Menntastefna Íslands til ársins 2030 Lilja Alfreðsdóttir skrifar 12. júní 2018 07:00 Menntakerfi gegna lykilhlutverki í samkeppnishæfni þjóða. Ísland er þar engin undantekning. Ég legg mikla áherslu á að menntakerfið okkar sé sem best í stakk búið til takast á við áskoranir framtíðar. Í því ljósi hef ég hrint af stað undirbúningsvinnu við gerð menntastefnu Íslands til ársins 2030. Til að bæta lífskjör enn frekar og auka útflutningstekjur landsins þarf að huga sérstaklega að verðmætasköpun byggðri á hugviti og verkþekkingu. Því er nauðsynlegt að efla menntakerfið. Menntakerfið þarf að skapa sterkan þekkingargrunn, vera sveigjanlegt og geta aðlagað sig tækniþróun á hverjum tíma. Að auki þarf það að veita menntun fyrir alla og þar með mæta mismunandi þörfum einstaklingsins. Skilgreind námsmarkmið þurfa að fylgja hverju hæfniþrepi menntunar og mælikvarðar til þess að meta árangurinn. Við viljum að íslenskt menntakerfi verði í fremstu röð þeirra landa sem við berum okkur saman við. Nú þegar eru ýmis verkefni í gangi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem tengjast þessari stefnumörkun. Unnið er að því að bæta umgjörð kennarastarfsins og auka nýliðun kennara. Einnig er verið að efla verk-, iðn- og starfsnám ásamt því að styrkja fullorðinsfræðslu. Verið er að styrkja umgjörð barna með annað móðurmál en íslensku. Fyrirhuguð er skýrari stefnumótun fyrir útgáfu námsgagna og endurskoðun námsmats. Það sem af er kjörtímabili hafa þegar verið stigin mikilvæg skref til þess að efla menntakerfið. Til að mynda hafa fjárframlög verið aukin verulega til bæði framhaldsskóla- og háskólastigsins, framfærslugrunnur námslána var hækkaður og vinna nýrrar verkefnastjórnar um endurskoðun á námslánakerfinu hefur gengið vel. Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Gerð nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 verður heildstæð nálgun á eflingu menntakerfisins og mótuð í samvinnu við lykilaðila. Ég er sannfærð um að sú vinna muni skila sér í öflugra samfélagi og betri lífskjörum fyrir þjóðina.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Menntakerfi gegna lykilhlutverki í samkeppnishæfni þjóða. Ísland er þar engin undantekning. Ég legg mikla áherslu á að menntakerfið okkar sé sem best í stakk búið til takast á við áskoranir framtíðar. Í því ljósi hef ég hrint af stað undirbúningsvinnu við gerð menntastefnu Íslands til ársins 2030. Til að bæta lífskjör enn frekar og auka útflutningstekjur landsins þarf að huga sérstaklega að verðmætasköpun byggðri á hugviti og verkþekkingu. Því er nauðsynlegt að efla menntakerfið. Menntakerfið þarf að skapa sterkan þekkingargrunn, vera sveigjanlegt og geta aðlagað sig tækniþróun á hverjum tíma. Að auki þarf það að veita menntun fyrir alla og þar með mæta mismunandi þörfum einstaklingsins. Skilgreind námsmarkmið þurfa að fylgja hverju hæfniþrepi menntunar og mælikvarðar til þess að meta árangurinn. Við viljum að íslenskt menntakerfi verði í fremstu röð þeirra landa sem við berum okkur saman við. Nú þegar eru ýmis verkefni í gangi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem tengjast þessari stefnumörkun. Unnið er að því að bæta umgjörð kennarastarfsins og auka nýliðun kennara. Einnig er verið að efla verk-, iðn- og starfsnám ásamt því að styrkja fullorðinsfræðslu. Verið er að styrkja umgjörð barna með annað móðurmál en íslensku. Fyrirhuguð er skýrari stefnumótun fyrir útgáfu námsgagna og endurskoðun námsmats. Það sem af er kjörtímabili hafa þegar verið stigin mikilvæg skref til þess að efla menntakerfið. Til að mynda hafa fjárframlög verið aukin verulega til bæði framhaldsskóla- og háskólastigsins, framfærslugrunnur námslána var hækkaður og vinna nýrrar verkefnastjórnar um endurskoðun á námslánakerfinu hefur gengið vel. Við ætlum að halda áfram á sömu braut. Gerð nýrrar menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 verður heildstæð nálgun á eflingu menntakerfisins og mótuð í samvinnu við lykilaðila. Ég er sannfærð um að sú vinna muni skila sér í öflugra samfélagi og betri lífskjörum fyrir þjóðina.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar