Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, var hins vegar fljótur til svars og sakaði Trump um að gagnrýna Evrópuríkin nánast daglega.
„Kæra Ameríka, virðið vini ykkar, þegar allt kemur til alls eigið þið ekki svo marga,“ sagði Tusk á blaðamannafundi í gær.
Dear @realDonaldTrump. US doesn't have and won't have a better ally than EU. We spend on defense much more than Russia and as much as China. I hope you have no doubt this is an investment in our security, which cannot be said with confidence about Russian & Chinese spending :-)
— Donald Tusk (@eucopresident) July 10, 2018
Þessa stundina standa Bandaríkin straum af um 22% rekstrarkostnaðar NATO. Evrópskir ráðamenn benda þó á að einungis 15% af heildarútgjöldum Bandaríkjanna til varnarmála sé varið í Evrópu eða í verkefnum á vegum NATO.
Stjórnvöld í Washington verja árlega um 3,5% landsframleiðslu Bandaríkjanna í varnarmál. Grikkir, Bretar og Eistar verja um 2%.