Tveir dagar í HM: Leikurinn sem sjokkeraði brasilísku þjóðina og eyðilagði líf eins manns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 11:00 Stuðningsmenn Brasilíu hágrétu fyrir 58 árum síðar. Vísir/Getty Árið 1950 héldu Brasilíumenn heimsmeistarakeppnina í fótbolta og byggðu stærsta leikvang heims til að hýsa sigurveisluna þegar landslið þeirra myndi vinna langþráðan heimsmeistaratitil í knattspyrnu. 16. júlí 1950 breytist aftur á móti í einn svartasta dag í sögu brasilísku þjóðarinnar. Áfallið þegar nágrannar þeirra frá Úrúgvæ stálu sigrinum og heimsmeistaratitlinum og eyðilögðu sigurveisluna var svo mikið að það fékk viðurnafnið Maracanazo. Þetta eru ennþá, nú 68 árum seinna, ein allra óvæntustu úrslitin í sögu heimsmeistarakeppninnar. Brasilíska landsliðið 1950 var frábært lið og örugglega eitt það allra besta sem náði ekki að vinna HM. Liðið var sem dæmi búið að skora þrettán mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum í úrslitariðlinum þegar kom að lokaleiknum á móti Úrúgvæ. Brasilíska þjóðin var þarna orðin hugfangin af fótboltanum og öll umfjöllun í aðdraganda lokaleiksins snérist frekar um hvernig Brasilíumenn ætluðu að fagna frekar en hvernig þeir ætluðu að vinna. Það þótti sjálfsagt að brasilíska liðið myndi vinna landslið Úrúgvæ.Liðsmaður Úrúgvæ reynir að komast útaf vellinum í leikslok.Vísir/GettyPressan á leikmenn brasilíska liðsins óx með hverri mínútunni sem leið og þegar inn á völlinn kom stóðu þeir frammi fyrir tvö hundruð þúsund manns sem allir heimtuðu sigur og helst stórsigur. Braslíska landsliðið var vissulega með besta liðið og hafði sýnt það og sannað í keppninni. Í fyrsta og eina skiptið fór ekki fram sérstakur úrslitaleikur heldur var spilaður úrslitaleikur. Eftir stórsigrana tvo í fyrstu tveimur leikjunum nægði Brasilíumönnum jafntefli í lokaleiknum. Úrúgvæmenn þurftu aftur á móti að vinna leikinn. Eftir að Brasilíumenn komust í 1-0 og allt varð vitlaust meðal tvö hundruð þúsund áhorfenda héldu eflaust að von væri á enn einni markaveislunni en leikmenn Úrúgvæ tóku sér nægan tíma að byrja leikinn aftur og róuðu með því áhorfendaskarann. Þeir gerðu gott betur en að jafna metin því mörk frá Juan Alberto Schiaffino og Alcides Ghiggia sá til þess að það mátti heyra saumnál detta á velli þar sem tvö hundruð þúsund manns voru í stúkunni. Það ótrúlega hafði gerst. Úrúgvæ vann og varð því heimsmeistari í annað sinn. Brasilíumenn klúðruðu þessu dauðafæri að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn.Brasilísku landsliðsmennirnir þurftu að fara í felur eftir leikinn. Hér stilla þeir sér upp.Vísir/GettySjokkið var það mikið að frægur brasilískur útvarpsmaður hætti störfum og neitaði að segja frá úrslitunum og sumir stuðningsmenn brasilíska landsliðsins frömdu sjálfsmorð með því að hoppa fram af risavöxnum leikvanginum. Öll brasilíska þjóðin var í losti og leikmenn liðsins fóru í felur eftir leikinn. Enginn fór þó verr út úr þessum degi en brasilíski markvörðurinn Moacir Barbosa sem var gerður að blóraböggli í augum almennings. Barbosa var illa staðsettur í sigurmarki Úrúgvæ og það leit út fyrir að hann hafi reiknað með fyrirgjöf frá Alcides Ghiggia en ekki skoti. Ghiggia talaði um stundina þegar hann þaggaði niður í tvö hundruð þúsund brasilískum áhorfendum. „Það hafa bara þrír menn fengið algjört hljóð á Maracana leikvanginum ... Sinatra, John-Paul páfi og ég,“ sagði Alcides Ghiggia mörgum árum seinna. Við tók hálfrar aldar pína þar sem Barbosa losnaði aldrei við Maracanazo stimpilinn. Hann spilaði aldrei aftur fyrir brasilíska landsliðið og honum var aldrei fyrirgefið af brasilísku þjóðinni. Fólkið spýtti á hann og niðurlægði hann við hvert tækifæri. Lífið hans varð að algjörri martröð.Moacir Barbosa búinn að missa af boltanum. Úrúgvæ hefur skorað sigurmarkið.Vísir/GettyMoacir Barbosa fór sem dæmi í viðtal árið 2000, skömmu fyrir andlát sitt. „Hámarksrefsing í Brasilíu er 30 ára fangelsi en ég hef þurft að borga fyrir það, sem ég átti ekki einu sinni sök á, í 50 ár,“ sagði Moacir Barbosa en hann lést í april 2000. Brasilíumenn sáu Moacir Barbosa alla tíð sem óheillakráku og hann losnaði aldrei við smánarblettinn frá 1950. Hann mátti sem dæmi ekki koma á æfingu í brasilíska landsliðsins af ótta við það að hann færði liðinu ógæfu og þá bannað formaður brasilíska knattspyrnusambandsins honum að lýsa leikjum liðsins á HM. Brasilíumönnum tókst loksins að vinna heimsmeistaratitilinn á HM í Svíþjóð átta árum síðar en þá var kominn í liðið hinn sautján ára gamli Pele. Brasilíumenn (og Pele) unnu HM alls þrisvar í næstu fjórum keppnum.Vísir/GettyVísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 3 dagar í HM: Fékk skó lánaða hjá varamanni og setti markamet sem verður líklega aldrei slegið Þrettán mörk í sex leikjum. Flest liðin á HM í Rússlandi væru eflaust mjög sátt með slíkt markaskor í heimsmeistarakeppninni sem hefst á fimmtudaginn. Það er því ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar tali jafnan um markametið sem verður líklega aldrei slegið. 11. júní 2018 12:00 13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00 15 dagar í HM: Þegar Zenga lokaði búrinu á heimavelli Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. 30. maí 2018 13:30 6 dagar í HM: Skoraði sjálfsmark og var myrtur er hann snéri heim Saga Kólumbíumannsins Andres Escobar er ein sú sorglegasta sem tengist HM. 8. júní 2018 12:00 14 dagar í HM: Þegar Nígeríumenn urðu óvænt heitasta og skemmtilegasta liðið á HM Íslendingar eru að fara að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Rússlandi eftir tvær vikur og mæta þar meðal annars Nígeríumönnum í riðlinum. Nígeríumenn voru í sömu stöðu á HM í Bandaríkjunum 1994 og slógu þá í gegn enda með yfirlýst markmið að ætla sér að skemmta fólki. 31. maí 2018 11:00 7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Árið 1950 héldu Brasilíumenn heimsmeistarakeppnina í fótbolta og byggðu stærsta leikvang heims til að hýsa sigurveisluna þegar landslið þeirra myndi vinna langþráðan heimsmeistaratitil í knattspyrnu. 16. júlí 1950 breytist aftur á móti í einn svartasta dag í sögu brasilísku þjóðarinnar. Áfallið þegar nágrannar þeirra frá Úrúgvæ stálu sigrinum og heimsmeistaratitlinum og eyðilögðu sigurveisluna var svo mikið að það fékk viðurnafnið Maracanazo. Þetta eru ennþá, nú 68 árum seinna, ein allra óvæntustu úrslitin í sögu heimsmeistarakeppninnar. Brasilíska landsliðið 1950 var frábært lið og örugglega eitt það allra besta sem náði ekki að vinna HM. Liðið var sem dæmi búið að skora þrettán mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum í úrslitariðlinum þegar kom að lokaleiknum á móti Úrúgvæ. Brasilíska þjóðin var þarna orðin hugfangin af fótboltanum og öll umfjöllun í aðdraganda lokaleiksins snérist frekar um hvernig Brasilíumenn ætluðu að fagna frekar en hvernig þeir ætluðu að vinna. Það þótti sjálfsagt að brasilíska liðið myndi vinna landslið Úrúgvæ.Liðsmaður Úrúgvæ reynir að komast útaf vellinum í leikslok.Vísir/GettyPressan á leikmenn brasilíska liðsins óx með hverri mínútunni sem leið og þegar inn á völlinn kom stóðu þeir frammi fyrir tvö hundruð þúsund manns sem allir heimtuðu sigur og helst stórsigur. Braslíska landsliðið var vissulega með besta liðið og hafði sýnt það og sannað í keppninni. Í fyrsta og eina skiptið fór ekki fram sérstakur úrslitaleikur heldur var spilaður úrslitaleikur. Eftir stórsigrana tvo í fyrstu tveimur leikjunum nægði Brasilíumönnum jafntefli í lokaleiknum. Úrúgvæmenn þurftu aftur á móti að vinna leikinn. Eftir að Brasilíumenn komust í 1-0 og allt varð vitlaust meðal tvö hundruð þúsund áhorfenda héldu eflaust að von væri á enn einni markaveislunni en leikmenn Úrúgvæ tóku sér nægan tíma að byrja leikinn aftur og róuðu með því áhorfendaskarann. Þeir gerðu gott betur en að jafna metin því mörk frá Juan Alberto Schiaffino og Alcides Ghiggia sá til þess að það mátti heyra saumnál detta á velli þar sem tvö hundruð þúsund manns voru í stúkunni. Það ótrúlega hafði gerst. Úrúgvæ vann og varð því heimsmeistari í annað sinn. Brasilíumenn klúðruðu þessu dauðafæri að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn.Brasilísku landsliðsmennirnir þurftu að fara í felur eftir leikinn. Hér stilla þeir sér upp.Vísir/GettySjokkið var það mikið að frægur brasilískur útvarpsmaður hætti störfum og neitaði að segja frá úrslitunum og sumir stuðningsmenn brasilíska landsliðsins frömdu sjálfsmorð með því að hoppa fram af risavöxnum leikvanginum. Öll brasilíska þjóðin var í losti og leikmenn liðsins fóru í felur eftir leikinn. Enginn fór þó verr út úr þessum degi en brasilíski markvörðurinn Moacir Barbosa sem var gerður að blóraböggli í augum almennings. Barbosa var illa staðsettur í sigurmarki Úrúgvæ og það leit út fyrir að hann hafi reiknað með fyrirgjöf frá Alcides Ghiggia en ekki skoti. Ghiggia talaði um stundina þegar hann þaggaði niður í tvö hundruð þúsund brasilískum áhorfendum. „Það hafa bara þrír menn fengið algjört hljóð á Maracana leikvanginum ... Sinatra, John-Paul páfi og ég,“ sagði Alcides Ghiggia mörgum árum seinna. Við tók hálfrar aldar pína þar sem Barbosa losnaði aldrei við Maracanazo stimpilinn. Hann spilaði aldrei aftur fyrir brasilíska landsliðið og honum var aldrei fyrirgefið af brasilísku þjóðinni. Fólkið spýtti á hann og niðurlægði hann við hvert tækifæri. Lífið hans varð að algjörri martröð.Moacir Barbosa búinn að missa af boltanum. Úrúgvæ hefur skorað sigurmarkið.Vísir/GettyMoacir Barbosa fór sem dæmi í viðtal árið 2000, skömmu fyrir andlát sitt. „Hámarksrefsing í Brasilíu er 30 ára fangelsi en ég hef þurft að borga fyrir það, sem ég átti ekki einu sinni sök á, í 50 ár,“ sagði Moacir Barbosa en hann lést í april 2000. Brasilíumenn sáu Moacir Barbosa alla tíð sem óheillakráku og hann losnaði aldrei við smánarblettinn frá 1950. Hann mátti sem dæmi ekki koma á æfingu í brasilíska landsliðsins af ótta við það að hann færði liðinu ógæfu og þá bannað formaður brasilíska knattspyrnusambandsins honum að lýsa leikjum liðsins á HM. Brasilíumönnum tókst loksins að vinna heimsmeistaratitilinn á HM í Svíþjóð átta árum síðar en þá var kominn í liðið hinn sautján ára gamli Pele. Brasilíumenn (og Pele) unnu HM alls þrisvar í næstu fjórum keppnum.Vísir/GettyVísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 3 dagar í HM: Fékk skó lánaða hjá varamanni og setti markamet sem verður líklega aldrei slegið Þrettán mörk í sex leikjum. Flest liðin á HM í Rússlandi væru eflaust mjög sátt með slíkt markaskor í heimsmeistarakeppninni sem hefst á fimmtudaginn. Það er því ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar tali jafnan um markametið sem verður líklega aldrei slegið. 11. júní 2018 12:00 13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00 15 dagar í HM: Þegar Zenga lokaði búrinu á heimavelli Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. 30. maí 2018 13:30 6 dagar í HM: Skoraði sjálfsmark og var myrtur er hann snéri heim Saga Kólumbíumannsins Andres Escobar er ein sú sorglegasta sem tengist HM. 8. júní 2018 12:00 14 dagar í HM: Þegar Nígeríumenn urðu óvænt heitasta og skemmtilegasta liðið á HM Íslendingar eru að fara að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Rússlandi eftir tvær vikur og mæta þar meðal annars Nígeríumönnum í riðlinum. Nígeríumenn voru í sömu stöðu á HM í Bandaríkjunum 1994 og slógu þá í gegn enda með yfirlýst markmið að ætla sér að skemmta fólki. 31. maí 2018 11:00 7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
3 dagar í HM: Fékk skó lánaða hjá varamanni og setti markamet sem verður líklega aldrei slegið Þrettán mörk í sex leikjum. Flest liðin á HM í Rússlandi væru eflaust mjög sátt með slíkt markaskor í heimsmeistarakeppninni sem hefst á fimmtudaginn. Það er því ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar tali jafnan um markametið sem verður líklega aldrei slegið. 11. júní 2018 12:00
13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00
15 dagar í HM: Þegar Zenga lokaði búrinu á heimavelli Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. 30. maí 2018 13:30
6 dagar í HM: Skoraði sjálfsmark og var myrtur er hann snéri heim Saga Kólumbíumannsins Andres Escobar er ein sú sorglegasta sem tengist HM. 8. júní 2018 12:00
14 dagar í HM: Þegar Nígeríumenn urðu óvænt heitasta og skemmtilegasta liðið á HM Íslendingar eru að fara að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í Rússlandi eftir tvær vikur og mæta þar meðal annars Nígeríumönnum í riðlinum. Nígeríumenn voru í sömu stöðu á HM í Bandaríkjunum 1994 og slógu þá í gegn enda með yfirlýst markmið að ætla sér að skemmta fólki. 31. maí 2018 11:00
7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00
9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00
8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00