Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júní 2018 14:45 Leikurinn verður einnig sýndur í Listagilinu á Akureyri. Vísir/Hjalti Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. Leikurinn verður sýndur á risaskjám víða á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Akureyri.Mikil eftirvænting er fyrir leik Íslands og Argentínu sem fram fer í Mosvku og er opnunarleikur D-riðils keppninnar. Lionel Messi og félagar bíða Strákanna okkar og allar líkur eru á því hart verði tekist á.Leikurinn er sem fyrr segir á laugardaginn og hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma.En hvar verður hægt að horfa á leikinn á risaskjám í hópi fólks úti við?Á Ingólfstorgi, Hljómskálagarðinum og í Hjartagarðinum. Leikurinn gegn Argentínu er ekki eini leikurinn sem sýndur verður á þessum tveimur stöðum. Allir leikir Íslands í riðlakeppni HM verða sýndir á stórum skjá í beinni útsendingu í Hljómskálagarðinum líkt og var gert á Ingólfstorgi í kringum EM kvenna og karla síðustu ár. Ingólfstorg verður þó ekki yfirgefið því allir leikir keppninnar verða sýndir þar. Síðustu leikir Íslands voru fluttir á Arnarhól fyrir tveimur árum en ákveðið var að Hljómskálagarðurinn hentaði betur í þetta verkefni. Fari Ísland upp úr riðlinum stendur til að þeir leikir verði einnig í Hljómskálagarðinum. Mikið verður um dýrðir í hljómskálagarði, seldar verða veitingar, leiktæki verða fyrir börn auk þess sem að gert er ráð fyrir nestisborðum, svo snæða megi nesti á meðan leik stendur. Leikurinn verður einnig sýndur á risaskjá í Hjartagarðinum í miðbænum, á milli 66°Norður verslunarinnar og Canopy hótelsins.Svona verður þetta í HjómskálagarðiMynd/ReykjavíkurborgÍ Vesturbænum Fyrir þá sem vilja ekki skjótast í miðborgina verður leikurinn einnig sýndur við sundlaugartúnið hjá Vesturbæjarlauginni. Gísli Marteinn Baldursson, tilkynnti þetta, í Facebook-hóp sem ætlaður er Vesturbæingum. Þar greindi hann frá því að Brauð&co, Hagavagninn, Kaffihús Vesturbæjar og Melabúðin ætli að setja upp risaskjá túnið þar sem horfa má á alla leiki íslenska landsliðsins á HM. Coke og Origo eru styrktaraðilar þess að setja upp skjáinn. „Við sjáum þetta sem kjörið tækifæri fyrir hverfið og fjölskyldur til að gera eitthvað skemmtilegt saman og skapa góðan hverfis-anda. Nú er bara að hugsa hlýlega til veðurguðanna og fá smá hlé á rigningunni og þá getum við átt frábæra og eftirminnilega upplifun í hverfinu okkar,“ skrifaði Gísli í hópinn og hvetur hann íbúa Vesturbæjar til þess að taka með sér teppi og tjaldstjóla.Í Kópavogi Leikur Íslands og Argentínu verður einnig sýndur í Kópavogi. Leikurinn verður sýndur á Rútstúni í miðbæ Kópavogs.Á svæðinu verða seldar veitingar en íþróttafélög sem sjá um söluna, líkt og á 17.júní.Í Garðabæ Garðbæingar geta einnig horft á leikinn í sínum heimabæ og verður leikurinn sýndur í Garðatorgi. Hefst dagskrá klukkan 11.30 og býður bærinn bæjarbúum upp á rútuferðir til og frá Garðatorgi. Sett verður upp stórt svið á torginu þar sem skjá verður komið fyrir. Veitingahúsin á Garðatorgi verða með veitingar til sölu, bæði á fljótandi og föstu formi, sem hægt er að gæða sér á yfir leiknum. Þá munu Jón Jósep Snæbjörnsson og Jógvan Hansen halda uppi stemmningu fyrir leik og í hálfleik. Gestir eru beðnir um að koma með útilegustóla með sér en eitthvað verður af plaststólum. Garðatorg verður að miklu leyti lokað fyrir bílaumferð vegna leiksins frá og með föstudegi 15. júní og eru ökumenn beðnir um að taka tillit til þess.Nánari upplýsingar um rútuferðirnar má nálgast hér.Mikil stemmning getur myndast.Í HafnarfirðiHafnfirðingar geta einnig horft á leikinn í sinni heimabyggð. Bein útsending verðu Thorsplani frá leiknum. Sem fyrr segir hefst leikurinn klukkan 1 en mælst er til þess að þeir sem ætli að horfa á leikinn í Hafnarfirði verði mættir fyrir klukkan eitt. Í verslunum verður hægt að kaupa HM vörur í fánalitunum og á veitingastöðum verður matur og drykkur á HM tilboði. Strandgötu verður breytt í göngugötu fyrir og eftir leik og eru bæjarbúar hvattir til að ganga, hjóla eða taka strætó til þess að komast á Thorsplanið.Á Akureyri Akureyringar þurfa ekki að bruna til Reykjavíkur til þess að geta horft á leikinn úti við á risaskjá. Settur verður upp 15 fermetra risaskjár í Listagilinu.Eru allir hvattir til þess að mæta í bláu og taka með sér stóla sé áhugi fyrir því að sitja og horfa á leikinn. Hægt verður að horfa á alla leiki landsliðsins í Gilinu.Í Vestmannaeyjum Vestmannaeyingar eru ekki eftirbátar annarra landsmanna á meginlandinu. Hægt verður að horfa á leik Íslands og Argentínu á risaskjá á Stakkagerðistúni í Vestmannaeyjum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Íslands í sigurliðinu á þingi FIFA Stærsta fréttin frá 68. þingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var án efa niðurstaða kosningarinnar um hvar heimsmeistarakeppnin árið 2026 muni fara fram. 13. júní 2018 11:50 Ætla að fagna sæti Íslands í sextán liða úrslitum í gamalli sígarettuverksmðju Tólfan lofar trylltum Íslendingapartýjum eftir leikina þrjá í Rússlandi. 13. júní 2018 17:00 HM í dag: Enginn kúkur í lauginni í Kabardinka Þáttur dagsins er tekinn upp í sundlauginni á fjölmiðlahótelinu enda hitinn óbærilegur. 13. júní 2018 09:00 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. Leikurinn verður sýndur á risaskjám víða á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Akureyri.Mikil eftirvænting er fyrir leik Íslands og Argentínu sem fram fer í Mosvku og er opnunarleikur D-riðils keppninnar. Lionel Messi og félagar bíða Strákanna okkar og allar líkur eru á því hart verði tekist á.Leikurinn er sem fyrr segir á laugardaginn og hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma.En hvar verður hægt að horfa á leikinn á risaskjám í hópi fólks úti við?Á Ingólfstorgi, Hljómskálagarðinum og í Hjartagarðinum. Leikurinn gegn Argentínu er ekki eini leikurinn sem sýndur verður á þessum tveimur stöðum. Allir leikir Íslands í riðlakeppni HM verða sýndir á stórum skjá í beinni útsendingu í Hljómskálagarðinum líkt og var gert á Ingólfstorgi í kringum EM kvenna og karla síðustu ár. Ingólfstorg verður þó ekki yfirgefið því allir leikir keppninnar verða sýndir þar. Síðustu leikir Íslands voru fluttir á Arnarhól fyrir tveimur árum en ákveðið var að Hljómskálagarðurinn hentaði betur í þetta verkefni. Fari Ísland upp úr riðlinum stendur til að þeir leikir verði einnig í Hljómskálagarðinum. Mikið verður um dýrðir í hljómskálagarði, seldar verða veitingar, leiktæki verða fyrir börn auk þess sem að gert er ráð fyrir nestisborðum, svo snæða megi nesti á meðan leik stendur. Leikurinn verður einnig sýndur á risaskjá í Hjartagarðinum í miðbænum, á milli 66°Norður verslunarinnar og Canopy hótelsins.Svona verður þetta í HjómskálagarðiMynd/ReykjavíkurborgÍ Vesturbænum Fyrir þá sem vilja ekki skjótast í miðborgina verður leikurinn einnig sýndur við sundlaugartúnið hjá Vesturbæjarlauginni. Gísli Marteinn Baldursson, tilkynnti þetta, í Facebook-hóp sem ætlaður er Vesturbæingum. Þar greindi hann frá því að Brauð&co, Hagavagninn, Kaffihús Vesturbæjar og Melabúðin ætli að setja upp risaskjá túnið þar sem horfa má á alla leiki íslenska landsliðsins á HM. Coke og Origo eru styrktaraðilar þess að setja upp skjáinn. „Við sjáum þetta sem kjörið tækifæri fyrir hverfið og fjölskyldur til að gera eitthvað skemmtilegt saman og skapa góðan hverfis-anda. Nú er bara að hugsa hlýlega til veðurguðanna og fá smá hlé á rigningunni og þá getum við átt frábæra og eftirminnilega upplifun í hverfinu okkar,“ skrifaði Gísli í hópinn og hvetur hann íbúa Vesturbæjar til þess að taka með sér teppi og tjaldstjóla.Í Kópavogi Leikur Íslands og Argentínu verður einnig sýndur í Kópavogi. Leikurinn verður sýndur á Rútstúni í miðbæ Kópavogs.Á svæðinu verða seldar veitingar en íþróttafélög sem sjá um söluna, líkt og á 17.júní.Í Garðabæ Garðbæingar geta einnig horft á leikinn í sínum heimabæ og verður leikurinn sýndur í Garðatorgi. Hefst dagskrá klukkan 11.30 og býður bærinn bæjarbúum upp á rútuferðir til og frá Garðatorgi. Sett verður upp stórt svið á torginu þar sem skjá verður komið fyrir. Veitingahúsin á Garðatorgi verða með veitingar til sölu, bæði á fljótandi og föstu formi, sem hægt er að gæða sér á yfir leiknum. Þá munu Jón Jósep Snæbjörnsson og Jógvan Hansen halda uppi stemmningu fyrir leik og í hálfleik. Gestir eru beðnir um að koma með útilegustóla með sér en eitthvað verður af plaststólum. Garðatorg verður að miklu leyti lokað fyrir bílaumferð vegna leiksins frá og með föstudegi 15. júní og eru ökumenn beðnir um að taka tillit til þess.Nánari upplýsingar um rútuferðirnar má nálgast hér.Mikil stemmning getur myndast.Í HafnarfirðiHafnfirðingar geta einnig horft á leikinn í sinni heimabyggð. Bein útsending verðu Thorsplani frá leiknum. Sem fyrr segir hefst leikurinn klukkan 1 en mælst er til þess að þeir sem ætli að horfa á leikinn í Hafnarfirði verði mættir fyrir klukkan eitt. Í verslunum verður hægt að kaupa HM vörur í fánalitunum og á veitingastöðum verður matur og drykkur á HM tilboði. Strandgötu verður breytt í göngugötu fyrir og eftir leik og eru bæjarbúar hvattir til að ganga, hjóla eða taka strætó til þess að komast á Thorsplanið.Á Akureyri Akureyringar þurfa ekki að bruna til Reykjavíkur til þess að geta horft á leikinn úti við á risaskjá. Settur verður upp 15 fermetra risaskjár í Listagilinu.Eru allir hvattir til þess að mæta í bláu og taka með sér stóla sé áhugi fyrir því að sitja og horfa á leikinn. Hægt verður að horfa á alla leiki landsliðsins í Gilinu.Í Vestmannaeyjum Vestmannaeyingar eru ekki eftirbátar annarra landsmanna á meginlandinu. Hægt verður að horfa á leik Íslands og Argentínu á risaskjá á Stakkagerðistúni í Vestmannaeyjum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Íslands í sigurliðinu á þingi FIFA Stærsta fréttin frá 68. þingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var án efa niðurstaða kosningarinnar um hvar heimsmeistarakeppnin árið 2026 muni fara fram. 13. júní 2018 11:50 Ætla að fagna sæti Íslands í sextán liða úrslitum í gamalli sígarettuverksmðju Tólfan lofar trylltum Íslendingapartýjum eftir leikina þrjá í Rússlandi. 13. júní 2018 17:00 HM í dag: Enginn kúkur í lauginni í Kabardinka Þáttur dagsins er tekinn upp í sundlauginni á fjölmiðlahótelinu enda hitinn óbærilegur. 13. júní 2018 09:00 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands í sigurliðinu á þingi FIFA Stærsta fréttin frá 68. þingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var án efa niðurstaða kosningarinnar um hvar heimsmeistarakeppnin árið 2026 muni fara fram. 13. júní 2018 11:50
Ætla að fagna sæti Íslands í sextán liða úrslitum í gamalli sígarettuverksmðju Tólfan lofar trylltum Íslendingapartýjum eftir leikina þrjá í Rússlandi. 13. júní 2018 17:00
HM í dag: Enginn kúkur í lauginni í Kabardinka Þáttur dagsins er tekinn upp í sundlauginni á fjölmiðlahótelinu enda hitinn óbærilegur. 13. júní 2018 09:00