skátar og hestamenn frá Fáki leiða skrúðgöngu kl. 13 frá Hlemmi niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur og hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn reka lestina á pallbíl. Skátar leiða á sama tíma skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur.Þegar skrúðgöngur koma í Hljómskálagarðinn hefjast stórtónleikar sem standa til kl. 18.00. Meðal þeirra sem koma fram eru Heimilistónar, Daði Freyr, hljómsveitin Ateria sem sigraði Músíktilraunir í ár, Ronja Ræningjadóttir, Floni og Aron Can lýkur tónlistarveislunni kl. 18.Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Keppnin Sterkasti maður Íslands hefst kl. 13.30 en keppnin er ein elsta og virtasta kraftakeppni heims og rekur sögu sína frá árinu 1985.Skátar sjá um náttúruþrautabraut, leiktæki og hoppukastala og er frítt í öll tæki. Sirkus Íslands verður með sýningar þar sem litríkir karakterar bregða á leik og börn og fullorðnir fá að spreyta sig í allskyns sirkuskúnstum. Víkingafélagið Víðförull sýnir lifnaðarhætti víkinganna og listhópar Hins hússins og Götuleikhússins troða upp. Brúðubílinn verður á sínum stað og skemmtir ungum sem öldnum. Ýmsar uppákomur verða á víð á dreif um garðinn. Má þar nefnda Blaðrarann, Diva Hollywood og Skeggjuðu konuna.Dagskrá dagsins í dag má nálgast á 17juni.iKort af hátíðarsvæðinu
17. júní Reykjavík Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira