Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 08:30 Hannes þór Halldórsson fer yfir málin með strákunum á æfingunni í gær. vísir/vilhelm Eins og kom fram í máli Guðmundar Hreiðarssonar, markvarðaþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, fundaði markvarðaherinn á æfingu liðsins í gær að frumkvæði Hannesar Þórs Halldórssonar. Honum fannst hafa verið þungt yfir mönnum upp á síðkastið og æfingarnar því ekki á pari við það sem þær geta verið. „Þetta hafði ekkert með ferðalagið að gera eða neitt svoleiðis. Mér fannst bara þyngsli í mönnum þegar að æfingin rúllaði af stað og enginn léttleiki yfir mönnum,“ segir Hannes við Vísi en hann var til viðtals fyrir æfingu liðsins í morgun. „Upp á síðkastið hafa menn verið svolítið alvarlegir og þrúgaðir á þessum markmannsæfingum. Ég veit ekki hvort það er eitthvað stress í mönnum með HM framundan.“Hannes Þór Halldórsson á æfingunni í dag.vísir/vilhelmHannes er ellefu árum eldri en þeir Rúnar Alex og Frederik Schram og því ábyrgðin hjá aðalmarkverðinum að tæma pokann eins og Guðmundur komst að orði í gær. „Mér fannst ég bara þurfa að segja nokkur orð. Ég gerði það og við töluðum saman. Það létti yfir mannskapnum og nú erum við brosandi og í góðum gír,“ segir Hannes. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður og farið í mörg landsliðsverkefni. Ég veit hvað þessi þáttur skiptir miklu máli. Við æfum saman á hverjum degi og vinnum mikið saman.“ „Það skemmtilegasta sem maður getur gert er að fara á markmannsæfingu og sérstaklega í svona aðstæðum. Maður á að hafa þetta sem skemmtilegast til að fá sem mest út úr æfingunni. Maður á að brosa og mynda stemningu. Það voru skilaboðin mín og ég held að þau hafi alveg náð í gegn,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Sjá meira
Eins og kom fram í máli Guðmundar Hreiðarssonar, markvarðaþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, fundaði markvarðaherinn á æfingu liðsins í gær að frumkvæði Hannesar Þórs Halldórssonar. Honum fannst hafa verið þungt yfir mönnum upp á síðkastið og æfingarnar því ekki á pari við það sem þær geta verið. „Þetta hafði ekkert með ferðalagið að gera eða neitt svoleiðis. Mér fannst bara þyngsli í mönnum þegar að æfingin rúllaði af stað og enginn léttleiki yfir mönnum,“ segir Hannes við Vísi en hann var til viðtals fyrir æfingu liðsins í morgun. „Upp á síðkastið hafa menn verið svolítið alvarlegir og þrúgaðir á þessum markmannsæfingum. Ég veit ekki hvort það er eitthvað stress í mönnum með HM framundan.“Hannes Þór Halldórsson á æfingunni í dag.vísir/vilhelmHannes er ellefu árum eldri en þeir Rúnar Alex og Frederik Schram og því ábyrgðin hjá aðalmarkverðinum að tæma pokann eins og Guðmundur komst að orði í gær. „Mér fannst ég bara þurfa að segja nokkur orð. Ég gerði það og við töluðum saman. Það létti yfir mannskapnum og nú erum við brosandi og í góðum gír,“ segir Hannes. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður og farið í mörg landsliðsverkefni. Ég veit hvað þessi þáttur skiptir miklu máli. Við æfum saman á hverjum degi og vinnum mikið saman.“ „Það skemmtilegasta sem maður getur gert er að fara á markmannsæfingu og sérstaklega í svona aðstæðum. Maður á að hafa þetta sem skemmtilegast til að fá sem mest út úr æfingunni. Maður á að brosa og mynda stemningu. Það voru skilaboðin mín og ég held að þau hafi alveg náð í gegn,“ segir Hannes Þór Halldórsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00 Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Sjá meira
Íslenskt rok í Kabardinka Íslensku strákarnir verða á heimavelli á æfingu sinni í Rússlandi á eftir því það blæs ansi kröftuglega í sjávarbænum Kabardinka í dag. 11. júní 2018 07:00