Hrósaði Íslandi fyrir baráttuna og hugrekkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2018 20:52 Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins. Getty „Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Dalic við blaðamenn. „Við fengum þrjú stig, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. Stundum vinnur maður og stundum tapar maður.“ Dalic skilar Króötum upp úr riðlinum á HM með níu stig, fullt hús og liðið þykir til alls líklegt. Íslenska liðið spilaði afar vel gegn Króötunum í dag. „Ísland hefur það sem er mjög mikilvægt; karakter, aga og baráttukraft.“ Króatar hafi gert það sem þeir vildu gera. „Ég get bara óskað íslenska liðinu til hamingju með frammistöðuna, baráttuna og hugrekkið. Þetta er frábært lið sem leikur fótbolta á eins góðan hátt og það passar þeim,“ sagði Dalic. Honum var tíðrætt um háar sendingar Íslands fram völlinn sem reyndust Króötum á köflum afar erfiðar. „Það er mjög erfitt að leika gegn löngu sendingunum og föstu leikatriðunum,“ sagði Dalic sem ítrekaði hrós sitt en það væri fyrst og fremst frammistaða Króatanna sem skipti máli. Dalic var einnig spurður hvort að það hafi verið svekkjandi að fá á sig mark í kvöld og fara upp úr riðlinum eftir að hafa haldið hreinu í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar. „Það var svekkandi að fá mark á okkur en við vorum líka heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í kvöld. Markvörðurinn okkar bjargaði okkur,“ sagði hann. Dalic segir að markatala liðsins sé þrátt fyrir allt mjög góð og ekki síst stigasöfnunin sem öllu máli skiptir. „Það bjóst enginn við því að við myndum ná níu stigum en við fengum þau. En nú er riðlakeppnin búin. Við þurfum að skilja við þessa þrjá leiki og einbeita okkur að Danmörku. Það er stund sannleikans fyrir okkur og við bíðum spenntir eftir leiknum,“ sagði hann. „Við höfum spilað vel og gefið nánast öllum leikmönnum tækifæri til að spila á HM sem eiga það skilið. En nú er þetta stig keppninnar búið. Ég held að við munum ekki falla úr leik í næstu umferð en við þurfum að einbeita okkur að Dönum og taka einn leik fyrir í einu.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
„Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Dalic við blaðamenn. „Við fengum þrjú stig, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. Stundum vinnur maður og stundum tapar maður.“ Dalic skilar Króötum upp úr riðlinum á HM með níu stig, fullt hús og liðið þykir til alls líklegt. Íslenska liðið spilaði afar vel gegn Króötunum í dag. „Ísland hefur það sem er mjög mikilvægt; karakter, aga og baráttukraft.“ Króatar hafi gert það sem þeir vildu gera. „Ég get bara óskað íslenska liðinu til hamingju með frammistöðuna, baráttuna og hugrekkið. Þetta er frábært lið sem leikur fótbolta á eins góðan hátt og það passar þeim,“ sagði Dalic. Honum var tíðrætt um háar sendingar Íslands fram völlinn sem reyndust Króötum á köflum afar erfiðar. „Það er mjög erfitt að leika gegn löngu sendingunum og föstu leikatriðunum,“ sagði Dalic sem ítrekaði hrós sitt en það væri fyrst og fremst frammistaða Króatanna sem skipti máli. Dalic var einnig spurður hvort að það hafi verið svekkjandi að fá á sig mark í kvöld og fara upp úr riðlinum eftir að hafa haldið hreinu í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar. „Það var svekkandi að fá mark á okkur en við vorum líka heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í kvöld. Markvörðurinn okkar bjargaði okkur,“ sagði hann. Dalic segir að markatala liðsins sé þrátt fyrir allt mjög góð og ekki síst stigasöfnunin sem öllu máli skiptir. „Það bjóst enginn við því að við myndum ná níu stigum en við fengum þau. En nú er riðlakeppnin búin. Við þurfum að skilja við þessa þrjá leiki og einbeita okkur að Danmörku. Það er stund sannleikans fyrir okkur og við bíðum spenntir eftir leiknum,“ sagði hann. „Við höfum spilað vel og gefið nánast öllum leikmönnum tækifæri til að spila á HM sem eiga það skilið. En nú er þetta stig keppninnar búið. Ég held að við munum ekki falla úr leik í næstu umferð en við þurfum að einbeita okkur að Dönum og taka einn leik fyrir í einu.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira