Bjóða gestum að baða sig í volgum vökum úti í vatni Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2018 11:30 Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Vök-Baths Stöð 2/Arnar Halldórsson. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Urriðavatn er lítil vin um fimm kílómetra utan við Egilsstaði en það sem gerir vatnið sérstakt er jarðhitinn sem þar finnst á botninum. Vakir sem mynduðust á veturna kveiktu þá hugmynd upp úr 1960 að nýta mætti heita vatnið. Holur voru boraðar og hitaveita lögð, sem vermir nú heimili þrjúþúsund íbúa á Egilsstöðum og nágrenni. En nú hefur verið ákveðið að nýta þessar óvenjulegu aðstæður í þágu ferðamanna, áformað er að þarna verði opnaður baðstaður að ári. Heiður Vigfúsdóttir stýrir verkefninu.Byrjað er að grafa fyrir grunni baðstaðarins við Urriðavatn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þennan stað köllum við Vök-Baths,“ segir Heiður en nafnið vísar til vakanna sem nefndar voru Tuskuvakir þegar ísinn lagði á veturna. „Upplifunin mun miða svolítið að því að leyfa fólki að baða sig í endurgerðum vökum hérna úti í Urriðavatni.“ Grafískar myndir sýna hvernig gestir eiga að geta baðað sig í fljótandi vökum úti í vatninu allan ársins hring.Svona er áætlað að baðstaðurinn Vök-Baths líti út.Grafík/Basalt arkitektar.„Þetta verður alls ekki eins og sundlaug. Þetta verður algerlega einstakt,“ segir Heiður. Áætlað er að uppbyggingin kosti um einn milljarð króna en fjárfestar eru reyndir í geiranum. Sá stærsti er Jarðböðin í Mývatnssveit. „Og þar í rauninni í gegnum kemur Bláa lónið. Þá erum við í rauninni komin með mjög reynslumikla einstaklinga um borð í verkefnið, sem er mjög mikilvægt. Og restin af fjárfestahópnum eru aðallega heimamenn.“Baðstaðurinn mun falla inn í landslagið við vatnsbakkann, samkvæmt þessari grafísku mynd.Grafík/Basalt arkitektar.Á veitingastað kynnast gestir íslensku jarðhitavatni sem er svo hreint að það er vottað til drykkjar. Heiður segir staðinn spennandi viðbót fyrir Héraðið. „Þannig að það verður æðislegt að fá verkefni sem þetta sem svona segul þannig að fólk dragist inn á svæðið. Því að vissulega þegar fólk er komið hingað þá er alveg ofboðslega margt að gera,“ segir Heiður.Á veitingastað verður náttúrulegt heitt vatn haft í öndvegi.Grafík/Vök-Baths.Og það munar um störfin sem skapast en áætlað er að starfsmenn verði átta til tíu talsins. „Sem er bara virkilega stór vinnustaður með tilliti til fólksfjölda hér fyrir austan.“ Frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af svæðinu má sjá hér: Fljótsdalshérað Sundlaugar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Urriðavatn er lítil vin um fimm kílómetra utan við Egilsstaði en það sem gerir vatnið sérstakt er jarðhitinn sem þar finnst á botninum. Vakir sem mynduðust á veturna kveiktu þá hugmynd upp úr 1960 að nýta mætti heita vatnið. Holur voru boraðar og hitaveita lögð, sem vermir nú heimili þrjúþúsund íbúa á Egilsstöðum og nágrenni. En nú hefur verið ákveðið að nýta þessar óvenjulegu aðstæður í þágu ferðamanna, áformað er að þarna verði opnaður baðstaður að ári. Heiður Vigfúsdóttir stýrir verkefninu.Byrjað er að grafa fyrir grunni baðstaðarins við Urriðavatn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þennan stað köllum við Vök-Baths,“ segir Heiður en nafnið vísar til vakanna sem nefndar voru Tuskuvakir þegar ísinn lagði á veturna. „Upplifunin mun miða svolítið að því að leyfa fólki að baða sig í endurgerðum vökum hérna úti í Urriðavatni.“ Grafískar myndir sýna hvernig gestir eiga að geta baðað sig í fljótandi vökum úti í vatninu allan ársins hring.Svona er áætlað að baðstaðurinn Vök-Baths líti út.Grafík/Basalt arkitektar.„Þetta verður alls ekki eins og sundlaug. Þetta verður algerlega einstakt,“ segir Heiður. Áætlað er að uppbyggingin kosti um einn milljarð króna en fjárfestar eru reyndir í geiranum. Sá stærsti er Jarðböðin í Mývatnssveit. „Og þar í rauninni í gegnum kemur Bláa lónið. Þá erum við í rauninni komin með mjög reynslumikla einstaklinga um borð í verkefnið, sem er mjög mikilvægt. Og restin af fjárfestahópnum eru aðallega heimamenn.“Baðstaðurinn mun falla inn í landslagið við vatnsbakkann, samkvæmt þessari grafísku mynd.Grafík/Basalt arkitektar.Á veitingastað kynnast gestir íslensku jarðhitavatni sem er svo hreint að það er vottað til drykkjar. Heiður segir staðinn spennandi viðbót fyrir Héraðið. „Þannig að það verður æðislegt að fá verkefni sem þetta sem svona segul þannig að fólk dragist inn á svæðið. Því að vissulega þegar fólk er komið hingað þá er alveg ofboðslega margt að gera,“ segir Heiður.Á veitingastað verður náttúrulegt heitt vatn haft í öndvegi.Grafík/Vök-Baths.Og það munar um störfin sem skapast en áætlað er að starfsmenn verði átta til tíu talsins. „Sem er bara virkilega stór vinnustaður með tilliti til fólksfjölda hér fyrir austan.“ Frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af svæðinu má sjá hér:
Fljótsdalshérað Sundlaugar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira