Sér eftir háloftaástarsögunni og biðst afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2018 13:30 Rosey Blair fylgdist grannt með. Hún og kærasti hennar Houston Hardaway hafa nú verið harðlega gagnrýnd fyrir athæfið. Leikkonan Rosey Blair, sem nýlega komst í heimsfréttirnar fyrir að lýsa „háloftaástarsögu“ í beinni, hefur nú beðist afsökunar á málinu. Tíst hennar um samskipti tveggja flugfarþega vöktu fyrst mikla lukku en viðbrögðin snerust fljótlega upp í andhverfu sína og voru Blair og kærasti hennar harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Forsaga málsins er sú að Blair var á heimleið ásamt kærasta sínum, Houston Hardaway, með flugi í Bandaríkjunum. Þar varð ung kona við bón hennar um að skipta um sæti svo Blair gæti setið með kærastanum. Ungur maður settist við hlið konunnar og fylgdust Blair og Hardaway náið með samskiptum fólksins – sem vöktu heimsathygli. Jákvæðni einkenndi viðbrögð netverja í fyrstu en fljótlega fóru að renna á þá tvær grímur. Þegar í ljós kom að unga konan, sem ekki hafði gefið leyfi fyrir því að nafn hennar yrði birt, hafði neyðst til að loka Instagram-reikningi sínum vegna áreitni fór að bera á gagnrýni í garð Blair og Hardway, sem einnig þóttu hafa nýtt sér skyndilega frægðina á ósmekklegan hátt.Sjá einnig: Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Því hefur einnig verið haldið fram að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. Blair virðist nú hafa séð að sér en hún birti afsökunarbeiðni á Twitter-reikningi sínum í vikunni. „Ég vildi að ég gæti komið skömminni sem ég finn vegna gjörða minna til skila en mér finnst tilfinningar mínar ekki viðeigandi á þessum tímapunkti,“ skrifaði Blair. Hún beindi svo orðum sínum til konunnar, Helen, og baðst afsökunar á því að hafa notfært sér „fallegt og töfrandi augnablik“ milli hennar og unga mannsins, Euan Holden, á samfélagsmiðlum. Afsökunarbeiðni Blair má sjá í heild hér að neðan.pic.twitter.com/BVsAsM8PZ5— Rosey Blair (@roseybeeme) July 10, 2018 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter sprakk vegna tísta í beinni frá lygilegri atburðarás eftir sætaskipti í flugvél Óhætt er að segja að samfélagsmiðillinn Twitter hafi farið á hliðina í Bandaríkjunum eftir að saklaus sætaskipti í flugvél leiddu af sér mögulegt ástarsamband 4. júlí 2018 22:15 Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Leikkonan Rosey Blair, sem nýlega komst í heimsfréttirnar fyrir að lýsa „háloftaástarsögu“ í beinni, hefur nú beðist afsökunar á málinu. Tíst hennar um samskipti tveggja flugfarþega vöktu fyrst mikla lukku en viðbrögðin snerust fljótlega upp í andhverfu sína og voru Blair og kærasti hennar harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Forsaga málsins er sú að Blair var á heimleið ásamt kærasta sínum, Houston Hardaway, með flugi í Bandaríkjunum. Þar varð ung kona við bón hennar um að skipta um sæti svo Blair gæti setið með kærastanum. Ungur maður settist við hlið konunnar og fylgdust Blair og Hardaway náið með samskiptum fólksins – sem vöktu heimsathygli. Jákvæðni einkenndi viðbrögð netverja í fyrstu en fljótlega fóru að renna á þá tvær grímur. Þegar í ljós kom að unga konan, sem ekki hafði gefið leyfi fyrir því að nafn hennar yrði birt, hafði neyðst til að loka Instagram-reikningi sínum vegna áreitni fór að bera á gagnrýni í garð Blair og Hardway, sem einnig þóttu hafa nýtt sér skyndilega frægðina á ósmekklegan hátt.Sjá einnig: Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Því hefur einnig verið haldið fram að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. Blair virðist nú hafa séð að sér en hún birti afsökunarbeiðni á Twitter-reikningi sínum í vikunni. „Ég vildi að ég gæti komið skömminni sem ég finn vegna gjörða minna til skila en mér finnst tilfinningar mínar ekki viðeigandi á þessum tímapunkti,“ skrifaði Blair. Hún beindi svo orðum sínum til konunnar, Helen, og baðst afsökunar á því að hafa notfært sér „fallegt og töfrandi augnablik“ milli hennar og unga mannsins, Euan Holden, á samfélagsmiðlum. Afsökunarbeiðni Blair má sjá í heild hér að neðan.pic.twitter.com/BVsAsM8PZ5— Rosey Blair (@roseybeeme) July 10, 2018
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter sprakk vegna tísta í beinni frá lygilegri atburðarás eftir sætaskipti í flugvél Óhætt er að segja að samfélagsmiðillinn Twitter hafi farið á hliðina í Bandaríkjunum eftir að saklaus sætaskipti í flugvél leiddu af sér mögulegt ástarsamband 4. júlí 2018 22:15 Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Twitter sprakk vegna tísta í beinni frá lygilegri atburðarás eftir sætaskipti í flugvél Óhætt er að segja að samfélagsmiðillinn Twitter hafi farið á hliðina í Bandaríkjunum eftir að saklaus sætaskipti í flugvél leiddu af sér mögulegt ástarsamband 4. júlí 2018 22:15
Háloftaástarsaga í beinni orðin að deilum um persónuvernd og kynbundna áreitni Twitter-notendur hafa margir vakið máls á því að með því að birta myndir af fólkinu og brot úr samræðum þess hafi parið brotið á friðhelgi einkalífsins og opnað fyrir áreitni gegn konunni. 10. júlí 2018 15:23