Ísland ekki starfið fyrir Moyes á þessum tímapunkti Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2018 09:30 David Moyes stýrði síðast West Ham í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Skoski þjálfarinn David Moyes verður nær örugglega ekki næsti þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta en umboðsmaður hans segir Ísland ekki skrefið fyrir hann á þessum tímapunkti. Moyes er atvinnulaus eftir að hann lét af störfum hjá West Ham undir lok leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni en hann er hvað þekktastur fyrir áratug sinn hjá Everton og að vera maðurinn sem tók við af Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Skotinn er með mikla tengingu við Ísland en faðir hans, David Moyes eldri, kom hingað margsinnis á árum áður og stuðlaði að miklum og góðum samskiptum íslenska og skoska fótboltans. Hann var sæmdur gullmerki KSÍ árið 1978. David Moyes yngri kom oft með föður sínum til Vestmannaeyja og æfði með Tý en spilaði þó aldrei leik eins og hann viðurkenndi í viðtali við Vísi fyrir þremur árum.Moyes er í góðu sambandi við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en þeir voru í afmælisveislu föður hans sem haldin var hér á landi fyrir nokkrum árum. Það kæmi því ekkert á óvart ef KSÍ myndi slá á þráðinn til fyrrverandi United-stjórans en það hefur ekki verið gert. „Það hefur ekki verið haft samband við okkur,“ segir Kenny Moyes, bróðir og umboðsmaður Davids Moyes, í samtali við Vísi í morgunsárið. „Ég er ekki viss um að þetta sé starfið fyrir hann þessa stundina.“ Kenny segir David Moyes vilja komast aftur í leikinn en þá helst með félagsliði og það á Bretlandseyjum. „Hann hefur hafnað nokkrum tilboðum nú þegar. Það er auðvitað leiðinlegt að bíða bara eftir því að einhver góður maður missi starfið sitt en svona er skrímslið sem er fótboltinn,“ segir Kenny, en myndi hann eða bróðir hans ræða við KSÍ ef símtal myndi berast? „Ekki spurning. Við erum auðvitað með mikla og sterka tengingu við Ísland þannig að sjálfsögðu myndum við taka spjallið,“ segir Kenny Moyes. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Skoski þjálfarinn David Moyes verður nær örugglega ekki næsti þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta en umboðsmaður hans segir Ísland ekki skrefið fyrir hann á þessum tímapunkti. Moyes er atvinnulaus eftir að hann lét af störfum hjá West Ham undir lok leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni en hann er hvað þekktastur fyrir áratug sinn hjá Everton og að vera maðurinn sem tók við af Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Skotinn er með mikla tengingu við Ísland en faðir hans, David Moyes eldri, kom hingað margsinnis á árum áður og stuðlaði að miklum og góðum samskiptum íslenska og skoska fótboltans. Hann var sæmdur gullmerki KSÍ árið 1978. David Moyes yngri kom oft með föður sínum til Vestmannaeyja og æfði með Tý en spilaði þó aldrei leik eins og hann viðurkenndi í viðtali við Vísi fyrir þremur árum.Moyes er í góðu sambandi við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni en þeir voru í afmælisveislu föður hans sem haldin var hér á landi fyrir nokkrum árum. Það kæmi því ekkert á óvart ef KSÍ myndi slá á þráðinn til fyrrverandi United-stjórans en það hefur ekki verið gert. „Það hefur ekki verið haft samband við okkur,“ segir Kenny Moyes, bróðir og umboðsmaður Davids Moyes, í samtali við Vísi í morgunsárið. „Ég er ekki viss um að þetta sé starfið fyrir hann þessa stundina.“ Kenny segir David Moyes vilja komast aftur í leikinn en þá helst með félagsliði og það á Bretlandseyjum. „Hann hefur hafnað nokkrum tilboðum nú þegar. Það er auðvitað leiðinlegt að bíða bara eftir því að einhver góður maður missi starfið sitt en svona er skrímslið sem er fótboltinn,“ segir Kenny, en myndi hann eða bróðir hans ræða við KSÍ ef símtal myndi berast? „Ekki spurning. Við erum auðvitað með mikla og sterka tengingu við Ísland þannig að sjálfsögðu myndum við taka spjallið,“ segir Kenny Moyes.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30 Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08
Guðni: Erum með góða ráðgjafa sem hjálpa okkur í þjálfaraleitinni Guðni Bergsson hefur ekki mikinn tíma til að ákvaða næstu skref í þjálfaraleit íslenska landsliðsins 17. júlí 2018 19:30
Hver verður eftirmaður Heimis? Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst. 17. júlí 2018 12:15
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti