Vísir hefur fjallað um að allt að sexfaldur munur sé á ávöxtun lífeyrissjóða sem gæti þýtt allt að 150 prósenta munur á ellilífeyrisgreiðslum.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn segist hafa hlotið 16 verðlaun frá árinu 2005 fyrir að vera besti eða næstbesti evrópski lífeyrissjóðurinn af sinni stærðagráðu hér á landi. Af gögnum sem fréttastofa keypti er varðar alla íslenska skyldulífeyrissjóði síðustu tvo áratugi kemur fram að frjálsi lífeyrissjóðurinn sé með eina lökustu ávöxtunina, sem nemur 2,41 prósentum og er því í 21 sæti af 27.

Gunnar Tómasson, hagfræðingur segir löngu tímabært að kerfið verði tekið í gegn.
„Það er löngu tímabært að við tökum þetta kerfi algjörlega til endurskoðunar og hættum þessum feluleik um þá sjóði sem eru góðir og þá sem eru slæmir. Þessar upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi svo hægt sé að ræða opinskátt um þessi mál, byggt á staðreyndum. Víða í nágrannalöndum okkar liggja þessar upplýsingar fyrir á mánaðarfresti. Almenningur getur séð ávöxtun lífeyrissjóða sinna, segir Gunnar“