Móðir í Þýskalandi fær aðgang að Facebook-síðu dóttur sinnar sem er látin. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar Þýskalands gildir erfðaréttur um rafrænar upplýsingar.
Eftir lát dótturinnar, sem var 15 ára, vildi móðirin fá aðgang að Facebook-síðu hennar en síðunni hafði þá verið breytt í svokallaða minningarsíðu sem ekki var hægt að logga sig inn á. Facebook neitaði móðurinni um aðgang að síðunni.
Samkvæmt úrskurði hæstaréttar Þýskalands gildir það sama um rafrænar upplýsingar og um bréf og dagbækur.
Erfðaréttur gildir um Facebook

Tengdar fréttir

Segja Facebook stunda persónunjósnir
Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta.

Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn
Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí

Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum
Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts).