Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 14:15 Frederik Schram á markmannsæfingu á æfingasvæðinu í Kabardinka. Vísir/Vilhelm Markvörðurinn Frederik Schram hefur aldrei búið á Íslandi. Hann hefur hins vegar spilað sextán sinnum fyrir Íslands hönd, fjórum sinnum með A-liðinu og tólf sinnum með yngri landsliðum. Hann segir það aldrei hafa verið neitt val að velja Ísland þrátt fyrir að hafa búið í Danmörku allt sitt líf. Að spila fyrir Ísland væri draumur og nú er hann að reyna að ná tökum á íslenskunni. Blaðamaður ræddi við Frederik á ensku sem hann talar með hefðbundnum dönskum hreim. Hann skaut þó inn einu og einu orði á íslensku sem birtast í gæsalöppum hér að neðan. „Ég skil meira og meira og mér finnst þetta ganga frekar vel. Ég er með „kennslubók“ og er að reyna að bæta mig dag frá degi. Læra orð en það er erfitt að „beygja orðin“. Tungumálið er mjög erfitt að læra en ég ætla að læra það. Ég geri mitt besta og auðvitað eru allir í kringum mig að tala íslensku. Ég heyri hana stöðugt, reyni að tala en svo gríp ég í enskuna þegar flóknari hlutir eru til umræður. En annars reyni ég eins og ég get.“ En hver ætli sé besti kennarinn í hópnum? Ragnar Sigurðsson fyrir miðju á tali við Emil Hallfreðsson.Vísir/Vilhelm„Raggi er mjög góður í tungumálum, ekki aðeins íslensku heldur talar hann reiprennandi sænsku og dönsku og farinn að tala rússnesku. Rúrik og núna Samúel Kári sem ég hef verið herbergisfélagi með. Hann flettir í gegnum kennslubókina með mér og reynir að kenna mér.“ Frederik hefur búið í Danmörku allt sitt líf. Móðir hans er íslensk og faðir hans danskur. „Já, en ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. Svo það er alltaf auðveldara að skilja afa. Mamma talar reiprennandi íslensku en kenndi mér aldrei. Svoleiðis er þetta og nú verð ég bara að læra íslenskunna eins vel og ég get.“ Flest samskipti þjálfarateymisins við leikmennina fara fram á íslensku hvort sem er á æfingum eða fundum utan æfingatíma. Heimir Hallgrímsson þungt svæði á æfingasvæðinu hjá landsliðinu.Vísir/Vilhelm„Á fundunum skil ég svo til allt. Fótboltamál er eitthvað sem maður lærir hratt og það skil ég best. Það er ekkert vandamál.“ Það sé ekki þannig að eftir hvern fund, þegar Heimir spyrji hvort það séu einhverjar spurningar, að Frederik sé eitt stórt spurningamerki með hönd á lofti. „Ég hef bætt mig mjög mikið og skil í rauninni allt á fundunum. Auðvitað er eitt og eitt orð sem ég skil ekki og þá hugsa ég „hvaða helvítis orð er þetta?“ en þá get ég bara spurt eftir fundinn. En annars skil ég allt.“Frederik Schram spyrnir á æfingu landsliðsins.Vísir/VilhelmUm ákvörðunina að spila fyrir Ísland en ekki Danmörku segir kappinn: „Þetta var aldrei erfið ákvörðun. Ég hef alltaf verið íslenskur,“ segir Frederik og minnir á landsleiki sína fyrir yngri landsliðin þar sem sérstaklega gaman hafi verið að mæta Danmörku, og sigri Dani. „Þegar ég var fjórtán eða fimmtán fór ég á æfingar til að komast í 17 ára hópinn hjá KSÍ. Þetta hefur aldrei verið spurning. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera í hópnum.“ En er þetta eins og draumur hérna úti? „Það er pínu erfitt að átta sig á því að maður er hérna. En maður verður bara að gera sitt besta og njóta hvers dags. Þá getur maður vonandi síðar meir litið til baka og átt góða minningu.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Markvörðurinn Frederik Schram hefur aldrei búið á Íslandi. Hann hefur hins vegar spilað sextán sinnum fyrir Íslands hönd, fjórum sinnum með A-liðinu og tólf sinnum með yngri landsliðum. Hann segir það aldrei hafa verið neitt val að velja Ísland þrátt fyrir að hafa búið í Danmörku allt sitt líf. Að spila fyrir Ísland væri draumur og nú er hann að reyna að ná tökum á íslenskunni. Blaðamaður ræddi við Frederik á ensku sem hann talar með hefðbundnum dönskum hreim. Hann skaut þó inn einu og einu orði á íslensku sem birtast í gæsalöppum hér að neðan. „Ég skil meira og meira og mér finnst þetta ganga frekar vel. Ég er með „kennslubók“ og er að reyna að bæta mig dag frá degi. Læra orð en það er erfitt að „beygja orðin“. Tungumálið er mjög erfitt að læra en ég ætla að læra það. Ég geri mitt besta og auðvitað eru allir í kringum mig að tala íslensku. Ég heyri hana stöðugt, reyni að tala en svo gríp ég í enskuna þegar flóknari hlutir eru til umræður. En annars reyni ég eins og ég get.“ En hver ætli sé besti kennarinn í hópnum? Ragnar Sigurðsson fyrir miðju á tali við Emil Hallfreðsson.Vísir/Vilhelm„Raggi er mjög góður í tungumálum, ekki aðeins íslensku heldur talar hann reiprennandi sænsku og dönsku og farinn að tala rússnesku. Rúrik og núna Samúel Kári sem ég hef verið herbergisfélagi með. Hann flettir í gegnum kennslubókina með mér og reynir að kenna mér.“ Frederik hefur búið í Danmörku allt sitt líf. Móðir hans er íslensk og faðir hans danskur. „Já, en ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. Svo það er alltaf auðveldara að skilja afa. Mamma talar reiprennandi íslensku en kenndi mér aldrei. Svoleiðis er þetta og nú verð ég bara að læra íslenskunna eins vel og ég get.“ Flest samskipti þjálfarateymisins við leikmennina fara fram á íslensku hvort sem er á æfingum eða fundum utan æfingatíma. Heimir Hallgrímsson þungt svæði á æfingasvæðinu hjá landsliðinu.Vísir/Vilhelm„Á fundunum skil ég svo til allt. Fótboltamál er eitthvað sem maður lærir hratt og það skil ég best. Það er ekkert vandamál.“ Það sé ekki þannig að eftir hvern fund, þegar Heimir spyrji hvort það séu einhverjar spurningar, að Frederik sé eitt stórt spurningamerki með hönd á lofti. „Ég hef bætt mig mjög mikið og skil í rauninni allt á fundunum. Auðvitað er eitt og eitt orð sem ég skil ekki og þá hugsa ég „hvaða helvítis orð er þetta?“ en þá get ég bara spurt eftir fundinn. En annars skil ég allt.“Frederik Schram spyrnir á æfingu landsliðsins.Vísir/VilhelmUm ákvörðunina að spila fyrir Ísland en ekki Danmörku segir kappinn: „Þetta var aldrei erfið ákvörðun. Ég hef alltaf verið íslenskur,“ segir Frederik og minnir á landsleiki sína fyrir yngri landsliðin þar sem sérstaklega gaman hafi verið að mæta Danmörku, og sigri Dani. „Þegar ég var fjórtán eða fimmtán fór ég á æfingar til að komast í 17 ára hópinn hjá KSÍ. Þetta hefur aldrei verið spurning. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera í hópnum.“ En er þetta eins og draumur hérna úti? „Það er pínu erfitt að átta sig á því að maður er hérna. En maður verður bara að gera sitt besta og njóta hvers dags. Þá getur maður vonandi síðar meir litið til baka og átt góða minningu.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira