Fengu útkall í miðri vítaspyrnukeppni og misstu af sigurspyrnunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 15:30 Ivan Rakitic leggur af stað í síðustu spyrnuna. Vísir/Getty Króatíska þjóðin safnast örugglega fyrir framan sjónvarpstækin í kvöld þegar Króatar mæta Englendingum í undanúrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Króatar eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM þökk sé sterkum taugum leikmanna liðsins í vítakeppnum. Króatar unnu nefnilega bæði Dani og Rússa í vítaspyrnukeppni. Króatar hafa reyndar klikkað á þremur vítaspyrnum en það kom ekki að sök. Þeir unnu Dani 3-2 og Rússana 4-3. Í báðum tilfellum var það Ivan Rakitic sem skoraði úr síðustu vítaspyrnu Króata og skaut liðið áfram í næstu umferð. Það gátu þó ekki allir séð Ivan Rakitic tryggja sigurinn á móti Rússum. Nú hefur verið gert opinbert skemmtilegt myndband frá slökkviliðsmönnum í Króatíu. Slökkviliðsmennirnir eru miklir stuðningsmenn króatíska landsliðsins og fylgdust því spenntir með vítakeppninni á stöðinni, nær allir klæddir í treyju landsliðsins. Slökkviliðsmennirnir voru hinsvegar líka á vaktinni og þeir fengu síðan útkall í miðri vítaspyrnukeppni eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.These Croatian firefighters were about to watch Ivan Rakitic send them into a #WorldCup semi-final... and then duty called pic.twitter.com/2np9ezHsJs — Indy Football (@IndyFootball) July 11, 2018 Það var ekkert hik á mönnum þegar kallið kom og þá skipti engu þótt að þeir væru örfáum sekúndum frá því að sjá úrslitin ráðast. Það urðu þó nokkrir þeirra eftir sem fögnuðu vel og gátu síðan væntanlega látið félaga sína vita í talstöðinni að króatíska landsliðið væri komið í undanúrslit HM í fyrsta sinn í tuttugu ár. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira
Króatíska þjóðin safnast örugglega fyrir framan sjónvarpstækin í kvöld þegar Króatar mæta Englendingum í undanúrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Króatar eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM þökk sé sterkum taugum leikmanna liðsins í vítakeppnum. Króatar unnu nefnilega bæði Dani og Rússa í vítaspyrnukeppni. Króatar hafa reyndar klikkað á þremur vítaspyrnum en það kom ekki að sök. Þeir unnu Dani 3-2 og Rússana 4-3. Í báðum tilfellum var það Ivan Rakitic sem skoraði úr síðustu vítaspyrnu Króata og skaut liðið áfram í næstu umferð. Það gátu þó ekki allir séð Ivan Rakitic tryggja sigurinn á móti Rússum. Nú hefur verið gert opinbert skemmtilegt myndband frá slökkviliðsmönnum í Króatíu. Slökkviliðsmennirnir eru miklir stuðningsmenn króatíska landsliðsins og fylgdust því spenntir með vítakeppninni á stöðinni, nær allir klæddir í treyju landsliðsins. Slökkviliðsmennirnir voru hinsvegar líka á vaktinni og þeir fengu síðan útkall í miðri vítaspyrnukeppni eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.These Croatian firefighters were about to watch Ivan Rakitic send them into a #WorldCup semi-final... and then duty called pic.twitter.com/2np9ezHsJs — Indy Football (@IndyFootball) July 11, 2018 Það var ekkert hik á mönnum þegar kallið kom og þá skipti engu þótt að þeir væru örfáum sekúndum frá því að sjá úrslitin ráðast. Það urðu þó nokkrir þeirra eftir sem fögnuðu vel og gátu síðan væntanlega látið félaga sína vita í talstöðinni að króatíska landsliðið væri komið í undanúrslit HM í fyrsta sinn í tuttugu ár.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira